D-listinn - 13.01.1942, Page 3
D- LIS TIN N
3
Bæjarstjórnar-
kosnin£arnar.
Sú nýbreytni hefir nú skapazt
við í hönd farandi bæjarstjórnar-
kosningar, að listi óháðra manna
hefir komið fram. Eru Siglfirðingar
nú ekki lengur knúðir til þess að
velja milli hinna pólitisku flokka
við fulltrúaval í bæjarstjórn.
Allir hugsandi menn sjá hversu
fráleitt það er, að málefnum bæj-
arins sé stjórnað eftir pólitískum
hagsmunum einhverra landsmála-
flokka, og fulltrúar bæjarfélagsins
taki afstöðu til hinna ýmsu bæjar-
mála eftir því sem miðstjórnir
flokkanna í Reykjavík skipa fyrir.
Það á að verða markmið bæjar-
búa að Iosa sig undan þessu póli-
tíska oki og kjósa eingöngu bæj-
arfulltrúa, sem eru algerlega utan
við þennan pólitíska feluleik, og
vinna að framfaramálum bæjar-
félagsins, án allrar pólitískrar
valdastreitu.
tímabili, væri ekki að undra, þótt
háttvirtir kjósendur vildu spyrja
sem svo: Er ástæða til þess að
treysta þessum mönnum í annað
sinn? Eru nokkrar likur fyrir því
nú frekar en áður, að þeir ekki
svíki gefin loforð og allt lendi í
innbyrðis deilum eins og áður?
Er þarna ekki um of verið að
treysta á trúgirni fólksins?
B-listinn, listi Framsóknarmanna.
Þá hefir Framsóknarflokkurinn
lagt fram lista, þótt fæðing hans
gengi treglega eins og vænta
mátti, þar sem Þormóður Eyólfsson
er þar efsti maður. Mun megn
óánægja vera meðal Framsóknar-
mannna með listann, og það að
vonum, þar sem þeir, margir
hverjir, vilja unna bæjarfélaginu
alls hins bezta, en framkoma Þor-
móðs í bæjarmálum oft gengið í
gagnstæða átt. Er þar skemmst
að minnast afstöðu þeirrarer hann
tók í Rauðkumálinu, og sem varð
til þess að skaða bæjarfélagið og
afkomumöguleika fjölda verka-
manna gífurlega, að ógleymdu
því tjóni, er sjávarútvegurinn í
heild beið við þann verknað.
C-listinn, listi Sjálfstœdismanna.
Loks hafa Sjálfstæðismenn lagt
fram lista, og telja margir að hann
hafi möguleika til þess að sofa
svefninum langa. Um stefnu Sjálf-
stæðismanna í bæjarmálum þarf
litið að segja. Hún er bæjarbúum
svo vel kunn frá því er þeir fóru
með völd hér í bæjarstjórn. Sú
kyrstaða, þröngsýni og afturhald
er þar ræður er löngu þekkt og
dauðadæmt meðal þjóðarinnar.
Framtíð Siglufjarðar verður að-
eins byggð upp af frjálsræði, víð-
sýni og athöfnum, en ekki af kyr-
stöðu og afturhaldi.
Þessvegna er það, að þeir Sigl-
firðingar sem unna velgengni og
athafnalífi á Siglufirði kjósa
D-listann.
A-listinn, listi sósíalista og
jafnaðarmanna.
Þá hafa sósíalistar og jafnaðar-
menn aftur myndað með sér kosn-
ingabandalag.
Það furðar marga kjósendur, hve
fljótt þessir menn verða vinir, þeg-
ar bæjarstjórnarkosningar fara í
hönd, þótt þeir ausi hver aðra
auri og brígslyrðum milli kosn-
inga.
Við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar stóðu þessir flokkar saman,
sem einn væri, og lofuðu kjós-
endum gulli o^grænum skógum,
ef þeir fengju meirihlutaaðstöðu.
Þessa meirihlutaaðstöðu fengu þeir
þá, en um efndirnar getur hver
maður dæmt sjálfur, með því að
lesa yfir málefnasamning þann, er
þeir þá gerðu um framkvæmdir í
helztu bæjarmálum, og bera hann
saman við veruleikann, eins og
hann er í dag. Þar þarf engatúlk-
un á betri eða .verri veg, því verk-
in tala þar sjálf.
Nú, þegar þessir flokkar enn á
ný ganga til kosninga, eftir allt
sem á undan er gengið og biðja
enn á ný um meirihlutaaðstöðu,
til þess að geta efnt eitthvað af
því, sem ógert er frá síðasta kjör-
Siglfirðingar.
Minnist þess að listi ykkar er
D-listinn.
Ef þið verðið fjarverandi úr bænum á kjördegi,
þá munið að kjósa áður en þið farið.
Allar uppl. gefur skrifstofa D-listans, Að-
algötu 16 (hús Adolfs Einarssonar) Sími 252
D-Iistinn er ekki háður neinum pólitísk-
um flokki, þessvegna er D-listinn eini
listinn, sem er Siglfirðinga eingöngu.
r