Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Blaðsíða 104
94
voru sett 19. nóvember 1970. Þessi lög runnu að vísu út um síðustu ára-
mót, en síðan hefur í sama skyni verið beitt ákvæðum laga nr. 54 frá 14.
júní 1960, og hefur því þurft að sækja um leyfi verðlagsyfirvalda til
allra gjaldskrárbreytinga, en sú leið hefur reynzt torsótt svo sem að
líkum lætur. Við þessar aðstæður hefur smám saman sorfið að þeim fyrir-
tækjum borgarinnar, er til þessa hafa með eigin tekjum samkvæmt gjaldskrá
staðið undir rekstri og stofnkostnaði. Lánsfjárþörf þessara fyrirtækja
eykst nú hröðum skrefum svo að til vandræða horfir, ef viðhorf stjórn-
valda til verðlagningar breytist ekki. Þá er ljóst, að ört vaxa framlög
borgarsjóðs til þeirra fyrirtækja, sem á undanförnum árum hafa ekki haft
tök á að afla nægra tekna samkvæmt gjaldskrá. Verður nú vikið stuttlega
að einstökum fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar:
Rafmagnsveita:
Samkvæmt 13. grein gildandi gjaldskrár Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, er heimilt að breyta gjaldskránni til
samræmis við verðbreytingar samkvæmt hlutfallsgrund-
velli, er fæst úr síðasta ársreikningi Rafmagnsveit-
unnar, enda sé grundvöllurinn lagður fyrir stjórn veitu-
stofnana1^ borgarinnar til staðfestingar. Ef fyrirhuguð
gjaldskrárhækkun nemur meiru en 20% skal leita staðfest-
ingar ráðherra.
Áðurnefndur hlutfallsgrundvöllur skiptist í kostnað
Rafmagnsveitunnar vegna orkukaupa, efniskaupa, launa-
greiðslna og vélareksturs.
Síðan á miðju ári 1970 hefur reksturskostnaður Rafmagns-
veitu Reykjavíkur vaxið um rösklega 50%, en verðlags-
yfirvöld hafa á sama tíma leyít tæplega 25% hækkun saman-
lagt. - Tekjur Rafmagnsveitunnar af orkusölu eru áætlaðar
um 700 m.kr. en heildartekjur verða um 775 m.kr. á þessu
ári, að óbreyttri gjaldskrá. Heildarútgjöld verða um
990 m.kr. og má því búast við greiðsluhalla að fjárhæð
215 m.kr.
1)
Sameiginleg stjórnarnefnd Vatnsveitu, Rafmagnsveitu
og Hitaveitu.