Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Blaðsíða 97
87
Hækkun þessi á útgjöldum til kaupa á vörum og þjónustu reyndist vera 3.392%
og hækkaði því verðlagsuppbót á laun og aðrar greiðslur, sem fylgja vísitölu,
úr 15.25% í 19.16% frá 1. desember 1967. Samkvamnt ákvæði í 1. gr. fyrrnefndra
laga skal þessi verðlagsuppbót greidd, þar til annað hefur verið ákveðið með
samningum stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda. - í sömu lögum var ákveðin
niðurfelling laga nr. 63/1964, um verðtryggingu launa, en í 1. gr. þeirra var
tekið fram, að ákvæði laganna um greiðslu verðlagsuppbótar skyldu gilda,
"þar til annað hefur verið ákveðið með samningum stéttarfélaga og samtaka
vinnuveitenda." Snemma á þessu ári hófust samningsumleitanir milli samtaka
vinnuveitenda og 18 manna samninganefndar Alþýðusambands íslands, sem bar
fram þá kröfu, að greidd yrði full verðlagsuppbót á laun vegna verðhækkana
eftir 1. nóvember 1967. Samkomulag náðist ekki og kom til vinnustöðvunar
4. marz. Stóð hún fram að 19. marz og tók undir lokin til tæplega 60 verka-
lýðsfélaga með rúmlega 20.000 félagsmönnum.
Samkvæmt samkomulagi því, er batt endi á vinnustöðvun þessa, skal greiða
verðlagsuppbót á laun sem hér segir:
Grunnlaun ásamt 19.16% verðlagsuppbót skulu við gildistöku samningsins mynda
ný grunnlaun, sem verðlagsuppbót greiðist á samkvæmt ákvæðum hans.
(Or Hagtíðindum bls. 198, 1967 og bls. 50, 1968)
Verðlagsuppbót skv. 1. nr. 70/1967 19.16% frá 1/12 1967 - 18/3 1968.
Verðlagsuppbót skv. kjarasamningum 18/3 1968:
I. Mánaðarlaun allt að kr. 10.000.oo
Vikulaun allt að kr. 2.307.69
Tímakaup allt að kr. 52.45
(miðað við 44 klst. vinnuviku) Alag: 3.oo% frá 19/3 til 31/5 1968
4.38% - 1/6 - 31/8 -
5.79% - 1/9 - 30/11 -
II. Mánaðarkaup hærra en kr. 10.000.oo
en lægra en kr. 16.000.oo
(og samsvarandi viku- og tímakaup) Álag: Sama verðlagsuppbót í
krónutölu og greidd er
á I.
III. Mánaðarlaun kr. 16.000.oo
- 17.000.oo