Heimdallur - 20.01.1954, Side 6

Heimdallur - 20.01.1954, Side 6
6 HEIMDALLUR allsráðandi yfirvöld — réttlaus ein- staklingur. Stundum ber þó við, að þær fregn- ir berast, að við hafi verið höfð gagnrýni um þetta eða hitt. Athyglis- vert er það, að aldrei eru það þegn- arnir, sem gagnrýna valdhafana heldur gagnrýna valdhafarnir þegn- ana, t. d. fyrir að sýna ekki næg af- köst o. s. frv. Hér cru það húsbænd- uniir, sem reka á eftir líjúunum, þeirra er að drottna — hinna að hlýða í auðmýkt. Af þessum fáu atriðum, sem hér hafa verið fram flutt verður aðeins ein ályktun dregin — sú, að komm- únisminn sé afturhald — svo sót- svart og stcinrunnið að gersamlcga er framandi. Vilja menn nú láta hafa sig til þess að rífa niður allt það, sem byggt hefur verið upp s. 1. 150 ár, oft með ærnu erfiði og mikilli baráttu hinna beztu manna? A að snúa hjóli þróunarinnar til baka, úr því að það hefur ekki snúizt nægi- lega hratt fram á við? Þarfadýr kommúnismans stunda meðal vor rógburð og illmæli, ef ekki bein skemmdarverk. Kommúnistar gera sér ljóst, að frelsinu fylgja viss- ir annmarkar, svo sem áður er bent á. Þeir eggja til hagsmunastríðs og eigingirni. Þeir nota áhrif sín í verkalýðshreyfingunni til skemmd- arstarfa og verkfallsréttinn til að koma á glundroða. Þeir safna að sér grjótföntum og ofbeldismönnum. Hver hefur sitt hlutverk að vinna. Við þessa þokkaiðju njóta þeir vernd- ar þess.ríkis, sem þeir vilja steypa í glötun — þeir njóta umburðar- lyndis, jafnvei hylli þess fólks, sem þeir vilja hneppa í þrældóm. Þegar óánægjan og upplausnin er vakin þá er framtíðin þeirra Hér skiptir því þroski einstaklinga miklu, vera þarf á verði gegn hvers konar rógberum og skemmdarverka- mönnum. Kommúnisminn hefur aldrei sigrað í neinu landi nema með vopnuðu ofbeldi, þar sem stjórnar- far hefur verið í molum og fáfræði í öndvegi. Að þessu vilja þeir stefna, en gegn þessu verður að sporna. Þótt ýmislegt fari miður verða menn að gera sér ljóst, að vandamál þjóð- félags vors verða cigi leyst með því að gefast upp og hverfa til löngu Iiðinna tíma að skipulagi, sem reynt hefur vcrið og reynzt óviðunandi. Óánægjan má ekki leiða til uppgjaf- ar. Það er ekki venja að drepa menn; þótt veikir séu ■— reynt er að Jækna þá. Á sama hátt verður að meðhöndla þjóðfélagið. Mikla baráttu kostaði að öðlast frelsi. Frelsinu hljóta að fylgja ýmsir áður óþekktir annmarkar; þá verður <að sigra þannig aíð menn haldi frelsi sínu. Annars konar lausn verður aðeins til að tefja þróunina. Til þessa þarf vit og þekkingu. Allt- af stefnir í rétta átt hér á Vestur- löndum, þótt hægt fari, en mörg munu víxlsporin verða áður en á leiðarenda kemur. EINS og flestum er kunnugt, efndi Heimdallur til nokkurra kynnis og skemmtiferða út á land síðastliðið sumar. Var mikil þátttaka í ferðum þessum og tókust þær með afbrigð- um vel. Láta mun nærri, að um fimm hundruð manns hafi tekið þátt í ferð- um félagsins og ferðast hafi verið um 3000 km. Sú nýbreilni var tekin upp hjá félaginu síðastliðið vor, að stofna deild innan félagsins sem starfar sjálf stætt að ferðalögum. Þessi nýbreytni gafst mjög vel enda hefur sjaldan verið ferðast jafn mikið á vegum félagsins og síðastliðið sumar. Enn er komið að kosningum. A einum stað eru mörkin skýrúst, milli einræðisins og ofbeldisins, þeirra, sem trúa á þrælahaldið, rannsókn- arréttinn og gálgann annars vegar og hins vegar milli þeirra; sem trúa á lýðræði og mannréttindi og frelsi. Hinar síðarnefndu greinir á um margt. En sammála eru þeir um að vernda frumstæðustu réttindi mann- anna. Óhugnanlega margir fylgja hinum fyrr-nefnda flokki, en þar mun frekar um að kenna myrkri vanþekkingar en illmennsku. Með þessum fáu orðum hefur ver- ið reynt að vekja athygli á ótrúleg- um og óhugnanlegum staðreyndum. Jafnframt verður að hvetja menn til að gera sér rækilega grein fyrir vandamálum frelsisins, hversu það hófst og hversu því verður við hald- ið. Þessi atriði verður umfram allt að hafa í huga, þegar atkvæði eru greidd. Ef svo fer, mun naumast þurfa að kvíða framtíðinni. Fyrsta ferðin var farin um Hvíta- sunnuna til Vestmannaeyja. Þátt- takendur í þeirri ferð voru um 150. Var farið á bifreiðum austur í Þor- lákshöfn en þaðan á mótorbát til Vestmannaeyja. Var þessi ferð þátt- takendum mjög ánægjuleg. Hinar höfðinglegu móttökur eyjaskeggja voru mjög rómaðar. Sýndu þeir hópnum eyjuna, sáu hinum fjöl- menna hóp fyrir fæði og gistingu og héldu glæsilegt vormót. Næsta ferð var á héraðsmót ungra Sjálfstæðismanna í Rangárvalla- sýslu, sem haldið var að Hellu. Sú ferð var nokkuð fámenn en góð- Þórður S. Jónsson, íorm. Ferðadeideildar Sumaríeristlög Heimdullui

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.