Lýðfrelsið - 28.02.1941, Side 1

Lýðfrelsið - 28.02.1941, Side 1
LTflFlELSIB ,m 1501 80 Útgefandi: Landssamband sjálfstæðisverkamanna og sjómanna 1. tbl. Reykjavík. — Föstudaginn 28. febr. 1941. 1. árg. SjÉllötólll ? Þú verkamaður eða verka- kona, þið hinir vinnandi menn, ykkar leiðir liggja ekki með ihaldinu eða Sjálfstæðisflokkn- um, því hann er flokkur at- vinnurekenda, heildsala og ann- ara slikra. Hve oft heyrast ekki slikar kenningar af vörum hinna útvöldu jafnaðarmanna? Hversu tið eru ekki slík um- mæli í blaði og ritum kommún- ista? Undanfarin ár og ekki síður nú, er slíkum áróðri haldið uppi. Af bróðurlegri umhyggju og líklega föðurlegri umhugsun sameinast þeir, sem tíðast deila, jafnaðarmenn og kommúnistar, um þetta eina. Vara verkalýðinn við þeirri hættu, að hrasa og verða þeim ógurlegu örlögum að bráð, sem því fylgja að að- hyllast Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir alla þessa viðleitni hinna einlægu verkalýðssinna til frelsunar verkamönnum og öðr- um vinnandi mönnum, er'það óhrekjanleg staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn á í dag meira fylgi að fagna en nokkur annar stjórnmálaflokkur meðal verka- manna. Sigrarnir í Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði og Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavik í fyrra og aftur nú í ár sanna þetta. En það, sem meira er vert, Sjálf- stæðisflokkurinn er ört vaxandi flokkur að verkamannafylgi, sem stjórnarkosningarnar í verkalýðsfélögunum á Stokks- eyri og Þingeyri og víðar tala sinu máli um. Hvernig má slíkt verða? Er verkalýðurinn svo afvega leidd- ur að hann fylgi böðlum sínum? Því hossar hann þeim, sem hann fótum troða? Slikar liljóta Hermann Guðmundsson. hugsanir þess manns að vera, sem í alvöru ieggur trúnað á róginn um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til verkamanna, en sér þau straumhvörf, sem eru að verða á skoðunum og afstöðu þeirra. Kenning er annað en reynsla, og í þessu tiifelli hefir það kom- ið berlega fram, að hinn gamli málsháttur „reynslan er jafnan ólýgnust“ á sér stoð i veruleik- anum. Stéttarfélögin eru hið ómet- aniega og raunhæfasta tæki í hagsmunabaráttu verkalýðsins. Þeirra hlutverk er að tengja saman hina vinnandi menn og konur, skapa þeim það vald, er eining veitir, svo tryggður sé réttur þeirra í þjóðfélaginu, sem lægst eru settir, en í flestum til- fellum bera hita og þunga dags- ins. Verkalýðsfélögin, að minnsta kosti flest þau stærri, eru stofnuð laust eftir aldamótin síðustu. Þau eru því búinn að starfa um 30 til 40 ára skeið, þess vegna væri full ástæða til & *•» .«.■ ..' Avarp. Lömuð stéttarfélög og sundraður verkalýður er það ástand, sem í dag einkennir stóran hluta verklýðssamtak- anna. Eining um grundvöllinn að aukinni velferð hinna vinnandi manna, er að mestu horfin. Verkamenn, sjómenn og verkakonur sjá þá staðreynd verða Ijósari með hverjum deginum, sem líður, að samtök þeirra eru að sligast undan þunga þess ófremdarástands, sem óstjórn sósíalista hefur skapað. Það er því eigi óeðlilegt, þótt athygli þess stóra hluta verkamanna, sem vill stéttarfélögin höggvin úr viðjum veik- leikans, beinist nú til þess hóps manna, sem fastast og af mestum krafti berjast gegn spillingarf jötrum þeim, er stjórn- leysi sósíalista hefur hneppt þau í. Því eru vonir allra sannra unnenda heilbrigðra stéttarsamtaka bundnar við starf s jálfstæðisverkamanna. Baráttusaga sjálfstæðisverkamanna er ekki auðug að ár- um, en hún er þeim mun ríkari að viðburðum. Yfir þeirri sögu Ijómar geisli þeirrar blessunar, sem þeim einum hlotn- ast, er starfa í vitundinni um góðan málstað. Gegn sundrung með einingu, móti kúgun með frelsi, er kjörorð það, sein sjálfstæðisverkamenn hafa valið sér í hinni einlægu viðleitni sinni til viðreisnar verkalýðsfélögunum. Blað þetta, sem hér hefur göngu sína, mun starfa sam- kvæmt þeim kjörorðum, þeirri stefnu, sem fram að þessu og vonandi um alla framtíð, mun móta baráttu sjálfstæðis- verkamanna. Með útgáfu þess er þeim áfanga náð, sem all- ir sannir verkalýðssinnar geta glaðst yfir. Með „Lýðfrelsinu“ hyggst stjórn Landssambands sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna að leggja vopn í hendur þeim, sem vilja ráiðast gegn höfuðfjanda verkalýðsins: sundrunginn i. Blaðið mun verða boðberi frelsis, jafn- réttis og lýðræðis, og flytja raddir þeirra, er vilja öflug og óháð stéttarfélög og sameinaðan verkalýð. Reykjavík, 28. febr. 19bl. STJÓRN LANDSSAMRANDS SJÁLFSTÆÐISVERKAMANNA OG SJÓMANNA. Hermann Guðmundsson, Ólafur J. Ólafsson, forseti. ritari. Ingvi Jónsson. Sigurður Þórðarson. Axel Guðmundsson. að ætla, að stéttarsamtökin stæðu nú á föstum grundvelli, sterk og öflug og biðu öllum erfiðleikum og hættum byrginn. En er svo í veruleikanum? Nei, því miður. Launadeilur þæi’, sem átt hafa sér stað nú um ára- mótin, ásamt þeirri útkomu, sem orðið liefir hjá mörgum stéttarfélögum í þeim deilum, og þá ekki sízt hverja útreið fé- lag starfstúlkna á veitingahús- um hefir ldotið í sinnideilu,hafa fært mönnum heim sannindi þess, hversu mjög samtökin eru veik, þrátt fyrir háan aldur sinn. Þær gefa glögga mynd af hrörn- andi félagslífi og þeirri niður- lægingu, sem verkalýðssamtök- in virðast vera að komast í. Frh. á 4. síðu.

x

Lýðfrelsið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýðfrelsið
https://timarit.is/publication/1818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.