Suðri - 13.12.2018, Blaðsíða 6

Suðri - 13.12.2018, Blaðsíða 6
6 13. desember 2018 Eitraða barnið – bókarkafli Eitraða barnið eftir Guð mund Brynjólfs son, rit höfund á Eyrar bakka, er einkar vel heppnuð skáld saga en Guð mundur hefur skrifað sig í fremstu röð ís lenskra rit höfunda á síðustu árum þar sem hver úr vals bókin hefur rekið aðra. Bókin er sér lega lipur lega og vel skrifuð og fléttan marg slungin og spennandi, í sögu sem segir frá myrkum hliðum til verunnar. Án efa ein af bestu skáld­ sögum ársins. Sögu sviðið í Eitraða barninu er Eyrar bakki og nær sveitir um alda­ mótin 1900. Við sögu koma nafn­ kunnir Ís lendingar, svo sem skáldin Einar Bene dikts son og Jóhann Sigur­ jóns son, Niel sen faktor, séra Eggert í Vog sósum. En einnig skáldaðar per­ sónur höfundar, hinn mis heppnaði sýslu skrifari Kár Ketils son og bjarg­ vætturinn Anna sýslu manns frú. Fyrst og fremst hverfist sagan þó um ungan og ó reyndan sýslu mann, Eyjólf Jóns son sem dreginn er upp úr vesöld sinni í Kaup manna höfn og er næsta ó öruggur um sig í æsi legri at­ burða rás í spilltri brenni víns ver öld fá­ tækra Ár nesinga. - bgs Dauður beykir (júlí 1900) Þau hafa sofið eina nótt á Skúm­ stöðum – og varla það, því þau hafa líka elskast heitt, þegar dregur til tíðinda. Það stendur skítugur strákur á Skúm­ staða hlaðinu og galar upp í gluggann. Reyndar upp í rangan glugga því hann stendur undir eld hús glugganum en sýslu maður og kona hans eru enn­ þá sofandi. Klukkan er enda rétt að verða sex á laugar dags morgni. Það er að eins Ey rún Þórðar dóttir sem er komin ofan, eldri kona sem hefur lengi verið heimils föst hjá Bjarna Þórðar­ syni og frú Ges t rúnu og í raun hefur hún alið Önnu upp – ekkert síður en móðir hennar. Þegar loks kemur að því að Anna hleypir heim draganum er á kveðið að Ey rún verði henni til halds og trausts. Kannski liggur á ein hver grunur um að þess muni verða þörf. Ey rún gamla kemur út á tröppur og ætlar að hefja upp eðli legar skammir og á sakanir um stráks skap og prakkara­ læti þegar strákurinn stynur upp – rétt um það bil þegar hún dregur stóra andann til þess að ná krafti í lexíuna: „Sveinn beykir er dauður. Hann vaknaði ekki í morgun en var bara lík og Er lendsína grenjar alveg ó gur lega og segir að það sé eitrun. Sveinn beykir var á gætur í gær en dauður í morgun. Guð fyrir gefi mér að fara með svona ó tíðindi á milli þorpanna, sagði mamma mér að segja, í Jesú nafni.“ Strákurinn þurrkar undan nefinu á sér með trosnaðri ermi á þófinni lopa peysu. Hann er að mestu hreinn. En blautur í lappirnar. „Hvað segirðu, drengur minn? Og hvur á þig? Og áttirðu að vekja upp sýslu manninn?“ Ey rún snýst í hringi um sjálfa sig, hug leiðir að hlaupa beint inn og vekja Eyjólf, en hún þarf líka að bíða eftir svörum við þeim spurningum sem hún ber fram. Eða það finnst henni. „Ég heiti Snorri Snorra son frá Garð­ húsum. Pabbi, sem heitir líka Snorri Snorra son, ætlar austur á reiti að breiða og gat ekki komið sjálfur og mamma mín heitir Sumar lína í Garð húsum og hún sagði mér að vekja sýslu manninn og læknirinn og hún er Guð munds­ dóttir.