Bjallan - 01.11.1943, Side 4
Samtíiitiigiir
Gunna sér um sig.
„Ekki á af ykkur að ganga piltunum í Sam-
vinnuskólanum," sagði kunningi minn við mig,
þegar hann frétti að skarð væri höggvið í okkar
fríðu en fámennu kvenfylkingu.
„Já,“ sagði ég, „en við, sem höfum aldrei haft
af miklu að státa í kvennamálum, erum orðnir
svo vanir við ólánið, að við sættum okkur furðu
fljótt við þetta. — Og auk þess getum við glaðst
með Gunnu, því að nú getur hún farið að taka
einhverju bónorðinu, gift sig og alið fullt hús
af fallegiun bömum." X+Y.
Vísa.
Ó, Sigga, ég é þig anda,
svo sviphreina, bjarteygða og blíða,
að birta um sál mína fer,
Þú stúlkan mín forkunnar fríða,
ef fengi ég þig til að standa
við hlið mér í lífs löngum vanda,
ég lifði sem konungur hér. Frosti.
Skilnaður.
Hann stóð þama í dyrunum og horfði á hana.
Hún var ljósgeislinn í lífi hans, og hann fann,
að lífið mundi vera einskis nýtt án hennar. Hún
var svo góð og hrein og svo elskuleg. En hann
vissi, að hann mátti til að fara. Hann átti að
skilja við hana; skilja við þessar rauðu varair,
sem hann hafði kysst. Hann stundi þungan,
þegar hún kom til hans, til þess að kyssa hann
enn einu sinni. Hún lagði hvíta armana um
háls honum; varir þeirra mættust. Loks reif
hann sig lausan og stökk örvinglaður út á göt-
una; já, hann varð að fara. í síðasta sinni veif-
aði hún vasaklútnum til hans.
Þau voru nýgift, og hann var að fara ofan á
pósthús, til að kaupa tvö tíu-aura frímerki.
Frosti:
Sorgleg ástarsaga.
Það var einu sinni maður. Hann var ástfang-
inn í stúlku — En stúlkan bjó langt, langt í
burtu, svo maðurinn gat ekki haft samfundi
við hana. Þess vegna leiddist honum.
í örvæntingu sinni og leiðindum hugkvæmd-
ist honum að senda henni bréf. Ekki bónorðs-
bréf. Nei, Heldur bréf almenns eðlis, sem þó
var þrungið umhyggju og ást.
Hann vænti svars og beið lengi, lengi í kitl-
andi spenningi og óvissu. En hann fékk ekkert
svar — sem og vænta mátti, því bréf hans
komst aldrei til stúlkunnar. Póstþjónninn týndi
því á leiðinni.
Þrílyftur mannheimur.
Á efstu hæð húsa hafa þeir búið, sem erft
hafa ríkidæmi og alizt upp mikinn auð. Þeir
hafa jafnan verið stærsta hætta heimsins og
þröskuldurinn á vegi þjóða inn í friðarríkið.
Á miðhæðinni hafa miðlungskjaramenn búið.
Þeir hafa oftast orðið miðlimgsmenn í athöfn-
um og afrekum.
Á neðstu hæðinni hafa þeir menn fæðst og
alizt upp við örbirgð, sem orðið hafa afburða-
menn, bjargvættir þjóða, brautryðjendur nýrra
hugsjóna, Ijós heimsins og leiðtogar kynslóð-
anna.
(Errago. Lögberg).
A: „Þér eruð sá maður, sem skrifað hefur
flestar vitleysurnar um æfina.“
B: „Þorið þér að mæla slíka ósvífni í votta
viðurvist?“
A: „Eruð þér ekki margra ára hraðritari
þingsins?“
Auðmaðurinn (á myndlistarsýningu expression-
ista): Heyrðu ráðgjafi, hvað táknar þessi
mynd?
Ráðgjafinn: Hum! Það er sjálfsagt landlags-
mynd að vetrarlagi — svart að ofan og hvítt
að neðan — já, það hlýtur að vera. — Skrambi
lagleg mynd. Þú ættir að kaupa hana.
Auðmaðurinn: Hún er dæmalaust falleg — en
hvað er þetta? Hún stendur á höfði?
Ráðgjafinn: Nú, ég held að þú segir satt.
Svona eru nú augun mín orðin. — Jú, nú sé ég
það. Þetta er sjálfsagt landslagsmynd að sumar-
lagi — og hreint ekki ólagleg. — Þú ættir samt
að kaupa hana. (!!!)
Sendibréf.
Kæra vina mín!
í dag kyssti Albert mig í fyrsta sinn. Ó! Sú
tilfinning. Mér fannst ég vera að synda í
kampavínspolli, eða að gullflær með demants-
fótum skriðu um mig alla. Ég er ólýsanlega
hamingjusöm. Mér liði ekki betur þótt ég sæti
karlvega á friðarboganum og væri að ríða beint
inn í himnaríki. (!!!)
Sölustjóri „Bjöllunnar“ er: Óskar Þorkelsson.
4 BJALLAN