Súgandi - 01.01.2014, Page 30

Súgandi - 01.01.2014, Page 30
30 SÚGANDI 2014 af stað í verkefni var kominn niður í fjóra þegar við lögðum af stað. Menn hættu í verkefninu vegna ósætta við aðra í hópnum og ekki allir sáttir við hvernig verkefnið þróaðist. Menn lögðu mismikið á sig, sem olli pirringi. Undir lokin höfðu flestir sannað sig og mikið traust og virðing ríkti milli manna sem börðust saman í gegnum þrekraun, átök og hvergi var bugast þrátt fyrir umrót, hafsjó og óvæn- tar aðstæður. Þegar ég horfi til baka sér maður skýrt hverjir áttu eitthvað í þetta og ég ber mikla virðingu fyrir þeim harðjöxlum sem takast á við hvað sem er og gefast aldrei upp. Hefur þetta róðrarverkefni breytt þér að einhverju leyti? Já, það held ég. Allt viðmið um hvað er hægt og hverju ég get áorkað hefur breyst. Ég veit hvað ég get og það mun verða minna mál að taka að sér stærri verkefni í framtíðinni þótt ég sjái mig ekki fyrir mér í samskonar svaðilför og þessari aftur. Annars er erfitt að gera sér grein fyrir því þegar svona skammt er liðið frá heimkomu. Varstu sjóveikur? Ég var ekkert sjóveikur alla leiðina frá Noregi yfir Norðursjó og til Færeyja. En fyrsta daginn í vor þegar við lögðum af stað frá Færeyjum þá varð ég mjög slappur. Það lagaðist fljótt en ég var smá tíma að ná fullum krafti aftur. Var tíminn lengi að líða þegar þið voruð að róa? Það var að miklu að huga þegar við sátum undir árum. Ég var á vakt á móti Kjartani skipstjóra og þurfti því að vera vel vakandi fyrir allri umferð og stefnu, fylgjast með straumum og hraða. Hug- urinn verður að vera í lagi undir svona aðstæðum og maður má ekki leyfa sér að leiðast eða hugsa eitthvað neikvætt. Ég hugsaði mikið um að passa líkamann. Passa upp á öll núningssár, álagsmeiðsli og var mjög með- vitaður um líkamsbeitingu til að hámarka átak á árunum. Hvað er eftirminnilegast í róðrinum? Það sem stendur upp úr í þessari ferð er móttaka Færeyinga eftir erfiðan róður frá Orkneyjum. Í mikilli vosbúð og baráttu við strauma eftir að við misstum stýrið og kjölurinn var tekinn og settur sem stýri. Þá rérum við lífróður að Suðurey með sterkan straum suður með eyjunum. Það þurfti því að taka á því til að reka ekki niður fyrir eyjarnar og missa af Færeyjum. Með engan kjöl undir bátnum og harðan straum náðum við að róa í gegnum strauminn og halda stefnu með því að taka á öllu sem við áttum. Þrír undir árum í hörku átökum komumst við inn fjörðinn og það var ekkert eftir þegar þangað var komið. Eftir að við komum í land sögðu heimamenn sem þekkja strauminn vel að ef við hefðum verið klukkutíma síðar hefðum við ekki náð þessu. Hægur róður inn að Porkeri að kvöldi til með smá ljósglætu frá bænum og þoku niður hálfa hlíð gerði umhverfið dulmagnað með ólýsanlegri kyrrð. Á móti okkur kom kappróðrarbátur með færeyska fánann sem þeir létu okkur fá í þögulli auðmýkt. Þegar við liðum inn í höfnina voru allir bæjarbúar og nærsveitun- gar mættir. Í algeri þögn rérum við inn og vissum ekkert hverju við áttum von á. Þegar fyrsti áhafnarmeðlimurinn steig í land klöppuðu allir. Fólk óskaði okkur innilega til hamingju og allir fóru að spyrja af miklum áhuga um ferðina. Þegar búið var að ganga frá landsfestum og allir komnir í land stóð einn heimamaður upp á steini og hóf að syngja þjóðsöng Færeyinga og allir á höfninni tóku undir svo glumdi um allan fjörðinn. Eftir fámennið úti á sjó í allan þennan tíma og erfiðið sem því fylgdi þá bræddi

x

Súgandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.