FLE fréttir - 01.01.1978, Page 2

FLE fréttir - 01.01.1978, Page 2
FÉLAGSSTARFIÐ VERK/fiKIPTING STJÖRNAR: A fyrsta stjörnarfundi hinnar nýkjörnu stjórnar skipti hun með sér verkum þannig: Ölafur Nilsson formaður, Valdimar Guðnason varaformaður, Þráinn S. Sigurjónsson ritari, Simon Hallsson gjaldkeri og Sveinn Jónsson meðstjórnandi. HADEGISFUNDIR: Hádegisfundir verða fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur nema í mars, en þá er hann annan miðvikudaginn í mánuðinum. Fundirnir verða að Þinghóli, Hotel Holti 1. febrúar, 8. mars, 5. apríl, 3. maí og 7. júní. Tveir fundir hafa verið haldnir á starfsárinu og voru bSðir vel sóttir. Hinn 7. desember flutti Jakob Sigurðsson, deildarstjóri tölvudeildar Flugleiða hf. erindi um notkun mikrofilmu, sem notaðar eru við tölvu- útskriftir í stað pappírs. Sýndi hann slíkar filmur og tæki til að lesa þær. Hinn 4. janúar s.l. flutti Sveinn Jónsson erindi um hinar nýju reglur sem heimila opnun innstæðureikninga í erlendum gjaldeyri við islenska banka sem hafa heimild til gjaldeyrisviðskipta og dreifði hann gögnum varðandi hinar nýju reglur. Næsti félagsfundur verður helgaður skattamálum. SKATTAHANDBOK: Stjórnin hefur hafið undirbúning að útgáfu skattahandbókar sem verður lausblaðamappa með helstu lögum og reglugerðum er varða skatt- lagningu og skattframtöl einstaklinga og félaga. Nánar tiltekið verður efni handbókarinnar skipt i eftirtalda megin flokka: Tekjuskattur og eignarskattur Tekjustofnar sveitarfélaga Launaskattur, atvinnutryggingar og sjúkratryggingagjald Iðnlánasjóðsgjald, iðnaðargjald og iðnaðarmálagjald Söluskattur Vörugjöld Aukatekjur rikissjóðs Nokkur fleiri atriði eru enn til athugunar í þessu sambandi, sem ekki er ástæða til að telja upp hér. Nú liggur fyrir sérprentuð heildarútgáfa laga um tekjuskatt og eignar- skatt og er ætlunin að hún verði í handbókinni. Ekki er hægt að segja um það nú hvenær handbókin verður til afgreiðslu en vonast er til að það geti orðið x febrúar n.k. FELAGSHEIWIILIÐ: Félagsheimilið á Hverfisgötu 106a verður opið á mánu- dögum kl. 17 - 19. Félagsmönnum skal bent á að meðal lesefnis, sem þar liggur frammi, eru eftirtalin tímarit sem félaginu berast reglulega: Tímarit lögfræðinga, Revision og regnskabsvæsen (danskt), Idébat (danskt), Revisjon og regnskab (norskt), Balans (sænskt), Certified Accountant (enskt), Accountancy (enskt), Journal of Accountancy (bandarískt), International Journal of Government Auditing (bandarískt) Félagsmenn eru hvattir til að líta inn. FLE FRÉTTIR PÓSTHÓLF 945 121 REYKJAVÍK

x

FLE fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.