Suðri - 13.12.2018, Blaðsíða 8
8 13. desember 2018
Aðsóknarmet í Bókakaffinu
Aðsóknarmet var slegið á upp
lestrarvöku fimmtudaginn 22.
nóvember sl. í Bókakaffinu á
Selfossi þegar 76 manns mættu. Fyrra
metið var frá 24. Nóvember 2016 þegar
73 mættu og þar áður frá 3. Desember
2014 þegar 70 mættu. Bókakaffið
hefur verið með upplestrarkvöld frá
árinu 2007 og mætingametin fyrstu
árin voru 2008 og 2009 þegar rúmlega
60 manns mættu á svokölluð og
margfræg Vestfirðingakvöld. Eftirtalin
lásu upp í Bókakaffinu þann 22.
Nóvember sl. :
Jón Hjartarson og Áslaug
Ólafsdóttir úr bókinni Kambsmálið er
segir frá atburðum sem urðu á bænum
Kambi í Árneshreppi árið 1953 þegar
til stóð að sundra fátækri fjölskyldu
í kjölfar andláts bóndans, Lilja
Magnúsdóttir las úr bókinni Svikarinn
sem ástarsaga og saga úr íslenskum
samtíma, Gunnar Sæmundsson frá
Hrútatungu las úr sjálfsævisögu
sinni, Genginn ævivegur en Gunnar
var lengi í forystusveit bænda og
kom að margvíslegum félagsmálum
í heimahéraði og á landsvísu og
Bjarni Harðarson las úr 18. Aldar
skáldsögunni Í Gullhreppum
þar sem segir frá Skálholtsstól
og þjóðsagnapersónunni Þórði í
Reykjadal.
Menningarráð Hrútavinafélagsins
Örvars á Suðurlandi var á
upplestrarkvöldinu nú þann 22. Nóv.
Eins og svo oft áður. Fyrir upplesturinn
áttu þeir í ráðinu minnigarspjall um
Kristján Runólfsson í Hveragerði sem
lést þann 17. Október sl. Hann var í
Menningarráðinu og mætti manna
best á upplestrarkvöldin í Bókakaffinu
alla tíð.
Þetta fært til ljóðs í minningu
Kristjáns:
Minning Kristjáns mýkir stund
margt er þar af góðu.
Menningarráðið mætt á fund
mærum hann í ljóðu.
Björn Ingi Bjarnason færði
aðsóknarmetið í Bókakaffinu til
myndar.