Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1960, Page 2

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1960, Page 2
Arsæll Arnason var fæddur 20. des. 1886 í Narfakoti í Njarðvíkum. Foreldrar hans voru Árni Pálsson bóndi og barnakennari og kona hans Sigriður Magnúsdóttir. Hann nam bókband hjá Guðmundi Gamalíelssyni og stundaði framhaldsnám í Stokkhólmi og Berlín. Hann kom heim 1913 og setti þá á stofn bókaverzlun í Kirkjustræti 10, en keypti nokkru síðar hús Halldórs Þórðarsonar við Laugaveg 4 og rak þar bókaverzlun og bókband um 15 ára skeið. En bóka- útgáfu rak hann í 20 ár. Fyrsta bókin, sem hann gaf út var Fornólfskver 1923, en sú síðasta Til Heklu 1943. — Hann þýddi sjálfur og gaf út allar ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar og Til Heklu, bók Alberts Engströms. Þá gaf hann út öll verk Ben. Gröndals, svo og Nonna-bækumar og sitthvað fleira. — Ársæll fékk verðlaun fyrir bókband á sýningu í Stokkhólmi 1912. Hann var heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. — Ársæll lézt í Reykjavík 9. janúar 1961. Skammstafanir: Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar í skránni: Fcp. 8vo F8 16.5X10.2 Cr. 8vo C8 18.4X12.1 Post 8vo P8 20.3X12.7 Demy 8vo D8 21.6X13.7 Med. 8vo M8 22.2X14 Cr. 4to C4 24.1X18.4 Royal 8vo R8 24.8X15.2 Demy 4to D4 27.9X21.6 Royal 4to R4 30.5X24.8 M.m. = með myndum. * (stjama) við verð bókar merkir, að hún sé í bandi. Stefán Stefánsson tók bókina saman. Prentsmiðjan Leiftur * Reykjavík

x

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókaskrá Bóksalafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1844

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.