Heimdallur - 20.01.1954, Page 7
HEIMDALLUR
7
menn og skemmtileg. Var farið úr
bænum á laugardag og gist í Múla-
koti og komið aftur í bæinn á sunnu-
dag.
Þriðja ferðin var á héraðsmót
ungra Sjálfstæðismanna í Arnes-
sýslu, sem haldið var í Hveragerði.
í þeirri ferð var tækifærið notað til
að skreppa austur að Sogsfossum og
skoðað hið stórkostlega raforkuver,
sem þá var verið að reisa. í þeirri
ferð hittum við félaga okkar frá
Vestmannaeyjum sem voru á
skemmtiferð um Suðurland. Urðu
þar fagnaðarfundir og deginum eitt
með skemmtilegum félögum.
Fjórða ferðin var fyrirhuguð aust-
ur í Vík í Mýrdal, en þar sem ekki
var hægt að hýsa hinn fjölmenna
hóp þar var haldið til í Skógarskóla
undir Eyjafjöllum og skemmtisam-
koma haldin að Skarðshlíð.
Næsta ferð var sú lengsta sem far-
in var á sumrinu. Var þá ráðist þ að
fara norður til Akureyrar og í þæinn
aftur á aðeins tæpum þrem dögum.
Var lagt af stað héðan frá Reykja-
vík á föstudagskvöld og ekið í ein-
um áfanga til Akureyrar með ein-
um af Skandiabifreiðum Landleiða
h. f. Daginn eftir var ekið út í Vagla-
skóg og að Goðafossi. Um kvöldið
hélt Vörðum, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akureyri skemmtisamkomu
að Hótel Norðurlandi. Seinni hluta
sunnudags var haldið í bæinn og
hingað var komið aðfaranótt mánu-
dags eftir erfiða en ógleymanlega
ferð.
Sjötta ferðin var farin austur að
Laugarvatni. Var gist þar í tjöldum.
Síðasta ferðin á sumrinu var far-
in á haustmót ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi, sem haldið var í
hinu glæsilega samkomuhúsi Sjálf-
stæðismanna á staðnum. A heimleið-
inni var ekið um Uxahryggi og Þing-
velli.
Sumarstarfsemi félagsins eykst nú
ár frá ári og eru hópferðir Heimdall-
Frá Vestmannaeyjaferð.
ar með afbrigðum vinsælar hjá félög-
unum, jafnframt því, sem þær auka
mjög kynningu og treysta samstarf
ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík
og öðrum landsfjórðungum.
Eins og áður er getið sá ferðadeild
Heimdallar um ferðalög félagsins 1
sumar. Félagslíf deildarinnár hefur
einnig verið með mjög miklum blómá
í vetur. Haldnir hafa verið margir
stjórnar og félagsfundir þar sem
ferðafélagarnir koma saman og end-
urnýja kunningsskapinn og rifja upp
ljúfar endurminningar frá liðnu
sumri og ræða um fyrirhugaðar ferð-
ir næsta sumar. Deildin hefur auk
þess haldið þrjár kvöldvökur og
nokkra dansleiki.
En umfram allt er það ósk stjórn-
ar ferðadeildarinnar, að félagarnir
standi saman um að gera þær ferð-
ir sem farnar verða á sumri komanda
og í framtíðinni, jafn glæsilegar og
ferðir þær, sem þegar hafa verið
farnar.
„RÁÐSTJÓRNARRÍKIN ERU
HIÐ EINA FÖÐURLAND“
„En því betur sem sósíalisminn
með framkvæmdinni í Sovétríkjun-
um sýnir yfirburði sína yfir hið
hrörnandi auðvald, því betur skilst
öllum verkalýð, að ráðstjórnarríkin
eru hið eina föðurland hans í veröld-
inni og sósíalisminn eina framtíð
hans og von.“
Verkalýðsblaðið 3. nóv. 1931. Úr grein-
inni „Tveir heimar“.
HEIMDELLINGAR! — Fjölmennið á
spilakvöld Heimdallar í Sjálfstæðis-
húsinu annað kvöld (fimmtudag). —
HEIMDALLUR
FYLGIRIT MORGUNBLAÐSINS
Ritstj. og ábyrgðarmaðúr
Halldór Þ. Jónsson
Prentsmiðja Morgunblaðsins