Súgandi - 01.01.2014, Side 2

Súgandi - 01.01.2014, Side 2
2 SÚGANDI 2014 Ný stjórn tók við í Súgfirðinga- félaginu í vor og hana skipa Friðbert Pálsson gjaldkeri, Kristján Pálsson briddsari, Elsa Eðvarðsdóttir ritstjóri, Alda Karlsdóttir meðstjórnandi, Eydís Aðalbjörnsdóttir ritari, Gyða Halldórsdóttir varaformaður og Eyþór Eðvarðsson formaður. Súgfirðingafélagið er nú á 64. aldursári. Blómlegt starf er sem fyrr og framundan ekkert annað en góðir tímar. Það er eðli átt- hagafélaga að félagsmenn eru á öllum aldri og margir á hinum efri árum. Félagsstarfið verður því að vera á breiðum grunni og ná til sem flestra. Einnig er mikilvægt að huga að því að ná inn unga fólkinu og halda því. Farið var af stað með nýjar uppákomur og má m.a. nefna myndakvöldin síðasta vetur sem tókust afar vel. En Sturla Eðvarðsson fór yfir fjölmargar gamlar ljósmyndir og sagði frá þeim. Viðburðirnir voru vel sóttir og vitað er að áhugi er á að halda fleiri myndakvöld. Í öðrum átthagafélögum er þetta vinsælt efni. Í vetur var haldin spurninga- keppni í anda Pub Quiz sem tókst mjög vel. Atli Þorvalds- son sem er eiginmaður Hafdísar Halldórsdóttur, dóttir Halldórs Bernódussonar og Kristínar Gissurardóttur, hélt utan um keppnina og framhald verður á henni næsta vetur. Í fyrra kom fram hugmynd frá félagsmönnum um að halda golfmót og viðbrögðin við því voru vonum framar. Við fengum ókeypis aðgang að einum af bestu golfvöllum landsins við Laugarvatn hjá Guðmundi Sigmundssyni og félagarnir Guðmundur Hermannsson og Páll Bjarnason tóku að sér skipu- lagið. Það var vel mætt og að- gangseyrinn var notaður til að greiða niður af láninu okkar. Stefnt er að því að halda annað golfmót í sumar/haust og við náum vonandi að gera þetta að föstum viðburði í félaginu. Kristján Pálsson heldur vel utan um briddsið. Reglulega er spilað yfir veturinn og fjöldi fólks mætir. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og þó vissulega sé kapp í keppendum þá er félagsskapurinn og vináttan mikilvægari. Síðasta vetur var farið í stefnu- mótun um hlutverk Viðlagasjóðs og skoðað hvort ástæða væri til að breyta hlutverkinu. Ákveðið var að halda áfram því góða starfi sem sjóðurinn sinnir sem er að styðja við bakið á þeim sem lent hafa í erfiðleikum. Sjóðurinn er nær eingöngu fjármagnaður með Kirkjukaffinu sem stjórn Viðlagasjóðs sér um og er alltaf vel sótt. Úthlutanir úr sjóðnum eru trúnaðarmál og tilllögur um úthlutun þurfa að koma til stjór- nar Viðlagasjóðs sem síðan me- tur þær. Þorrablótið okkar tókst vel eins og fyrri ár og létt var yfir fólki og mikil stemmning. Skuldin á Súgfirðingasetrinu er á hraðri niðurleið þökk sé samtakamættinum í félaginu. Mikið verk hefur verið unnið í húsnæðinu en vinna þarf í nokkrum atriðum í kjallaranum og næsta vetur munu sjálfboðaliðar fara vestur. Íbúðin og húsið allt er í góðu standi og full ástæða til að minna félagsmenn á að panta tímanlega hjá Önnu Bjarna. Framundan er spennandi tími, sumarið og sólin. Njótum lífsins Súgfirðingar. Frá stjórn

x

Súgandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.