Lýðfrelsið - 28.02.1941, Side 2

Lýðfrelsið - 28.02.1941, Side 2
LÝÐFRELSIÐ Vaxandi samtök - Vaxandi störf - Stofnþing Sambands sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna var haldið i Reykjavík dagana 9. og 10. júní 1940 og er því enn ekki órsgamalt. Stofnun sambandsins var brýn nauðsyn fyrir málfundafé- lög sjálfstæðisverkamanna og sjómanna. Með því skópu þeir órjúfandi heild þeirra manna, er drengilegast vildu berjast gegn því ófremdar ástandi, er ríkti, innan verkalýðssamtakanna, og skapa fullkomið jafnrétti og lýðræði innan þeirra. Þær von- ir, sem málfundafélög sjálf- stæðisverkamanna og sjó- manna, tengdu við sambandið hafa ekki brugðizt. Á hinum stutta tíma frá stofnun þess, hefir það sýnt mikið og ótrautt starf í frelsis- baráttu verkamannanna og komið í veg fyrir, með beinum og óbeinum óhrifum, að verka- mennimir og sjómennirnir væru niðurlægðir svo mjög, innan sinna eigin samtaka, sem forustu-sveit Alþýðuflokksins óskaði. Tíminn mun leiða í ljós, að framtíðarstarf sambandsins fer vaxandi og mun af þvi hljót- ast mikið gagn, alþjóðar. Enda munu allir beztu menn í alþýðustétt, til lands og sjávar, einnig þeir, sem enn standa ut- an sambandsins, fylkja sér und- ir merki þess og ganga gunn- reifir og sigurvissir til orustu móti hverskonar spillingu og rangindum. Tilgangi sambandsins er lýst í 2. gr. sambandslaganna. Þar segir svo: „Tilgangur sambandsins er að vinna að framgangi þeirra mála, sem miða til hagsmuna og menningarbóta verkamönn- um og sjómönnum, einkum ber að efla, styrkja og útbreiða sam- tök sjálfstæðisverkamanna og vinna að því að koma á full- komnu lýðræði og jafnrétti innan verkalýðssamtakanna." Auk þess var strax á stofn- þingi sambandsins samþykktar tillögur í verkalýðsmálum og at- vinnumiálum, sem marka nánar stefnu sambandsins í einstökum átriðum. Voru þessar tillögur birtar í helztu dagblöðum Rvik- ur á sínum tíma og því mörgum kunnar. Því verða þær ekki teknar upp hér að svo stöddu, en verða seinna birtar í blaðinu, eða gefið glöggt yfirlit yfir þær, eftir þvi sem ástæða þykir til. Sambandsstjórninni varð r.nemma Ijós, að nauðsyn krafði r r * Verkamannafél. Dagsbrún og Reykjavíkurbær hafa gert með sér samning „um kaup og kjör verkamanna er timakaup taka“. Þetta er í fyrsta skipti, sem Dagbrún og bærinn gera með sér slíkan samning. Samningur- inn var undirritaður af Bjarna Benediktssyni, borgarstjóra, fyrir hönd bæjarins og stjórn Dagsbrúnar þ. 12. febr. s. 1. Samningur þessi er mikið til samhljóða samningi Dagsbrún- ar við Vinnveitendafél. íslands, sem undirritaður var þ. 9. jan. s. 1. Nokkur nýmæli eru í samn- ingnum, sem ekki eru í samn- ingum við aðra aðilja. Verkamenn fá sumarfri með fullu kaupi samkvæmt eftirfar- andi reglum: Verkamenn fá sumarfri fyrir 8—15 vikna vinnu 2 daga. 16—25 — — 3 — 26—35 — — 4 — 36—45 — — 5 — 46—52 — — 6 — Um flutning verkamanna til og frá vinnustað eru eftirfar- andi ákvæði: Þegar unnið er utanbæjar skal flytja verkamenn á vinnu- stað og til baka. Fer flutningur að vinnustað fram í vinnutíma, en flutningur frá vinnustað ut- an vinnutíma. Um vinnutíma er eftirfarandi í samningnum: „Raunverulegar vinnustundir skulu ekki vera fleiri en 9 á <legi hverjum, nema að unnin sé eftirvinna, þó telzt ekki eft- irvinna yfir sumarmánuðina þó byrjað sé (kl.) 6)4 f.h. og liætt að sambandið hefði málgagn, sem tengdi meir saman mál- fundafélögin, víðsvegar um landið. Því hefir hún ráðizt í að gefa út blað, sem verður boð- beri þeirrar stefnu, er sjálfstæð- isverkamenn hafa tileinkað sér. Með þessu er í milcið ráðizt, en sambandsstjórnin