KFS-blaðið - 01.11.1941, Page 6

KFS-blaðið - 01.11.1941, Page 6
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ Ut og suður Matvöru- og búsáhaldadeildin. Eins og mörgum félagsmönnum mun hafa verið Ijóst er matvöru- og búsáhalda- búð félagsins orðin alltof litil, og þar að auki, að ýmsu leyti óhentug til afgreiðslu, þar sem aðsókn að félaginu og eigi sízt þessari deild þess, — vex hröðum skrefum árlega. Hefur nú verið hafist handa með stækkun og breytingu búðarinnar; verður gerð viðaukabygging vestan við búðina, að lóðartakmörkum, og búðin lengd um þá viðbót. Þá verða og gerðar gagngerð- ar breytingar á »innréttingunni«; gert sér- stakt rúm inn af búðinni, þar sem öll uppvigtun á að fara fram, og á búðin, eftir þessa stækkun cg breytingu, ekki að standa langt að baki beztu sölubúðum hérlendis i þessari grein. I'á hefir og verið ákveðið að byggja allstórt vörugeymsluhús á lóð félagsins, norðan við aðalbygginguna. Skortur á vörugeymsluplássi er orðin sérstaklega til- finnanlegur, þar sem nú á þessum siðustu og verztu tímum er oft nauðsynlegt að taka stærri vörusendingu í einu, en á venjulegum tímum. Væri það mikið gleðiefni öllum félags- mönnum, ef félaginu tækist að koma báð- um þessum byggingum upp hið allra fyrsta. Herra Sigurður S. Thoroddsen verkfræð- ingur, hefir gert uppdrætti af báðum þessum byggingum, svo og »innréttingu« sölubúðarinnar og tilhögun. Starfsmannafélög. Það hefir tíðkast hjá hinum stærri samvinnufélögum er hafa allmargt fólk í sinni þjónustu, að starfsmenn félaganna hafa myndað sín á milli félagsskap, eða hin svokölluðu starfsmannafélög. Hafa fé- 6 lög þessi gefizt hið bezta og reynzt eigi aðeins til gagns og ánægju fyrir starfs- fólk félaganna, heldur og orðið sjálfri sam- vinnustefuunni að liði, á þann hátt, að starfsmannafélögin hafa unnið að því að gera starfsfólk félaganna hæfara til starfa, hvern á sínu sviði. Markmið starfsmanna- félaganna er að efla kynninu og bróður- hug meðal starfsfólksins, vinna að aukinni menntun þess almennt, og reyna á alla lund að gera meðlimi sína hæfari til að gegna stöðu sinni, og vinna gagn hug- sjónum samvinnustefnunar. Takmarki þessa hyggjast félögin að ná með því að halda fæðslu- og skemmtifundi, og styrkja með- limi sínatil námsferða innan lands og utan. Starfsfólk KFS hefir nú nýlega myndað með, sér samskonar félagsskap og að ofan er Iýst, og má vænta hins bezta af því i framtíðinni. Hvort er betra? Stundum hafa heyrst raddir um það, að lítill hagur væri að því að ganga í kaup- félag, og kaupa þar nauðsynjar sínar, þar eð vöruverðið væri mjög svipað og hjá kaupmönnunum. Til gamans höfum vér athugað viðskipti eins siglfirzks verkamanns, er vér get- um nefnt H., við Kaupfélag Siglfirðinga, um sex ára bil, eða árin 1935—1940. Gjaldskyld vöruúttekt H. þessi ár, var kr. 5.433.00 eða rúmlega 900 krónur að meðaltali árlega, og er það fremnr lítil úttekt, en H. hefur fámennt reglu- og sparnaðarheimili. Útborgaður arður af þessum viðskiptum er á tímabilinu kr. 579.13. Þau að auki hefir H. safnað í stofn- sjóð sinn á þessum árum kr. 162.99 og bætast þar við vextir af þeirri upphæð í 6 ár kr. 49.19. Verður þá arður af við- skiptunum á þessu 6 ára tímabili samtals kr. 791.31 eða rúmlega 87 prc. af meðal ársúttekt H. þessara ára. Hefur H. þannig

x

KFS-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: KFS-blaðið
https://timarit.is/publication/1830

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.