“ Strákurinn sýgur upp í nefið en það dugar ekki til og hann rennir því enn og aftur erminni undir nefið á sér. Nú vindur Ey rún sér inn, bendir stráknum að bíða og eftir andar tak stendur Eyjólfur á tröppunum – ferð­ búinn, hann hefur heyrt á væning af orða skiptum stráks og Ey rúnar. Hann ætlar að taka strákinn tali en þá romsar hann öllu út úr sér eina ferðina enn og þó með breyttum enda hnút. „Ég er búinn að vekja læknirinn og hann er á leiðinni til yðar þegar hann er búinn að ná hel vítis þrjótnum, sagði hann – ekki ég. Þér skiljið.“ Þeir fara saman ríðandi vinirnir, Ragnar Bjarg munds son læknir og lyf sali og Eyjólfur Jóns son sýslu­ maður. Snorri litli Snorra son hleypur á eftir eins hratt og hann getur – en þarf að sætta sig við að hafa ekki við full orðnum mönnum á gæðingum. Hestarnir renna eftir slétt lendinu á móti morgun sólinni sem stríðir knöpunum svo báðir bölva góð lát lega. Þó ekki beint sólinni – slíkt er synd. Hraunsáin er skítug og lítið í henni enda sól skin mikið undan farna daga og dælurnar á Stokks eyri með minna móti og öll þau vötn og pollar sem þar liggja ofan við. Þeir nema staðar á austur bakka þessa læks sem fengið hefur nafn bótina á. Enn og aftur er þessi spræna brúar laus – aft a ka flóð í febrúar hafa mölvað brúar nefnuna sem tjaslað var upp eftir janúar flóðin árið 1890. Dugurinn er sá að sú brú er hér enn tíu árum seinna – allt þangað til akkúrat núna. Ragnar tekur upp silfur búnar tóbaks dósir og fær sér hressi lega í nefið, otar þeim svo að fé laga sínum sem hristir hausinn. Eyjólfur reykir bara sitt tóbak, sinn Parta gás, en hefur aldrei brúkað tóbak í nef eða munn. „Ég legg til að ég einn gangi í bæinn. Það hefur verið að stinga sér niður flekku sótt. Ó þarfi að ofra því að þú gleypir hana í þig,“ segir Ragnar hugsi og horfir á fé laga sinn klóra leir ljósa klárnum sínum á kollinum. „Lík lega er það skyn sam legt,“ svarar Eyjólfur annars hugar. „Það er skyn sam legt.“ „En ertu með ein hverjar varnir, Ragnar? Ekki treystirðu á Guð og lukkuna í þessu?“ „Ég treysti sjálfum mér og svo þessu.“ Ragnar tekur vasa pela upp úr innri brjóst vasa á reið kápu sinni og staupar sig. Hann réttir Eyjólfi síðan pelann sem fær sér fyrir siða sakir ör­ lítið tár. Hann langar vissu lega í meira, myndi þiggja svo miklu meira og geta setið lengur við það. Hann hugsar með sér að ekki sé það höfðing legt að drekka sótt varnar vökvann frá lækninum – því lætur hann þetta tár nægja. Þeir hotta blíð lega á hestana og ríða hægt inn á milli kotanna, Ragnar veit hvar beykirinn býr – það er lág reistur torf­ bær, gamall en í góðu standi því hand­ lagnin hefur búið í þessu húsi jafn lengi og sá maður sem nú er fallinn. Ragnar stígur af baki, sýpur á og bregður svo trefli fyrir vit sín, svo drepur hann á dyr. Út kemur ung­ lings piltur, hann er al var legur en ekki bugaður að sjá. Sonur beykisins. Þeir hverfa inn í bæinn. Eyjólfur stígur af hesti sínum og sest á grjót garð. Hann finnur augu á sér hvarvetna. En sér enga mann eskju. Eftir nokkra stund – Eyjólfur veit ekki hve lengi hann hefur setið þarna – kemur Snorri litli Snorra­ son móður og másandi. „Er læknirinn inni? Er karlinn enn dauður?