Lýðfrelsið - 28.02.1941, Blaðsíða 3
LÝÐFRELSIÐ
Alþýðusambandið
opinberar fávisku sína!
VÖRPUGARN
LÍNUGARN
BINDIGARN
Ennfremur
BOTNVÖRPUR
fyrir togara og vélbáta
jafnan fyrirliggjandi.
Siglið á miðin með veiðarfæri
f r á
H.f. Hampiðjan
Reykjavík
Símar: 4390— 4536
Símnefni: Hampiðja.
SÍMI 5605. SÍMI 5605.
Nýja Fornsalan
AÐALSTRÆTI 4.
Stærsta og fjölbreyttasta fornsala iandsins. —
Kaupir og selur allskonar húsgögn ný og notuð.
Karlmannafatnað og margt fleira.
Sækjum og sendum. — Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Sfmi 5605.
NYJA FORNSALAN
Aðalstræti 4. - Sími 5605.
Deila sú, sem Sjöfn, félag
stúlkna, sem vinna á veitinga-
stöðum, hefir staðið í, undan-
farið, við Vinnuveitendafélag
slands, er að mörgu leyti merki-
leg og táknræn um það hæfi-
leikaleysi sem einkennir AI-
þýðuflokksmenn í kaupdeilum.
— Það er í sjálfu sér alveg aug-
ljóst mál, að stúlkurnar hafa
haft fullaástæðu til að fara fram
á og fá kjarabætur í samræmi
við annað starfsfólk á landinu.
Hitt er jafn víst, að ef þær sjálf-
ar, eða menn fyrir þeirra hönd,
sem hefðu lægni og lipurð til að
annast samninga, hefðu farið
með samningaumleitanir, þá
hefði aldrei komið fyrir það
öngþveiti, sem nú ríkir í þeirra
málum. Meginstyrkur þeiri’a,
sem standa í deilu, er að vita
hvað þeir eru sterkir, því eftir
því verða þeir að hegða sér. Nú
er það alveg upplýst, að Alþýðu-
samhandsstjórnin sem tók að
sér að fara með samninga f. h.
stúlknanna, hafði ekki hug-
mynd um styrkleika Sjafnar né
Alþýðusambandsins. Því teymir
það stúlkumar út í baráttu um
það, sem vonlaust er að niá. Síð-
an skipar það þjónum og hljóm-
sveitarmönnum að gera samúð-
arverkfall, fyrirvaralaust. Sam-
úðarverkfallið er kært. Og Fé-
lagsdómur dæmir það ólöglegt
samkvæmt íslenzkum lögum og
dæmir Alþýðusambandið til að
greiða málskostnað og sekt. —
Nú fyrst sér Alþýðusambandið
hversu klaufalega það hefir
haldið á málunum. Alþýðublað-
ið ærist og lætur öllum illum
látum. Það hrópar — Góðir
menn! Þetta var ekki Félags-
dómur! Nei, það var „stéttar-
dómur“! Og Þjóðviljinn og
Nýtt Iand taka undir. Það var
„stéttardómur“.
Skyldi stúlkunum sem standa
í verkfallinu líða betur ef dóm-
urinn er kallaður „stéttardóm-
ur“, skyldu líkindum fyrir lausn
deilunnar fjölga fyrir það eða
styrkur verkalýðssamtakanna
alikast. Nei. Sannarlega ekki.
Það skiptir engu málifyrirneinn
aðila hvort dómurinn heitir Fé-
lagsdómur, „stéttardómur“,
Stefáns Jóh. dómur eða hvað
annað, sem mönnum gæti dottið
í hug. Aðalatriðið er, að það
hefir verið dæmt eftir íslenzk-
um lögum. Og dóminn er engin
ástæða til að véfengja. Því á, í
stað þess að ærslast og leita að
nöfnum til að fela sannleikann,
að snúa sér að því, að fá lög-
gjöfinni þannig breytt, að gallar
þeir, sem fram hafa komið verði
útilokaðir. En það verður ekki
gert með neinum ofstopa eða
reiðilestri, því síður, flausturs-
frumvarpi, eins og þvi, sem
Brynjólfur Bjarnason flytur á
Alþingi um þetta.
Samúðar-verkföll geta verið
með ýmsu móti. Þó munu tvær
tegundir þess vera algengastar:
1) að gera samúðarverkfall
hjá aðila, sem á í deilu, þar sem
svo háttar, að deiluaðili reynir
að láta menn á öðru starfsvæði
leysa þau verk af hendi, sem
verkfallsmenn unnu áður, eða
hefir þannig atvinnurekstur að
fleiri, en einn samningsaðili af
launþegahálfu hefir störf á
hendi hjá sama vinnuveitenda,
i en standa ekki á sama tíma i
kaupdeilu. — Slík samúðarverk-
föll ættu að vera leyfð fyrirvara-
laust og ætti þar aðeins að koma
til samþykki þeirra launþega, er
hlut eiga að máli. Því þar nær
samúðarverkfallið aðeins til
þess aðila er í deilunni stendur.
— Svo var í þessari deilu Sjafn-
ar og það gilti að sjálfsögðu ef
vinnuveitandi, t. d. útgerðar-
maður, vildi láta inna starf af
hendi á öðru starfsvæði en
verkfallsmenn ná til, t. d. af-
ferma eða ferma skip,
2) er að gera samúðar-verk-
fall hjá öðrum aðila, en þeim,
sem standa beint í deilunni. —
Það væri t. d. ef Dagsbrún gerði
allsherjarverkfall í samúðar-
skyni við Hlíf í Hafnarfirði, án
þess að Hafnfirzkir atvinnu-
veitendur hefðu reynt að not-
færa sér vinnukraft Dagsbrún-
arverkamanna, eða samúðar-
verkfall Dagsbrúnar kæmi beint
niður á þeim.
Slíkt samúðar-verkfall ætti
ekki að leyfast nema með lög-
legum fyrirvara, því það verk-
fall lendir á mönnum, sem eru
ekki beinir deiluaðilar.
Jafn sjálfsagt er, að löggjöfin
tryggi, að elcki sé gengið í störf
verkfallsmanna af verkfalls-
brjótum, hvort heldur þeir eru
félagsbundnir í samtökum
verkamanna eða ekki.
Fleiri breytingar þyrftu á
vinnulöggj öfinni, sem ekki verða
ræddar hér að þessu sinni. Hins-
vegar skal á það bent, að það
er varhugavert að gera slík
frumhlaup í kaupdeilum eins og
Alþýðusambandsstjómin hefir
gert í deilu Sjafnar, enda finna
þeir til þess sjálfir manna grey-
in, og er nú minni gorgeir í
þeim, en þegar þeir blesu sem
mest út af því, að Dagsbrún og
Hlíf voru ekki í Alþýðusam-
bandinu.
En fyrir þetta frumhlaup Al-
þýðusambandsins eiga meðlimir
Sjafnar einskis að gjalda og
ættu veitingamenn að vera þess
minnugir.