Lýðfrelsið - 28.02.1941, Qupperneq 4

Lýðfrelsið - 28.02.1941, Qupperneq 4
LÝÐFRELSIÐ Hðalliiiilui verður haldinn sunnudaginn 2. marz n. k. kl. 2 e. h. í Kaupþingssalnum (Eimskipafélagshúsinu). Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Þess skal getið, að þeir einir hafa atkvæðisrétt, sem ekki eru skuldugir um meir en tvö ársf jórðungsgjöld. Félagsgjöldum verður veitt móttaka við innganginn. STJÓRNIN. Kol og* Kok§. Kol og Koks ávalt fyrirliggjandi. KOLASALA^Í H.F. Síinsir 4544 »}* 1845. HVERS VEGNA VERKAMENN FYLGJA SJÁLFSTÆÐISFL. Frh. af 1. síðu. Hvað orsakar slíkt? Allt frá hyrjun og allt fram að þessu hefir forustan í verkalýðsfélög- unum verið á hendi jafnaðar- manna og stundum, en í fáum tilfellum, kommúnista. Þessir aðilar og þá sérstaklega sá.fyrr- nefndi eiga fyrst og fremst sök á því, hvernig komið er. í stað þess að byggja stéttar- félögin upp sem hrein fagfélög, var inn í þau troðið mönnum, sem þar áttu ekki heima, til dæmis var forstjórum stórra at- vinnufyrirtækja og öðrum slík- um þrengt inn í verkamanna- félögin, til þess,að vera boðberar þeirrar stjómmálastefnu, er stjórnendurnir vildu að verka- mennirnir aðhylltust. Afleiðing- in af slíku hlaut að verða og varð sú, að verkamönnum fannst sér ofaukið í sínum eigin stéttarfélögum, sjónarmið að- skotadýranna réðu stefnu þeirri, sem tekin var á einum eða öðr- um tíma. Heldur en að vinna að frelsi og auknum réttindum verka- manna, var markvíst að því stefnt að svipta þá einföldustu mannréttindum í þeirra eigin hagsmunafélögum. Leyfði ein- hver sér að hafa aðra skoðun á landsmálum en stjórnendurnir, jafnaðarmennirnir, þýddi það, að sá hinn sami var umsvifa- laust útlokaður frá öllum trún- aðarstöðum í viðkomandi félagi og sömuleiðis meinað að sitja þing allsherjarsambands verka- lýðsins, Alþýðusambands ís- lands. Afleiðing þessa var sú, að stór hluti verkamanna varð ó- virkur í hagsmunabaráttunni. Frekar en að sameina verka- lýðinn var unnið sleitulaust að óeiningu, með sífelldum deiluin og innbirðis baráttu um völdin milli jafnaðarmanna og komin- únista, sem víða náði hámarki sínu í klofningi stéttarfélaga, eins og átti sér stað í Hafnarfirði og Akureyri. Afleiðingin varð sú, að sundurflakandi og í sár- um sundrungarinnar, varð bar- átta verkamanna veikari og í rauninni oft máttlaust fálm út í loftið. í ástandi, sem vægast sagt nálgast upplausn verkalýðs- félaganna, kemur fram á sjón- arsviðið hópur einbeittra manna, sem lítið hafði borið á áður. Þessir menn gagnrýndu af festu og krafti ástandið og bentu með skýrum og ljósum rölcum á leiðir til úrbóta. Þessi hópur manna voru sjálfstæðisverka- mennirnir, þeir voru ekkert nýtt fyrirbrigði, sem nú var að skapast, heldur höfðu þeir verið til í stéttarfélögum frá öndverðu en ekki notið sín vegna kúgunar andstæðinganna. Þeir höfðu ver- ið ofsóttir, þeim var meinað málfrelsi, og þeim var hannað kjörgengi. Árangur allra þessara ofsókna var sá, sem oftast vill verða af ofsóknum, liinir ofsóttu þjöppuðu sér saman og í fyll- ingu tímans, þegar kúgararnir höfðu kollsiglt sig, óstjórn jafn- aðarmanna, fánýti kenninga þeirra og fúi forustu þeiri-a var í ljós kominn, þá risu sjálfstæð- isverkamenn upp, bundust sam- tökum um að vinna gegn ó- fremdar ástandinu, með ötulu starfi og þrotlausri baráttu, sem nú þegar hefir borið þann ár- angur, sem flestum er kunnur orðinn og því óþarf að telja upp hér. Sú staðreynd hefir ætíð verið sjálfstæðisverkamönnum Ijós, og átt sinn stóra þátt i þvi, að þeir hafa valið sér þá lífsskoðun sem þeir nú berjast fyrir, að