Suðri - 13.12.2018, Blaðsíða 12
12 13. desember 2018
Gunnar Granz opnar
málverkasýningu
Gunnar Granz hefur opnað myndlistasýningu í húsnæði TM við
Austurveg 6 Selfossi.Sýningin er opin alla virka daga á opnunartíma
TM. Hér eru nokkur verka Gunnars sem eru á sýningunni en hann
segir þau máluð í Árborgar abstract aðferð þannig að pensillilnn fær að ráða
er hugurinn hugsar um huti sem koma upp í hugann. Allir velkomnir á þessa
einstaklega áhugaverðu málverkasýningu á verkum meistarans.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Bláskógarbyggð Rangárþing Eystra
Vestmannaeyjabær
Skólastjóri Hvolsskóla
Hvolsvelli
Staða skólastjóra við Hvolsskóla á Hvolsvelli er laus til umsókn-
ar. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn
til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasam-
félagsins í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið nær frá Eystri Rangá
að Jökulsá á Sólheimasandi.
Starfssvið
• Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi
• Reynsla af stjórnunar- og þróunarstörfum
• Framhaldsmenntun á sviðið stjórnunar og reksturs æskileg
• Forystuhæfni og færni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er
metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið.
Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra.
Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Launakjör eru samkvæmt kjara-
samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015
Hvolsskóli er á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Í skólanum eru 240
nemendur á aldrinum 6 -16 ára í 12 umsjónarhópum. Við skólann
starfa 29 kennarar og 24 aðrir starfsmenn en ekki eru allir í fullu
starfi. Stjórnunarteymi Hvolsskóla er auk skólastjóra, tveir
deildarstjórar og vinnur stjórnunarteymið mjög náið saman.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans
www.hvolsskoli.is.
Hvolsskóli starfar í anda Uppeldis til ábyrgðar, er Grænfánaskóli
og vinnur að því að verða ART skóli. Í skólanum er lögð áhersla
á einstaklingsmiðað nám. Hvolsskóli er eini grunnskóli sveitar-
félagsins og þess vegna kemur fjöldi nemenda í skólann með
skólabifreiðum úr dreifbýlinu. Í skólanum er skólaskjól og einnig
er lögð áhersla á að allir nemendur fái tekið þátt í íþrótta- og
félagsstarfi sem boðið er uppá í lok hefðbundins skólastarfs.
Umsóknum má skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi
16, 860 Hvolsvöllur. Einnig má senda inn umsóknir rafrænt á
netfangið isolfur@hvolsvollur.is.
NÚ ER TÍMI TIL AÐ FRAMKVÆMA!
Átakið „ALLIR VINNA“ hefur verið framlengt til 1. janúar 2014.
Sveitarfélagið Garður
F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a
Sveitarfél gið Vogar
Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Sjá nánar inn á ALLIRVINNA.IS
Sveitarfélagið Árborg
Lóðir á Eyrarb kka –
Einarshafnarhverfi
Sveitarfélagið Árborg hefur látið deiliskipuleggja
Einarshafnarhverfi, vestan til á Eyrarbakka. Þar eru um 20
óbyggðar einbýlishúsalóðir, en hús í hverfinu hafa mörg
hver mikið varðveislugildi.
Gatnagerð og lagningu veitna hefur ekki verið lokið innan
hverfisins, en sveitarfélagið vill nú kanna áhuga
húsbyggjenda á uppbyggingu í því.
Í skipulaginu er lögð áhersla á að styrkja sérkenni
Eyrarbakka, sérstöðu í húsagerðarlist og samræmi við þá
byggð sem fyrir er. Hús gerðir eru tiltölulega frjálsar en
settir eru skilmálar um byggingarefni. Algeng lóðarstærð
er um 500 m². Deiliskipulagið og skilmála þess má nálgast
á slóðinni https://www.arborg.is/einarshofn/.
Sveitarfélagið vinnu nú að verkefninu „Verndarsvæði í
byggð á Eyrarbakka“ og samræmist deiliskipulag
Einarshafnarhverfis áherslum í því verkefni.
Þeir sem áhuga hafa á uppbyggingu á svæðinu, eða óska
nánari upplýsinga, eru beðnir að hafa samband við Ástu
Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árbog-
ar, í síma 480 1900, eða á netfangið asta@arborg.is fyrir 1.
janúar n.k. Þær upplýsingar sem berast munu verða nýttar
til að meta þörf fyrir gatnaframkvæmdir og tímasetja þær.
Sveitarfélagið Árborg
MENNINGARMÁNUÐURINN OKTÓBER
WWW.ARBORG.IS
Lokahóf í Húsinu á Eyrarbakka
Sun. 30. september
kl.11:00 - 18.00
Marþræðir - Stakkaskipti. Síðasti dagur
sumaropnunar á Byggðasafni Árnesinga
verður fagnað með laufléttri dagskrá í
Húsinu. Þar munu listamenn bjóða gesti
velkomna, vinnusmiðja verður fyrir
krakka, sögufróðleikur fyrir gesti og ljúfir
tónar fylla loftið.
