Heimdallur - 20.01.1954, Page 8
8
HEIMDALLUR
- VIRKJUN SOGSFOSSA -
írafossstöðin, sem tók til starfa í október.
A U S T U R við Sogsfossa gerðist í
októbermánuði s.l. einn þeirra at-
burða er markað hafa einna dýpst
spor í framfarasögu íslenzku þjóð-
arinnar. Hin nýja írafossvirkjun var
vígð og rafstraumi frá henni hleypt
á veitukerfi hennar. 31 þúsund kw.
aflstöð var tekin 1 notkun. Heildaar-
kostnaður við byggingu stöðvarinnar
varð 167 millj. kr. Með byggingu
þessarar stöðvar hafði tvöfaldazt sú
orka sem raforkuver Reykjavíkur
framleiða. Gert er ráð fyrir að þessi
orka nægi Reykjavík til 1957, en þá
ei' áformað að lokið verði virkjun
Efri-Sogsfossa. Þá mun Sogið full-
virkjað og orkuver þess framleiða 96
þús. kw. raforku.
Hin glæsilegu orkuver við Sog sem
nú framleiða 47000 kw raforku eru
ávöxtur rúmlega tveggja áratuga
þrotlausrar baráttu Sjálfstæðis-
flokksins og forráðamanna Reykja-
víkurbæjar.
Vegna þessa stórhugar og fram-
taks berst í dag ljós, ylur og orka
frá orkuverunum við Sog um suð-
vesturhluta landsins. — Irafossstöðin
gerir Áburðarverksmiðjunni og kleift
að hefja framleiðslu.
En það var við ramman reip að
draga. — Tillögur Sjálfstæðismanna
mættu harðri andstöðu á Alþingi, er
þær voru bornar fram 1931. Fram-
sóknarflokkurinn gerði þær að einni
af ástæðum sínum fyrir þingrofi og
nýjum kosningum og rök þeirra
skammsýnu manna voru að þessar
framkvæmdir stefndu hag landsins
í voða!!
Kommúnistar snerust einnig' gegn
byggingu írafossstöðvarinnar. Kleift
var að reisa stöðina vegna samvinnu
íslendinga við vestrænar þjóðir. j
samræmi við dagskipan Moskva-
Valdsins snerust kommúnistar hér
gegn framkvæmdunum, sem nú veita
yl, orku og aukna atvinnu inn á mik-
inn hluta landsins. Og á hverju ein-
asta þessara heimila mun þess verða
minnzt, að til voru menn, sem börð-
ust gegn þessum glæsilegu umbótum.
--------------
Ljósafossstöðin. Þaðan hafa Reykvíkingar fengið raforku frá 1937.