Röst - 01.02.1944, Blaðsíða 7
RÖST
7
Stcingrímur Benediktsson, kennari:
BAR N ALEIK VOLLUR
þegar Stakagerðistúnið var tekið til núver-
andi afnota, lét barnaverndarnefnd gera upp-
drátt af vellinum og voru á hann markaðnr
girðingar, skýli og þau leiktæki, sem nauðsyn-
legusí þóttu. En vegna mikilla fjárhagsörðug-
leika bæjarins var mjög lítið framkvæmt af
því, sem til var ætlast. Gjörbreyting hefir
sem betur fer, orðið á fjárhagsafkomu bæj-
arfélagsins, en á barnaleikvellinum hefir á-
þreifanlega sannast hið fornkveðna, að “lengi
býr að fyrstu gerð,“ og nú er eins og allir
hafi fallist á, að einmitt svona eigi ba.rnaleik-
'vellir að vera. því fer þó ákaflega fjarri að
svo sé.
Barnaleikvöllurinn á að verða sterkur og
góður þáttur í uppel'di barnanna okkar, en
það verður hann því aðeins, að honum' sé
mikili sómi sýndur. Ctbúnaður vallarins o§
eftirlit hans eru þau meginatriði, sem ég tel
mc-síú skipta, og vil ég nú ræða þau nokkru
nánar:
1. Útbúnaður vallarins er svo lélegur, að ef
hugsuharleysi veldur ekki mestu þar um,-
mætti halda, að börnin væru ekki sérstaklega
mikils inetin af okkur.
Giiðiug vallarins þarí, að minnsta kosti að
austan og norðan, að vera svo há og held
að hún veiti nokkurt skjól. Skýli er nauð-
Hin andlega fátækt, þekkingarleysið, er ein-
mitt það, sem þjóð okkar er lífsnauðsvn að
kveðið verði niður. Áuðæfin, sem nú ber-
ast svo ört að, væru tii einskis betur notuð,
en einmitt þess að leysa hin stóru verkefni,
Æem fyrir liggja í skólamálum og sem svo
lengi hafa beðið.
Ef íslen/ka þjóðin fær að bergja á brunn-
um menntanna, þarf hún engu að kvíða um
framtíð sína.
synlegt að hafa á vellinum til þess að börn-
ir. geti leitað sér afdreps fyrir regnskúrum.
Leiktækjum vallarins þarf að fjölga og þó
sérstaklega að auka fjölbreytni þeirra til mik-
illa muna, og ég held, að sú endurbót þyrfti
ekki að verða mjög kostnaðarsöm.
Væri t. d. ekki vel til fallið að setja eitf-
hvað af þeim bátum, sem hingað og þangað
fúna niður, á barnaleikvöllinn? þar ætti að
gefa drengjunum sjálfum kost á að bæta göt-
in og mála skipin, sem þeir fengju síðan að
stjórna. Ég held að þarna gæti verið þarfur
og skemmtilegur “sjómannaskóli,“ ef vel væri
á haldið.
Og mætti svo ekki á sama hátt gera stýris-
húsin vel nothæf fyrir “bæjarleiki“ og “búð-
arleiki“ barnanna. Væri ekki gaman að hafa
slíka húsaröð t. d. meðfram suðurgirðing—
ingunni? Húsin mætti leigja til ákveðins tíma
og með ákveðnum skilyrðum.
Lóð gæti fylgt, sem börnin girtu sjálf með
tréhælum og snæru’m, og ótal mörg verkefni
mundu skapast bæði utan húss og innan.
Skreytingu vallarins með blómum og öðr-
ur gróðri gætu börnin líka annast með að-
stoð góðra manna.
Eftirlit vallarins hefir verið eins gott og
frekast var hægt að vænta, því að ég held, að
allir eftirlltsmennirnir hafi gert sitt ýtrastæ
tii að leysa verkið vel af hendi, þrátt fyrir lít-
il laun og slæma aðstöðu á allan hátt.
það þarí þó að verða mikm betra í frarn—
tíðinni. það er e.dd nóg, að eftirlitsmaðurinnj
sé einskonar lögregla, sem skakkar léikinn, ef
börnin t erða ósátt, 'eða úthlufar leiktækjurnl
eftir því, sem þörf og kringumstæður leyfa.
Eftirlitsmaðurinn þarf fyrst og fremst að vera
leiðbeinandi barnanna í starfi og leikjuin,
enda munu eftirlitsmenn barnaleikvalla ann-
arsstaðar vera valdir ineð sérstöku tilliti til
þessa.
K. Q.