“ „Verðum við ekki að telja það lík­ legt að maðurinn sé enn þá látinn. En nú ættir þú að fara heim til þín, vinur. Ragnar læknir telur ekki ráð legt að fólk sé hér við Starkaðar kot því þetta gæti verið slæm pest og smitandi. Hérna hefur þú krónu fyrir hlaupin í morgun og trú mennskuna.“ Eyjólfur hefur seilst í vestis vasann eftir krónu peningi sem hann leggur í lófa drengsins. Sá verður for viða, stamar og bugtar sig, segir eitt hvað í fumi en fátt af viti. Gleymir að þakka fyrir sig með orðum en beygir sig því tíðar, stekkur loks af stað og segir: „Ég, ég, ég er votur og mér er ... er kalt á löppunum.“ Það glamra ögn í honum tennurnar. Eyjólfur horfir á eftir stráksa, hann á ekki langt heim en þegar hann hleypur fram hjá fjár hús kofa þar rétt hjá er hann stöðvaður af rosknum hjónum sem eru að stinga út. Hann bendir og patar og þau góna og fetta sig – sýslu­ maðurinn þykist viss um að þar fari fram dá góð yfir heyrsla. Og hann brosir með sjálfum sér. „And skotans bé vaðir þver hausar alltaf hreint, hel vítis and skotans djöfull.“ Ragnar læknir gengur út úr sorgar húsinu með þetta bæna mál á vörum. Eyjólfur snýr sér for viða að honum. „Er ekki í lagi með þig, maður? Það er eins fal legt að ekkjan heyri ekki í þér ... eða þá drengurinn.“ Eyjólfi er mis­ boðið. „And skotans fjandans þrjóska og heimska – and leg þoka.“ Ragnar sest hjá vini sínum og horfir á hann með stingandi augum, fullum af al vöru en fyrst og fremst vondum tíðindum. „Ein hver plága?“ Eyjólfur hefur jafnað sig á munn söfnuðinum og fyllist enn frekari á hyggjum en áður. „Já, það má segja það, plágan heimska. Plágan þver móðska og plágan ó þekkt. Allt þekktar plágur hér við ströndina.“ „Hvað þá?“ „Og það er verra hel vítis pakkið hérna austan við Hraunsána, svei mér þá. And skotans ó þekkt og stífni – og nú er beykirinn dauður fyrir vikið.“ „Hann getur nú varla gert að því þótt ...“ „Hann getur ein mitt gert að því. Ég hef fyrir boðið það oftar en einu sinni – og nú síðast við hann sjálfan per sónu­ lega um síðustu helgi, já, hann sjálfan sem nú liggur nár – að éta ekki kjöt af sjálf dauðri belju. Af sjálf dauðum skepnum yfir leitt. Aldrei! En, hvað gerir þessi lag henti meistari? Jú, étur hana Skjöldu sína, líkast til af tómri djöfulsins nísku – og nú er hann ... já, Guð blessi hann.“ „Hvað er lík legast að hafi gerst?“ Eyjólfur veit svo sem að fólk á ekki að éta af sjálf dauðu, en þekkir lítið á stæðurnar. „Við komum hérna til hans, Guð­ mundur dýra læknir og ... and skotinn hafi það. Guð mundur sagði við hann að þetta væri líkast til miltis brandur. Hann hefur verið að skjóta sér niður og ... Guð mundur fann strax við krufningu miltis brands bakteríur við heilann á kúnni og í lungum. Karlinn er sjálfur út belgdur yfir brjóstið, greini­ legur bjúgur. Það þarf varla að opna hann en sjálf sagt kemst maður ekki hjá því – svona fyrir land lækni. En að detta í hug að éta ... and skotans nískan í þessu ... hel vítis, hel víti. Ég veit það nú þegar, ég veit hvað ég mun finna, heilinn á honum er sjálf sagt eitt blóð­ stykki og með þetta vaðandi um ...