Frítt inn.
UNTraditional - Listagjáin
Fim. 04. oktober
kl.17:00.
Opnun sýningar í Listagjánni, Bókasafn
Árborgar Selfossi. Ljósmynda- og
málverka sýning eftir pólska listamanninn
Artur Futyma. Sýningin er blanda af
hefðbundnum og óhefðbundnum verkum
í tví- og þrívídd. Opið virka daga 08:00 -
19:00 og laugardaga 10:00 - 14:00
Listasmiðja fyrir börn og unglinga
- Sundhöll Selfoss
Föst. 05. október
kl.15:00 - 17:00.
Fyrsta af þremur listasmiðjum við
Sundhöll Selfoss. Hver listasmiðja vinnur
með eitt þema, en öll þrjú tengjast
umhverfi okkar og sýn á Sveitarfélagið
Árborg. Listasmiðjunum lýkur með
sameiginlegri sýningu á Hótel Selfoss.
Leiðbeinandi: Davíð Art
Fjallkonan - Húsið Byggðarsafn
Árnesinga
Laug. 06 október
kl.20:00.
Einleikur eftir Heru Fjord byggður á ævi
Kristínar Dahlstedt, langalangömmu
Heru. Í verkinu fléttast saman lífsbarátta
Kristínar og vangaveltur Heru um eigið líf
og hvað hún eigi sameiginlegt með þessari
formóður sinni.
Frítt inn / t kmarkaður sætafjöldi!
UPPSKERUHÁTÍÐ ÍMÁ 2018
Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og
menningarnefndar Árborgar verður haldin
í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
fimmtudaginn 27.des. kl. 19:30.
Þar verða afhentir styrkir úr Afreks-
og styrktarsjóði Árborgar og
íþróttafélaganna, Hvatningaverðlaun veitt,
afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og
tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls
Árborgar 2018
Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega
velkomnir.
Guðmundur Þórarinsson spilar og syngur fyrir
gesti
Kaffiveitingar í boði eftir verðlaunaafhendingu.
Gleðilega hátíð
Íþrótta- og menningarnefnd
Sveitarfélagsins Árborgar
Forréttir
Rjúpuseyði borið fram í staupi. Heimalagaðir síldarréttir;
marineruð síld, karrísíld, sinnepssíld, dillsíld, ávaxtasíld,
epla- og rauðrófusíld og blaðlaukssíld, bornir fram með
nýbökuðu rúgbrauði og íslensku smjöri. Grafinn lax með
sinnepsdillsósu. Reyktur lax með bökuðum eggjum og
piparrótarjógúrt. Sjávarréttakonfekt í karrí-kókos með
fersku kóríander. Sjávarréttapaté með fennel, epla- og
engifersósu. Gin/vermouth-legin bleikjuflök. Reyklaxa-
rúlla með sætum pipar. Heitreykt hrefnukjöt með teriaki
wasabi-sósu. Kjúklingalifrarpaté með sultuðum týtu-
berjum. Söltuð og reykt nautatunga með piparrótar-
rjóma. Villibráðarpaté með cumberland-sósu. Villijurta-
grafið nautafille á salati. Léttreyktar kjúklingabringur
með balsamic-sultuðum rauðlauk. Rósapiparlögð gæsa-
bringa með trönuberjahlaupi. Rúgbrauð, snittubrauð og
smjör.
Kaldir aðalréttir
Birkisteiktur lax með lime-legnu rótargrænmeti.
Beikonvafin keila með hvítlauksdressingu. Nauta-
pastrami – söltuð nautabringa með ferskri piparrót.
Kofareykt hangikjöt með uppstúf, grænum baunum,
heimalöguðu rauðkáli og kartöflum.
Meðlæti með köldum réttum: Eplasalat, kartöflusalat,
ávaxtasalat og laufabrauð.
Heitir aðalréttir
Purusteik að hætti Dana. Hægeldað rósmarínmarinerað
fjallalamb. Heilsteikt kalkúnabringa, fyllt með spínati og
gorgonzola. Heilsteikt sykursaltað grísalæri.
Meðlæti með aðalréttum: brúnaðar kartöflur, rótar-
grænmeti, rauðvínssósa, sinnepssósa og purusósa.
Eftirréttir
Pavlova með berjum. Crème brulée. Valhronasúkkulaði-
mús með krókanti. Dönsk eplakaka með kanilrjóma.
Frönsk súkkulaðikaka. Ris a la mande með kirsuberja-
sósu. Smákökur og kókostoppar.
Nánari upplýsingar:
info@hotelselfoss.is
eða í síma 480 2500
Laugardaginn 15.11. Föstudaginn 21.11. Laugardaginn 22.11. Laugardaginn 29.11.
Föstudaginn 05.12. Laugardaginn 06.12. Laugardaginn 13.12.
Borðhaldið hefst kl. 19. Á laugardögum er boðið upp á dansleik að borðhaldi loknu.
Fáðu tilboð fyrir hópinn þinn
Matseðill
Jólahlaðborð
meðLadda
á Hótel Selfossi