FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 3

FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 3
SAMRÆMING B0KHALD6LYKLA OG ARSREIKNINGA Mikill áhugi virðist nú rikjandi meðal ýmissa hagsmunasamtaka fyrir samræmingu bókhaldslykla og ársreikninga. FLE er kunnugt um að eftirtaldir aðilar hafa nýverið gefið út handbækur um þetta efni: FELAG ISLENSKRA STORKAUPMANNA: Bókhaldslykill ásamt skýringu, útg. í nóvember 1977. KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS: Bókhaldshandbók fyrir smásöluverslanir, útg. í febrúar 1977. SAMBAND ALMENNRA LIFEYRISSJOÐA: Samræmdur ársreikningur og bókhalds- lykill, útg. í janúar 1977. SAMBAND ISLENSKRA SVEITARFELAGA: Bókhaldslykill sveitarfélaga ásamt færsluleiðbeiningum og formi ársreiknings, útg. í nóvember 1977. Þeim félagsmönnum, sem kynnu að hafa áhuga á að afla sér þessara handbóka, skal bent á að snúa sér til framangreindra aðila. I STUTTU MALI NORRÆNA ENDURSKOÐUNARNEFNDIN: Gunnar Sigurðsson sat fund í norrænu endurskoðunarnefndinni sem fram fór í Stokkhólmi 12. og 13. desember s.l. Nánar verður sagt frá fundinum í næsta blaði. UEC: VIII ráðstefna UEC fer fram í Dublin á Islandi dagana 18. til 22. september 1978. Félaginu hafa borist frekari upplýsingar um ráðstefnuna sem því miður nægja ekki öllum félagsmönnum, en þeim sem áhuga hafa á ráðstefnunni er bent é að snúa sér til stjórnarinnar. Einnig munu upp- lýsingar liggja frammi í félagsheimilinu. NEMAR I ENDURSKOÐUN: Verkleg próf fyrir nema í endurskoðun voru haldin í desember. Próf tóku 40 nemar. Þá voru í desember einnig haldin svo- nefnd bókleg próf. Var prófað í þrem greinum nú, en fjórar verða á dag- skrá næsta haust. Alls eru, samkvæmt upplýsingum prófnefndar, 18 nemar innritaðir til prófs, en hluti þeirra tekur ekki öll prófin, Niðurstöður þessara prófa liggja ekki fyrir. 12 nemar eru á fjórða ári í viðskiptadeild Háskólans með endurskoðun sem kjörsvið. Þar að auki hafa þrír lokið prófi og einn mun væntanlega ljúka prðfi nú í janúar. FRUMVARP TIL HLUTAFELAGALAGA: Nefnd á vegum félagsins vinnur nú að athugun frumvarps til laga um hlutafélög. Ætlunin er að félagið sendi breytingar- tillögur og athugasemdir til Alþingis innan txðar. Að sögn formanns fjárhags- og viðskiptanefndar efrideildar Alþingis hefur nefndin haldið marga fundi um frumvarpið og m.a. kannað þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið. Verður nú tekið til við að semja breytingartillögur og er ætlað að frumvarpið með nokkrum breytingum geti orðið að lögum i vetur.

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.