blómlegt atvinnulíf, verður að vera til staðar til þess að næg vinna og gott kaup verka- manna sé mögulegt og að stefna Sjálfstæðisflokksins í fram- kvæmd þýðir aukið athafnalíf- vaxandi atvinnu. Jafnhliða þessu hafa sjólf- stæðisverkamenn gert sér fulla grein fyrir, að því aðeins verður blómlegt atvinnulíf verka- mönnum til góðs, að þeir eigi sterk stéttarfélög, þar sem þau ein geta tryggt það að verka- menn beri þann hluta frá borði arðskptingar þjóðfélagsins, sem þeim ber, og þeir verða að hafa, á hverjum tíma, til að gela lifað sómasamlegu menningarlífi. í verkamannafélögunum vinna sjálfstæðisverkamenn að þeim hugðarmálum sínum, að skapa einingu, með því að vinna gegn þeim öflum, sem orsaka sundrungina, þar sem sá sann- leikur er sjálfstæðisverkamönn- um kunnur, sem og öðrum hugsandi verkamönnum, að fyrr en fullkomin eining er komin á innan verkalýðsfélaganna get- ur ekki verið að ræða Um sterk stéttarsamtök. Á alþingi berjast þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir þvi, að stéttarfélögin verði gerð að hreinum fagfélögum, samanber frumvarp Bjarna Snæbjöms- sonar á haustþinginu 1939. Það er því eigi neitt undrunar- efni heldur eðlileg afleiðing já- kvæðrar stefnu að Sjálfstæðis- flokkurinn á svo miklu fylgi að fagna meðal verkamanna sem raun ber vitni um. Hin samein- uðu átök, sem hér hefir verið lýst, hljóta óhjákvæmi- lega að færa verkamönnum, hvar í flokki sem þeir eru, heim sannanir fyrir heilindum þeirra, sem að átökunum standa. Hagsmunir verkamanna sem og annara vinnandi manna krefjast þess að stéttarfélögin séu sterk, og að atvinnulífið sé i hlóma. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú þegar sannað að hann vinnur að því að hvorttveggja verði, og reynslan staðfestir að hann er þess megnugur, fái stefna Sjálfstæðisflokksins í verkalýðsmálum og atvinnu- málum að ráða. En það gerir hún þegar fullnaðarsigur flokksins liefir átt sér stað. Þess vegna getur hver sjálf- stæðisverkamaður verið ánægð- ur með sína lífsskoðun og því með glöðu geði uppfyllt þær sjálfsögðu skyldur við flokk sinn, að vinna með lífi og sál að útreiðslu kenninga hans, starfað að því af alhug að afla flokknum fylgjenda meðal stéttarbræðra sinna og sú vitund mun skerpa baráttuna að sigur Sjálfstæðis- flokksins þýðir sigur verkalýðs ins. Hermann Guðmundsson. VERÐLAUN. „Lýðfrelsið“ hefir ákveð- ið að veita tvennskonar verðlaun, fýrir beztu aug- lýsinguna, sem birtist í því nsésta mánuð. — Verður keppninni þannig hagað, að kaupendur blaðsins greiða atkvæði með þeirri auglýs- ingu, er þeim lílcar bezt. Á þann hátt, að þeir ldippa hana úr blaðinu og senda til afgreiðslu þess, Laugaveg 3b, ásamt nafni sínu og heimil- isfangi, í lolcuðu umslagi. — Síðan verður eitt nafn dreg- ið út, úr hópi þeirra, er greiddu atkvæði með þeirri auglýsingu, er flest fær at- kvæði. — Sá, sem út verður dreginn, fær kr. 50.00 — fimmtíu krónur — í verð- laun. — En auglýsandi þeirr- ar auglýsingar, er flest fékk atkvæði, fær hana endur- gjaldslaust endurbirta í blaðinu. — Þessa atkvæða- greiðslu lætur blaðið fara fram, til að komast eftir, hvaða auglýsingaformi fólki geðjast bezt að. — Auglýs- ingarnar auka viðskiptavelt- una. — Aukin viðslciptavelta eykur ágóðann, en lækkar vöruverðið. Ritstjóri: Ólafur J. Ólafsson. Heimasími 3525. Afgreiðsla og ritstjóm: Laugaveg 34. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Lýðfrelsið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýðfrelsið
https://timarit.is/publication/1818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.