Súgandi - 01.01.2014, Blaðsíða 11

Súgandi - 01.01.2014, Blaðsíða 11
11 SÚGANDI 2014 Hverra manna ertu? Berglind Sveinbjörns- og Elínar- dóttir. Dóttir Sveinbjörns Jóns- sonar og Elínar Bergsdóttur. Fjölskylduhagir? Mjög góðir. Starf/Nám? Ég er í doktorsnámi i Atferlis- greiningu (Behavior Analysis) og starfa sem ”Program Specialist” i skóla fyrir börn greind med ein- hverfu. Hvar býrðu?  Ég bý í Boston, nánar tiltekið Allston. Helsta menningarsjokkið við að búa erlendis? Að koma aftur heim í frí. Helsti munur á Bandaríkja- mönnum og Íslendingum?   Ameríkanar eru mjög reglu- samir, það myndi t.d. ekki ganga ad segja “það reddast” hérna. Íslendingar eru sveigjanlegri. Aðalmunurinn er samt að Amerí- kanar hata lakkrís!!! Síðasta heimsókn þín til Suðureyrar? Sumarið 2009 minnir mig. Hver er þinn helsti áhrifa- valdur? Mamma og pabbi ólu mig upp þannig að þau hafa séð um að móta mig framan af - svo eru það systur, ömmur og afar, vinir, vinnufélagar, kennarar... Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Ég er með nokkur plön - eitt af þeim er að útskrifast...svo byrja öll hin plönin á: “eftir út- skrift...” Eitthvert lífsmottó? Veit nú ekki hvort þetta sé lífs- mottó en það hefur yfirleitt reynst mjög vel að fara eftir “just do it” mottóinu. Hver er þinn uppáhaldsstaður? Margir staðir. Hérna i USA er Newport, Rhode Island í miklu uppáhaldi. Heima finnst mér bara sá staður mjög góður sem ég get tjaldað og verið með skemmtilegu fólki. Ertu með einhverja skemmtilega sögu úr vinnunni/skólanum? Ég er mjög oft misskilin, t.d. þegar ég sagði fólki frá því að ég hefði unnið í „fish factory“ þegar ég var yngri þá misskildu mig margir og héldu að ég hefði unnið í „fist factory“. Svo var ég einu sinni að vinna með íslenskri stúlku sem missti eitt- hvað í gólfið og sagði á krútt- legri íslensku „obbossi“. Þetta var hins vegar ekki svo krúttlegt í Ameríkunni þar sem þau heyrðu bara „oh pussy!“ Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Reyni að velta mér ekki upp úr því sem ekki er hægt að breyta. Hver er draumurinn? Held ég sé bara að lifa drauminn minn. Ertu eitthvað á leiðinni að flytja aftur til Íslands? Ég byrja að plana eftir útskrift. SÚGFIRÐINGAR Í ÚTLÖNDUM Berglind Sveinbjörnsdóttir

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.