Framtíðin - 03.06.1942, Blaðsíða 3

Framtíðin - 03.06.1942, Blaðsíða 3
3 FRAMTIÐIN \ H9 alFlðt í Biteiberiiiiálino Hefur rekstur Ríkisprentsmiðjunnar Gut- enberg verið ólöglegur frá byrjun? I grein í Tímanum þ. 30. f. m. eftir fyrrverandi for- sætisráðherra Hermann Jónasson stendur eftirfarandi klausa : ,.Þess er þá fyrst að geta, að um re\stur rí^isprent- smiÖjunnar Gutenherg er engin sérstök lagasetning til frá Alþingi. Bein heimild frá Alþingi til að reka prent- smiðjuna sem ríkisfyrirtæki á áhættu ríkissjóðs, er því •ekki til. Um aðrar þær stofnanir, sem bornar hafa ver- ið saman við Gutenberg í þessu tilfelli og re^nar eru í sérstökum tilgangi, eru föst lagajyrirmœli, sem ekkert framkvæmdavald getur sniðgengið. Fordæmi er því þegar af þessari ástæðu ekki fyrir hendi“. 'væri gefin einhver álitleg upphæð. Það er hins vegar í fullu samræmi við starfsaðferðir Sjálfstæðisflokksins svonefnda, að nota borgarstjóra Kveldúlfs til þess að draga björg í bú ,.fjölskyldunnar'* á þann ósmekk- lega hátt, sem hér er gert. J. M. í greinum þessum felast þvílíkar ásakanir á hendur borgarstjóra og bæjarráði Reykjavíkur, að vænta má, að þessir aðilar svari þeim hið fvrsta með málssókn til þess að hreinsa sig af áburöinum. I þessu sambandi vill Framtíðin beina eftirfarandi spumirigum til borgarstjóra og bæjarráðs: 1. La Reykjavíkurbæ nokkuð á að kaupa þessar eignir, fyrr en að stríðinu loknu, þegar mesta verðbólgan ■af völdum stríðsins var rénuð ? 2. Er nokkur möguleiki til þess að láta þessar eign- ir bera sig fjárhagslega, þannig að tekjur af þeim nægi til þess að svara fullum vöxtum af kaupverÖinu, við- haldskostnaði o. s. frv. ? 3. Hvers vegna fóru kaupin fram með svo mikilli leynd, að halda varð einn eða fleiri lokaða fundi til þess að ganga frá þeim ? Þegar jarðirnar Gufunes og Elliðavatn voru keyptar á sínum tíma fyrir rúm 100 þúsund krónur hvor, var mikið um kaupin rætt í bæjarstjórn Reykjavíkur á opn- um fundum, áður en endanlega væri frá þeim gengið. Nú, þegar jarðeignir, sem fjær liggja, og sem ekki virðist vera jafnbrýn þörf á að kaupa og t. d. jörðina ElliÖavatn, eru keyptar fyrir 1860 þúsund krónur, er það gert á lokuöum fundum, a. m. k. að nokkru leyti. 4. Þá væri einnig æskilegt, að borgarstjóri og bæj- arrað leti bæjarbúum í té skýrslu um það, til hvers Reykjavikurbær ætlar ser að nota þessar dýrkeyptu eignir. Þessu a almenningur í Reykjavík heimtingu á að sé skýrt og skilmerkilega svarað, og ekkert þar undan dregið. Hér er um að ræða stærsta fyrirtæki, sem Reykja- víkurbær hefur í einu lagt út í, þegar rafveitan, hita- veitan og höfnin eru undanskilin, og þarf því engan að furða, þótt almenning í Reykjavík fýsi að fá ná- kvæma skýrslu um slíkt stórmál. Ur því að „engin sérstök laga- setning'L frá Alþingi er til um rekstur ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg, hvar var þá heimild ríkisstjórnarinnar til þess að stofnsetja og starfrækja þetta stóra fyrirtæki ? Ríkisstjórnin er ekki talin hafa heimild til þess að stofnsetja og starfrækja fyrir- tæki nema með sérstökum lögum frá Alþingi. Getur það máske talizt heimild til reksturs ríkis- prentsmiðju að heimild er veitt í fjárlögum til þess að kaupa starfandi prentsmiðjufyrirtæki ? Svo virðist ekki vera, enda