Heimdallur - 20.01.1954, Page 2

Heimdallur - 20.01.1954, Page 2
2 HEIMDALLUR þar.að vísu ein<iig veturinn áður, en ég ekki.) Höfðum við því báðir þarna sama „álitlega bitlinginn". Varðandi annan bitlinginn, sem nefndur er, og ég átti að hafa haft hjá Fasteignaeigendafélagi Reykja- víkur jafnframt því, sem ég var á fullum launum sem þingskrifari, er það að segja, að þar er sannleikanum hagrætt all verulega, svo ekki sé nú meira sagt. Hefur greinarhöfundur sennilega séð kvittun fyrir árgjaldi í Fasteignaeigendafélaginu, skrifaða af mér. Sannleikurinn í málinu er nefni- lega sá, að árið eftir að við Sveinn Skorri unnum saman i þinginu vann ég um tíma á lögfræðiskrifstofu, jafnframt námi. Skrifstofa þessi ann- aðist fjárreiður fyrir áðurnefnt fé- lag og var mér m. a. starfa fyrir skrifstofuna fengið það verk að skrifa kvittanir fyrir árgjöldum í fé- laginu. Verður því að segja, að sú fullyrðing, að ég hafi haft álitlegan bitling hjá Fasteignaeigendafélagi Reykjavíkur, sé all langt sótt og fjar- stæð. En það er ekki nóg með það, að ritstjóri Heimdallar hafi haft þarna álitlegan bitling. Síðar í umræddri grein er kveðið enn sterkara að orði. Hann á, eins og segir orðrétt í grein- inni, að hafa „starfað við fasteigna- brask og gert húsnæðisvandræði Reykvíkinga sér að tekjulind"!!! Ekki get ég nú nákvæmlega sýnt tölulega hvað margar krónur ég fékk fyrir að skrifa umræddar kvittanir, en Sveinn Skorri er áreiðanlega ekki marga daga að vinna fyrir þeirri upp- hæð í þeirri stöðu, er hann nú hefur, enda mun hún virðulegri og betur launuð en sú, að skrifa kvittanir. Þá segir greinarhöfundur einnig, að ég hafi haft vænan bitling hjá Iðnrekendasambandi íslands. Um þessa fullyrðingu er ekki einu sinni hægt að segja, þó maður væri allur af vilja gerður, að sannleikanum væri hagrætt, því hér er um beinan uppspuna að ræða, sem hvergi á sér stoð í veruleikanum. Ég hef aldrei, hvorki þennan vetur né á öðrum tíma unnið hjá eða á vegum Iðnrekenda- sambands íslands. Vil ég því til sönn- unar birta hér yfirlýsingu frá skrif- stofustjóra félags íslenzkra iðnrek- enda, Pétri Sæmundsen, viðskipta- fræðingi. Vegna ummæla í dagblaðinu Tím- inn 17. jan. s.l. vottast það hér með, að Halldór Þ. Jónsson hefur aldrei unnið hjá iðnrekendafélaginu. Pétur Sæmundsen (sign.) Þannig fór þá með sönnunina þá. Hin „dæmisgerða figúra bitlinga- snápanna, er dafna og blómgast í spillingarstíu Reykjavíkuríhaldsins", hafði ekki nema einn starfa þennan umrædda vetur og þann sama starfa hafði einnig ritstjóri æskulýðssíðu Tímans, svo ólíklegt er, að hann vilji kalla það bitling. Hinir bitlingarnir, sem ritstjórinn taldi mig hafa haft, voru uppfundnir í heila ritstjórans sjálfs og áttu sér enga stoð í veru- leikanum fremur en svo margt ann- að, sem til verður í þeim heila. Það eina, sem greinarhöfundur hefur haft upp úr þessum skrifum sínum er það, að hann hefur orðið ber að ósann- indum og það sem verra er, að þau ósannindi eru alls ekki sprottin af misskilningi, heldur eru þau vísvit- andi fram sett. — Hann þekkir það vel til minna haga að hann veit, að fullyrðingar hans eru alls ekki sannleikanum samkvæmar. Hins vegar ætti þetta að geta orð- ið mönnum alvarlegt umhugsunar- efni. Það er sannarlega uggvænlegt, að æskulýðssamtök næst stærstæ stjórnmálaflokks þjóðarinnar skuli velja menn til að koma fram fyrir sína hönd í aðalmálgagni flokksins, sem ekki víla það fyrir sér að fara vísvitandi með ósannindi um and- stæðinga sína. Það sýnir, að slík sam- tök eru vissulega ekki vænleg til að berjast fyrir heilbrigðari stjórnar- háttum og vera málsvari íslenzkrar æsku í baráttunni fyrir hagsmuna- málum hennar. Annars er það undarlegt, að menn eins og ritstjóri Vettvangsins í Tím- anum, skuli leyfa sér að tala um bitlinga og nauðsyn þess að hreinsa til við bitlingajötuna. Kg hygg nefnilega, að nefndur Sveinn hefði getað fundið betri dæm- isgerða fígúru bitlingasnápa en rit* stjóra Heimdallar og hefði áreiðan- lega getað talið upp fleiri en þrjá bitlinga hjá þeirri fígúru, án þess að ljúga nokkru. En raunar skil ég vel, hvers vegna hann skrifar ekki um þá fígúru, því ég veit, að maðurinn er af hjarta lítillátur og ekkert er hon- um fjær en að ota sjálfum sér fram. Annars er það um þennan ágæta ritstjóra að segja, að hann er hrein- asti vinnuþjarkur. S.l. sumar vann hann t. d. svo að segja allan sólar- hringinn. Mönnum er hreint óskiljan- legt, hvenær hann svaf. Jafnframt því að vinna í fjármálaráðuneytinu hjá Eysteini (Hann lét tilleiðast, sennilega vegna umhyggju fyrir hag þjóðfélagsins, að taka við umfangs- miklum störfum þar!!) vanii hann alla nóttina, til klukkan átta á morgnana, sem vaktmaður. En út af þessum umræðum um bitlinga væri vissulega gaman að því að gera samanburð á því, hverjir gangi lengra í því að veita stuðnings- mönnum sínum bitlinga, Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn. Er^^fu^ til að taka þátt í þeim samanburði, enda sjálfsagður, þar eð ég er, að sögn Tímans, dæmigerð fígúra bitlingasnápa Sjálfstæðis- flokksins. Vona ég, að Sveinn Skorri sé að sínu leyti fús til þess saman- burðar, og vil ég í því trausti skora á hann að birta á næsta Vettvangi æskunnar í Tímanum lista yfir öll þau störf, er hann hefur þegið laun fyrir s.l. 3—4 ár, og vildi ég þá sér- staklega mælast til þess, að hann

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.