Súgandi - 01.01.2014, Blaðsíða 36

Súgandi - 01.01.2014, Blaðsíða 36
36 SÚGANDI 2014 Rífandi stemmning var á Þorra- blóti Súgfirðingafélagsins sem haldið var í Versölum 22. febrúar 2014. Ungir og gamlir hittust, vinir föðmuðust og árgangar tóku sig saman og rifjuðu upp liðna tíð. Á matseðlinum var eitthvað fyrir alla hjá meisturum þorramatsins Múlakaffi, bæði þorramatur, glóðarsteikt lamba- læri, nautapottréttur og saltkjöt með uppstúf. Formaður Súgfirðingafélagsins setti blótið og síðan tók veislu- stjóri kvöldsins, Tryggvi Rafns- son sonur Ástu Eyjólfsdóttur, við og stýrði veislunni af sinni ein- stöku snilld. Hæfileikaríkt fólk steig í pontu og skjallaði kynin. Minni karla flutti Soffía Guðmundsdóttir dóttir Sillu og Guðmundar Her- manssonar en um minni kvenna sá Björn Þór Jóhannsson sonur Hildar Guðbjörnsdóttur. Happdrætti var haldið en allur ágóðinn rann til Súgfirðinga- setursins. Um 30 stórglæsilegar vinningar voru í boði og það verður að segjast Súgfirðingum til hróss að það voru allir boðnir og búnir að leggja félaginu lið og gefa vinninga af góðum hug og velvilja. Sturla Gunnar Eðvarðsson var skipaður vísubotnadómari og valdi nokkra botna en fyrri- partana samdi sem fyrr Snorri Sturluson. Zumba dívurnar með Ingrid Kuhlman í broddi fylkingar stigu á svið og sýndu nokkra dansa við góðar undirtektir. Söngfuglarnir Stjáni og Geiri (Kristján Pálsson og Siggeir Siggeirsson) sáu um fjöldasönginn. Dansbandið hélt síðan uppi rífandi danssveiflu- stemmningu. Blótið sýndi að við Súgfirðingar erum ekki margir en við erum samheldinn, traustur hópur sem hefur gaman af því að njóta líf- sins í góðra vina hópi. Alltaf er Súgfirðingar hittast er mikið fjör og gaman. Árgangar eru hvattir til að taka sig saman fyrir næsta blótið og rifja upp gamlar minningar. Mikið fjör og gaman á Þorrablóti Súgfirðingafélagsins

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.