Framtíðin - 03.06.1942, Blaðsíða 4

Framtíðin - 03.06.1942, Blaðsíða 4
F R A M T I Ð I N 4 hækkuð þegar á árinu 1940 — gengi sterlingspundsins var þá lækkað allverulega — hefði ver- ið komizt hjá þó nokkrum hluta verðbólgunnar og þeim illu af- leiðingum, sem hún hefur haft. Við hefðum sennilega ekki eign- azt jafnmarga stríðsmilljónera, en hefðum áreiðanlega komizt hjá jafnmikilli verðhækkun á ýms- um sviðum og dýrtíðarvísitalan sennilega ekki hækkað meira en um helming, miðað við það, sem nú er orðið. Ef gengi sterlings- pundsins hefði árið 1940 verið fært nfður í kr. 22,15 pundið eins og það var fyrir breytinguna ár- ið 1939, en sú breyting var fylli- legá réttmæt, hefðu afleiðingar gengi'sbreytingarinnar ekki orðið mjog tilfinnanlegar. Það er fyrst seinnipartinn á árinu 1940, að það fer að hafa skaðvænleg áhrif að hafa lækkað krónuna, vegna þess, hvað þá safnaðist mikið af erlendum gjaldeyri. Nú mun vera svo komið, að lækkun krónunnar hefði óhjákvæmilega í för með sér allmikið gengistap fyrir Lands bankann, en við það verður að horfast í augu og ná einhversstað- ar því fé, sem þörf er á til þess að jafna metin. Bent hefur verið á jmargar leiðir til þess. Ein leiðin ! er sú, að taka til þeirrar notkun- !ar eitthvað af því fé, sem stríðs- j gróðarnennirnir græddu á hinu óeðlilega háa gengi á erlendum gjaldeyri og virðist vera sann- gjarnt, að þeir menn leggi sinn skerf til leiðréttingar á genginu að einhverju verulegu leyti. Þá er fjárhagur ríkissjóðs það góð- ur nú, að vel má hugsa sér að ríkissjóður hlaupi undir bagga að nokkru leyti. Dýrtíðin mundi að sjálfsögðu minnka mjög veru- lega þegar í stað eftir að krón- an væri hækkuð aftur og þó meira síðar. Þá mundi traust manna á íslenzku krónunni og fjárhag íslenzka ríkisins vaxa við þessa ráðstöfun utan lands og innan og engin hindrun er nú hugsanlegt að lögð verði í veg- inn fyrir hækkun krónunnar af hálfu erlendra ríkja. Það er vita- skuld margt fleira en hækkun krónunnar, sem auðið er að gera til að lækka dýrtíðina, svo sem lagfæring á verðlagsákvæðum, tollalöggjöf o. fl. og skal að því vikið hér í blaðinu síðar. En fyrsta og stærsta skrefið til að lækka dýrtíðina er að hækka gengi krónunnar þegar í stað. 2 O STK PAKKINN KOSTAR KR. *1.70 COM MANDER VIRCINIA CIGARETTUR i/com- j Tíminn fagnar Birni Ólafssyni Hér fer á eftir kafli úr grein í Tímanum f gær, þar sem skýrt er frá því, að Sigurði Kristjánssyni alþingis- manni hafi verið sparkað af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en Björn Olafsson heildsali verið settur inn í hans stað: ..Framsóknarmenn fagna því vissulega, að Sigurður Kristjánsson hverfur úr þinginu.Hann var jafnan í hópi þeirra, sem mesta óbilgirni sýndu Framsóknar- flokknum. Eftirmaður hans, Björn Ólafsson, er stórum samvinnuþýÓari maÓur. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að „hreinsa til” ennþá betur á þennan veg”. Þessi ummæli þurfa ekki mikilla skýringa við. Endurskoðun á tolla- lo^jöfínní er naud- synleg Eitt af því, sem hefur að talsverðu leyti stutt að því að auka dýrtíðina hér á landi, eru ýmis óhæfileg ákvæði í hinni nýju tollalöggjöf. Fyrst og fremst er allt of hár tollur lagður á ýmsar nauðsynjar almennings. Ber þá einkum á þvf, að háir innflutningstollar eru á vöruteg- undum, sem líka eru framleiddar í landinu. Skapa þessir verndartollar óeðlilega verðhækkun, en eru hins- vegar rétt skoðað óheppilegur stuðningur við iðnaðinn. vegna þess, að einhverntíma hlýtur að koma að því, að þeir verði að miklu leyti numdir burtu. En allra rang- látasta ákvæði tollalöggjafarinnar er þó það, að reikna einnig toll af flutningskostnaði vara til landsins. Vegna hinnar gífurlegu hækkunar á farmgjöldum hefur nú á stríðstímunum þannig verið lagður þungur aukaskatt- ur á innfluttar vörur og ofan á þetta allt saman kemur svo álagning heildsala og smásala og að endingu verður almenningur að borga helmingi hærra verð fyrir vöruna vegna þessa ákvæðis en eðlilegt væri. Það er i rauninni óskiljanlegt að nokkrum skyldi detta í hug að setja jaín fáránlegt ákvæði í tollalöggjöfina. Núverandi viðskipta- málaráðherra mun vera einn af upphafsmönnum þess. að þetta ákvæði var sett ínn í tollalöggjöfina og er það því furðulegra, sem hann mun hafa talið sig vera full- trúa kaupsýslumanna í tolllaganefndinni. Það verður að krefjast þess, að tollalöggjöfin sé tek- in til nýrrar, rækilegrar endurskoðunar, nauðsynlegar lagfæringar gerðar og heimskuleg ákvæði eins og tolla- álagning á flutningskostnað numin burt. Ábyrg&armahur: SIGURÐUR JÓNASSON Prentað í Víkingsprent

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/1822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.