Bjallan - 01.11.1943, Side 2
Hannes «101188011:
Samvinnan, sagan og stjórnmálin
ísland er lítið land og þjóðin fámenn. Öld
fram af öld lifðu hér víkingar og höíðingjar
miklir. Þeir voru menn stórhuga og snjallir jafnt
til.víga sem almennrar stjórnsemdar. Með þeim
þróaðist ljóðagerð og ritlist svo af bar. Frelsið
og sjálfræði manna var í öndvegi. Hvarvetna
var velgengni og allsnægtir, því samfara sjálfs-
forræðinu blómgvaðist hagur og þroski þjóðar-
innar.
En einn var sá þjóðarlöstur, sem með lands-
fólkinu bjó. Þessi löstur var sundrungin. Og
það var þessi þjóðarlöstur, sem framar öllu öðru
varð þess valdandi, að íslendingar seldu af hendi
sjálfsforræði sitt um miðja 13. öld. Vegna henn-
ar er öll ógæfa þjóðarinnar sprottin. Hún varð
þess valdandi, að þjóðin varð að þola áþján og
kúgun grannþjóðar sinnar um margra alda
skeið. Vegna hennar var traðkað á réttindum
og sjálfstæði landsmanna. Og vegna hennar
hnignaði þroski og hagsæld þjóðarinnar, þar til
allt sökk að lokum niður í eymd og vesöld.
í nærfellt fimm aldir varð þjóðin svo að þola
hinar dýpstu raunir. Allt lagðist á eitt með að
kyrkja dug hennar og þroska. En í rökkurrofi
niðurlægingarinnar bar hún gæfu til þess að eign-
ast syni, sem í senn voru djarfir hugsjónamenn,
skeleggir baráttumenn og lagnir að sameina
þjóðina til átaka. Þessum mönnum tekst um
tíma að hefta með henni erfðasynd feðranna,
sundrunguna, svo að átök hennar fyrir frelsinu
bera hægt og bítandi árangur. — Og ljóst er
af sögunni, að þá fyrst réttir hagur þjóðarinnar
aftur við, er hún fær að nýju hlutdeild í sínum
eigin málum, og fær aftur að ráða nokkru um
sinn eigin hag.
Nú líða ár og dagar. Þjóðin fær viðurkenn-
ingu fyrir fullveldi sínu og sjálfstæði (1918).
Hún má að vísu ekki strax stofna sitt óháða
lýðveldi. En að tuttugu og fimm árum liðnum
frá fullveldisviðurkenningunni (1943), er henni
gefinn kostur á að velja um frelsi eða áþján.
Þetta síðasta tuttugu og fimm ára tímabil
sögunnar, er örlagaríkt og margþætt. Með því
hefst framsóknarskeið hinnar hrjáðu þjóðar.
Umbætur við umbætur, framfarir og menntir,
allt tekur þetta ævintýralegan fjörsprett. Menn
vinna einarðlega saman að endurreisn og lag-
færingum á því, sem aflaga fór undir áþján
ófrelsisins. — Og sönn framfaraalda flæðir yf-
ir þjóðlífið.
Að vísu koma erfið tímabil á þessum árum,
sem stafa af hagsveiflum, markaðstregðu eða
aflabresti. En þjóðin bar gæfu til þess, að ráða
svo með sér ráðum sínum, að umbótaathafnir
og menningarlegar framfarir urðu ekki heftar
þrátt fyrir það.
En á miðju framsóknarskeiði þjóðarinnar sézt
vígblika á lofti. Erfðasynd feðranna, sundrung-
in, er að ná tökum á landsfólkinu aftur. í land-
inu hefjast og þróast hinar grimmúðlegustu
deilur og meiðingar. Sturlungaöldin endurspegl-
ast í þjóðlífinu. „Huldir landsins verndarvætt-
ir“ fá ekkert að gert. Pólitísk vígöld og varg-
öld er orðið tákn tímanna. Hyggnum og óbundn-
um mönnum óar við sundurþykkjunni og hinu
stjórnmálalega siðleysi •— og það ekki að ástæðu-
lausu. Allt bendir til þess, að þjóðin glati sínu
innra sjálfstæði, þegar hún hreppir formlega
sitt ytra.
Fyrir dyrum þjóðarinnar er því vágestur sá,
sem í gegnum aldirnar hefur elt landsfólkið eins
og skuggi. Hann hefur ráðið hér húsum fyrr, og
af því hlaut þjóðin sína raunalegu sögu. Ef
því sundrungin ræður hér enn um stund, er
ekki annað sýnna en að annað ófrelsis- og
niðurlægingartímabil gangi yfir þjóðina, •— og
hver þorir að fullyrða, að hún glatist ekki með
öllu, ef til þess kemur?
Hér er því „þunga þraut að vinna“ og það
er ekki aðeins æskan, sem á leikinn, heldur líka
„hin aldraða sveit“. Átök æskunnar einnar
mundu ekki nægja til þess að losa núverandi
húsráðanda þjóðlífsins, sundrungina, frá dyra-
staf þjóðfélagsins. Allir íslendingar, eldri sem
yngri, þurfa að leggja saman. Þeir eldri þurfa
að ríða á vaðið strax. Þeir eru á vettvangi
starfsins, en æskan almennt ekki tilbúin til
þess, að taka þátt í því nú þegar. Hins vegar
má engan tíma missa, ef allt á ekki að verða
um seinan.
Eðlilegast væri, að íslenzkir samvinnumenn
hefðu forustuna um að sameina þjóðina í sjálf-
stæðisbaráttu hennar fyrir sínu innra sjálf-
stæði, sem hún sumpart er að glata og sumpart
hefur þegar glatað. Þeir hafa kennt henni að
standa saman um verzlunarmál sín og ýmis önn-
ur hagsmunamál, með því að sýna henni gildi
samvinnunnar í kaupskap. Nú ættu þeir að
leitast við, að sýna henni gildi samvinnustefn-
unnar sem þjóðskipulagsstefnu, og þar með
vinna að því, að þjóðin komi fram sem órofin
heild, sjálfstæð inn á við og sjálfstæð út á við.
íslenzkir samvinnumenn þurfa að leggja drög
að því, að móta hugarfar og lífsskoðanir þjóð-
arinnar í öllum þjóðmálum, svo kjörorð sam-
vinnunnar, sérhver fyrir alla, hefjist til önd-
vegis meðal landsmanna, — því að þjóð með
slíku hugarfari verður aldrei fórnað á altari
sundrungarinnar.
Skólaæska samvinnustefnunnar getur ekki
2 BJALLAN