treystir því, að sjálfstæðisverkamenn og sjó- menn, velunnarar þeirra og alls verkalýðs, bregðizt vel við, og veiti blaðinu stuðning, með þvi að kaupa blaðið, senda því greinar og fréttir og með því að vinna að útbreiðzlu þess eftir bvi sem ástæður leyfa. Nafn blaðsins, „Lýðræðið“, er tákn þeirra hugsjónar er blaðið vill helga sér og þeirrar stefnu er það mun túlka. þeim mun fyr á laugardögum, svo framarlega sem samanlagð- ur fjöldi raunverulegra vinnu- stunda ekki fer fram úr 54 klst. á viku. í samninginn eru tekin sömu ákvæði og eru í samningnum við Vinnuveitendafél. Islands um, að ef verkamaður slasast vegna vinnu, skal hann halda óskertu kaupi eigi skemur en 6 virka daga. Vinnuveitandi kostar flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkraliúss, ef læknir telur slíkt nauðsynlet. Samningurinn gildir frá und- irskriftardegi til 1. febr. 1942. Sé honum ekki sagt upp fyrir 1. nóv., framlengist hann um eitt ár í senn. Ennfremur hefir Verka- mannafél. Dagsbrún gert samn- inga við Almenna byggingarfé- lagið h.f. og Sigurð Thoroddsen, verkfræðing, varðandi kaup og kjör verkamanna, sem lijá þeim vinna. Er í báðum samningunum skuldbinding um að fylgja í öllu samningi þeim milli Verka- mannafélagsins Dagsbrún og Vinnuveitendafélags Islands, sem Undirritaður var 9. jan. s. 1., að viðbættri 1. gr. er hljóðar svo: Vinnutími verkamanns telst frá því hann kemur á vinnustað þar til bann hættir vinnu, að frádregnum matartíma. Þetta gildir þegar unnið er innanbæj- ar. Þegar unnið er utanbæjar skal flytja vei'kamenn ókeypis frá miðbænum að vinnustað og til baka. Fer flutningur að vinnustað fram í vinnutíma, en flutningur frá vinnustað utan vinutíma. Þessir samningar voru undir- ritaðir 14. febr. s. 1. Alfred Guðmundsson. Til lesendanna „Lýðfrelsið“ mun túlka mál- stað frelsis og bræðralags. — Það er þinn málstaður. — Því sendum við þér blaðið og vænt- um þess, að þú verðir kaupandi þess, og styðjir á þann hátt, þann málstað, sem þér er kærastur. Ef þú annt þínum málstað, villt styi’kja liann og endursendir ekki blaðið, lítum við á þig, sem fastan áskrifanda að blaðinu. „Lýðfrelsið“ kemur út einu sinni í viku. Því fylgir rit, sem kemur út annan hvern mánuð, tvö stærri hefti og fjögur minni. Fylgiritið mun innihalda ýmsan fróðleik, sem gagnlegur er hverjum manni og nauðsyn er á, að geyma og leita til við ýms tækifæri. Það verður ómissandi á hverju heimili. — Áskrifendur blaðsins fá fylgiritið endur- gjaldslaust, með því verður „Lýðfrelsið“ ódýrasta vikublað- ið á landinu, en gefur þó beztar upplýsingar og mestan fróðleik. — Fyrsta fylgiritið mun koma út 1. maí n. k. „Lýðfrelsið“ kemur út einu sinni í viku. Áskriftargjald á mánuði er kr. 1.50. Fylgirit kemur með blaðinu annan hvern mánuð. Það fá fastir áskrifendur endurgjalds- laust. 1 ársfjórðungur fellur í gjald- daga í einu. I. ársfjórðungurinn fellur í gjalddaga á þessu ári: 1. marz, annars 1. janúar. I II. ársfjórðungi er gjald- daginn 1. apríl. I III. ársfjórðungi er gjald- daginn 1. júlí. I IV. ársfjórðungi er gjald- daginn 1. október. Þeir, sem óska sérstaklega að greiða gjaldið mánaðarlega geta fengið það. [DA6S9R6NI Tii .KYraiim rj- mmr Kaup Dagsbrúnarverkanianna verður í marz 1941, á kl.st. sem hér segir: Dagkaup........................Kr. 2,15 Eftirvinnukaup................— 3,18 Helgidagakaup.................— 4,00 Næturvinnukaup, sé hún ieyfð . . — 4,00 Stjópnin.

x

Lýðfrelsið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýðfrelsið
https://timarit.is/publication/1818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.