Röst - 01.02.1944, Blaðsíða 10
10
R Ö S T
Barnaskóli Vestmannaeyja (vetrarskólinn)
hóf starf s!i':t í byrjun október.
Tveir nýir kennarar hafa verið settir við
skólann, þeir þorvaldur Sæmundsson og Sig
urþór Halldórsson. |)á hefir Helgi þorláks-
son, sem er skipaður kennari við barnaskól-
ann, fengið Sveinbjörn Einarsson til þess að
annast starf sitt þar í vetur að mestu leyti.
Forfalla og sjúkrakennari er í vetur frk. Ingi-
björg Gunnlaugsdóttir.
í barnaskólanum efu alls 470 börn 227 stúlk
ur og 243 drengir, og er börnunum skipt í 20
deildir.
Barnafjöldinn er með minnsta móti í ár.
Mun það að nokkru leyti stafa af því, að
barnafjölskyldur hafa flutzt úr bænum, en
meðal annars af hinu, að nokkur börn dvelja
uppi í sveit vetrarlangt, þótt þau eigi heim-
iii hér. Enn er þess að geta, að árgangar
hinna yngstu skólaskyldu barna eru fámenn-
ari en þeir, sem útskrifast hafa. þetta mun
þó breytast á næstu árum.
I aðventistaskólanum (S. D. A.) eru nú sam
tals 56 nemendur, þar af 14 á aldrinum 6—7
ára.
í síðasta bláði Rastar voru birt nöfn þeirra
nemenda, sem blaðinu var þá kunnugt um
að stunduðu nám utan Vm. Síðan hafa blað-
■inu borizt frétti'r um fjölmarga aðra og birt-
ir hér með nöfn þeirra, en áskilur sér þó
rétt til leiðréttinga, ef eitthvað kann að hafa
missagzt, því að fré tirnar eru víða aðfengn-
ar.
Menntaskólanum í Reykjavík:
Magnea Rósa Tómasdóttir.
í«lirrí'T • '
Verzlunarskólanum.
Björn Júiíusson.
Ásbjörn Björnsson.
Eiríkur Hjálmarsson.
Gagnfræðaskóia Reykjavíkur:
Högna Sigurðardóttir.
Samvinnuskólanum Reykjavík:
Oddgeir Pálsson.
Fiensborg:
Sæmundur Björnsson.
Húsmæðraskólanum ísafirði:
Elín J. Ágústsdóttir.
Jóna Hannesdóttir.
Stýrimannaskólanum, farmannadeikl:
Rafn Árnason. j
Stýrimannaskólanum, fiskimannadeild:
Einar Torfason.
Brynjólfur Guðlaugsson.
Skarphéðinn Helgason.
Véjstjóraskólanum:
Bra,gi Sigjónsson.
Bókbandsnám:
Leifur þorbjörnsson.
Kennaraskólanum:
Lilja Sveinsdóttir.
Landsspítalanum, hjúkrunarnám:
þórunn Kristjánsdóttir.
Karolína Waagfjörð.
Sigurlaug Johnson.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Landsspítalanum, Ijósmóðurfræðinám:
Lilj i Magnúsdóttir.
Tólg og klndalifur
nýkomin.
íshúsið