bend- ir H. J. á það í sömu grein, að tilgangurinn með því að kaupa prentsmiðjuna Gutenberg hafi verið sá, að tryggja ríkinu prent- un. Af því leiddi engan veg- ínn það að ríkiö sjálft þyrfti að starfrækja prentsmiðjuna til þess að fullnægja þessum tilgangi. Nú hefði það máske verið afsakan- legt, þótt það væri ef til vill ólög- legt, að ríkiÖ starfrækti þessa eign sína til þess að prenta fyr- ir sjálft sig. En nú er ekki því að heilsa. RíkisprentsmiÖjan Gut- enberg hefur unnið það mikið fyrir aðra en ríkið eða fyrirtæki þess að á því getur enginn vafi leikið að ríkið hefur þannig beinlínis starfað í samkeppni við þegna sína. Sú starfsemi er vafa- laust ólögleg. Til þess að ríkiÖ geti gripið inn á.svið atvinnulífs- ins verða að vera um þá starf- semi skýr lagafyrirmæli, svo sem er t. d. um ríkiseinkasölurnar. AbyrgÖin á þessari Iögleysu hvílir fyrst og fremst á herðum þess ráðherra, sem lét stofnsetja prentsmiðjuna og hefja starf- rækslu hennar. *• ^ ’ Réttur starfsmanna í Gutenberg umfram aðra til þess að fá prentsmiðj- una leigða . Ur því að farið var að leigja prentsmiðjuna Gutenberg, hvers- vegna er þá haft á móti því, aÖ samvinnufélagi starfsmanna í prentsmiðjunni sé seld hún á leigu ? Varla getur „ríkur íhalds- maður”, sem H. J. minnist á, hafa haft nokkurn meiri rétt til þess að fá prentsmiÖjuna leigða. Hækkun krónunnar Fyrsta orsökin til þeirrar verð- bólgu, sem skapazt hefur á ís- landi á síÖustu þrem árum, var lækkun krónunnar vorið 1939. Menn getur greint á um það, hvort sú lækkun hafi verið rétt- mæt eða jafnvel óhjákvæmileg til þess að atvinnuvegir lands- manna stöÖvuöust ekki, en hitt getur varla verið neitt ágreinings mál, að það sé fyrir löngu kom- inn tími til að hækka krónuna aftur. Ef krónan hefði verið En höfðu ekki starfsmennirnir vissan siðferðislegan rétt til þess að fá aftur í sínar hendur rekstur þessarar prentsmiðju, þó ekki væri nema á leigu ? Skal það at- hugað nokkru nánar. Manndóm- ur sá, sem prentarar sýndu, er þeir stofnsettu Gutenberg laust eftir síÖustu aldamót til þess að bæta kjör stéttar sinnar og efla framfarir í prentfaginu, átti sann- arlega önnur og betri laun skilið en þau, að þeir skyldu verða að láta prentsmiÖjuna af hendi efr- ir aldarfjórÖung fyrir hlægilega lágt verð. Það bætti lítiö um, þó afhendingin færi fram í hendur ríkisins. Þeir afhentu prentsmiðj- una að vissu leyti tilneyddir. Mun þáverandi ráðherra, sem lét málið til sín taka, hafa hótað prenturunum því, að ríkið setti prentsmiðju á stofn við hliðína á Gutenberg, ef þeir ekki vildu selja. Þessi hótun og þröngur fjárhagur í bili mun því hafa ráðið miklu um að prentararnir seldu prentsmiðju sína. Finnst mönnum nú ekkí að prentararnir hafi neinn siðferðis- legan rétt til að fá sína gömlu prentsmiðju leigða, úr því að ríkisstjórn lítur svo á, að rétt sé að leigja hana ? VerÖur þá eins mikil ástæða til að setja leiguna mjög hátt, þegar þess er minnst, að ríkiÖ keypti þetta sama fyrir- tæki af að miklu leyti sömu mönnum fyrir 160 þús. krónur fyrir 12 arum ? Lita verður á þessi atriði, ef menn vilja vera sann- gjarnir í dómum sínum um þetta mikla hitamál.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/1822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.