KFS-blaðið - 01.11.1941, Page 9
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ
Útgefandi:
Kaupfélag Siglfirðinga
Ábyrgðarmaður: Björn Dúason
Afgreiðsla: Matvörudeild KFS
Siglufjarðarprentsmiðja.
VEIZTU!
Veiztu, að glerið er til margra hluta
nytsamlegt, og er alltaf að ryðja sér meira
og meira til rúms.
Nútíminn krefst þess, að dagsljósið eigi
greiða leið inn í híbýli manna, þess vegna
er gler notað æ meira sem byggingarefni.
Á 42. götu Broadway í New-York er ný-
buið að reisa hina svonefndu Rialto-
building, einn hinna sjö skýakljúfa úr gleri.
Á þessari byggingu er 30 metra hár
glerturn, glæstasta glerbyggingin, sem
nokkru sinni hefur verið reist. En glerið
er til fleiri hluta nytsamlegt, en að vera
byggingarefni. Margvíslegar tilraunir eru
nú gerðar með gler víðsvegar í heiminum,
iilraunir, sem þegar hafa sýnt undraverð-
an árangur.
Gler má t. d. vel nota í fatnað. Fyrsti
glerhatturinn var búinn til í Ameríku.
Kona efnafræðings í amerískr/ glerverk-
smiðju prjónaði sér hatt úr bláum gler-
þræði. Henni hepnaðist einnig að prjóna
sér litla tösku úr sama efni. Verkastúlk-
urnar í þessari glerverksmiðju nota kjóla,
sem þær hafa sjálfar prjónað sér úr gler-
þræði. í Paiís hafa verið sýnd nærföt úr
gleri, háir glerhælar o.fl. o.fl. Ef til vill
kemur sá tímí, að kvenfólk notar eingöngu
föt úr gleri— gagnsæju? Glerið er brætt
áður en það er spunnið. Það er hægt að
spinna úr því mjög fínan þráð, tuttugu
Munið
að greiða brunabótagjöldin til
Brunabótafélags íslands fyrir 20.
nóvember n. k.
Þormóður Eyólfsson.
Húsmœður !
Notið ávallt beztu vörurnar. —
Biðjið um SANA-vörur.
Styðjið siglfirzka framleiðslu.
Sana vörur beztar, drýgstar.
EFNAGERÐ SIGLUF3ARÐAR h/f.
sinnum fír.ni en venjulegt mannahár, og
mun fínna en silki, en jafnframt er þessi
þráður mikið sterkari. í Tékkó-slóvakíu
eru framleidd rakblöð úr gleri. Þau eru
álíka beygjanleg og stálblöð, en nokkru
ódýrari. Útvarpstæki hafa verið búin til úr
dökkbláu gleri og stáli.
Teygjanlegt gler, sem lætur undan fyrir
þungum höggum, en brotnar ekki, er not-
að í bílrúður. Slíkar rúður má vefja upp.
Þannig mætti lengi nefna dæmi þess,
hvernig glerið ryður sér æ meira til rúms,
dæmi, sem jafnframt eru sannanir þess, að
nú mun vera að hefjast sannarlega gleröld
í heimi hér.
Heima '38
Sendið blaðinu greinar og fyrirspurnir.
9