“ „Þú verður að kryfja manninn. Það er laga leg skylda ...“ Eyjólfur er kominn á bak. „Þegiðu, Eyjólfur. Mér leiðast krufningar.“ Ragnar segir þetta hvorki mein lega né með háði. Hann segir þetta lágt, eins og af honum sé dregið eftir allar for mælingarnar. Honum er al vara. Hann stígur á bak Þrjóti og saman ríða þeir sýslu maður vestur úr. Læknishúsið eftir Bjarna Múla Bjarnason Í skáld sögunni Læknis húsið eftir Bjarna Múla Bjarna son, notar höfundur sem grunn að sögunni þann tíma er hann bjó með konu sinni, og þá verandi ráð herra, Katrínu Júlíus dóttur, í Læknis húsinu á Eyrar­ bakka. Höfundurinn í sögunni er vanur því að vera þarna í næði, að skrifa, en núna, þegar hann lítur út um gluggann, blasir alltaf við lög reglu bíll í garðinum. Ráð herranum, sem gengur undir heitinu Magda lena í sögunni, hafa borist hótunar bréf, og and rúms loftið er ógn væn legt. Við þessar kring­ um stæður byrja undar legar æsku­ minningar, frá því höfundurinn, Steinar, bjó í húsinu í æsku, hjá frændum sínum, öðrum blindum, en hinum mál lausum, að sækja á hann. Ó svaraðar spurningar úr for tíðinni leita á hann, taka að á sækja í búana og hafa ógn þrunginn á hrif á hjónin, börn þeirra, og ráð herra bíl stjórann Sig rúnu, sem dregast æ dýpra inn í leyndar dóma fjöl skyldu lífsins. Bókar kafli: Þegar lang afi hans, Gísli, var skipaður læknir á Eyrar bakka árið 1913, var þar starfandi ungur af­ leysinga læknir, eftir frá fall gamla héraðs læknisins. Mektar menn höfðu gert ráð fyrir að hann yrði settur í starfið og voru ó sáttir við boðaða komu Gísla. Sú saga komst á kreik að hann væri of stór og svíra mikill til að hestar gætu borið hann langa vegu og væri því ófær um að sinna sjúk lingum nær liggjandi sveita. Þegar hann svo mætti og reyndist lág vaxinn og nettur, breytti það ekki mati margra sem neituðu að viður kenna þennan rindil og héldu á fram að sækja læknis hjálp til afl eysinga læknisins úr sveitinni. Þetta gerði lífs bar áttuna síst auð­ veldari hjá barn margri fjöl skyldu Gísla sem hafðist við í lekum timbur­ hjalli úti við sjó – en þar sem þetta var fyrsta fasta em bætti hans, var hann stað ráðinn í að þrauka, sama hvað að höndum bæri. Á hljóðri sumar nóttu þegar læknirinn hafði staðið upp frá lestri og gengið niður í flæðar málið til að hlera dá leiðandi logn ölduna varð honum litið til hússins. Honum heyrðust bæld köll óma í nóttinni en var ekki viss um hvort þau væru hluti af draum­ kenndum hugsunum eða ættu upp­ runa sinn í um hverfinu. Hann hafði skilið gluggann á vinnu stofunni eftir opinn og eftir að hafa pírt lúin augun um stund, sá hann ekki betur en inni logaði ó venju glatt á lampanum. Hann skundaði upp slakkann að húsinu og þegar hann skyggndist inn brann tíran yfir les stólnum jafn hóg lega og vant var, en skjala kassarnir við vegginn voru al elda, sem og skrif orðið hans og meðal a hillurnar. Eld tungur strukust upp með veggjum og lofti líkt og þær væru mataðar. Engu var líkara en ein hver hefði kastað logandi kyndli inn í húsið. Þegar læknirinn hafði komið sonunum út, sem og einka dótturinni, vinnu konunni og eigin konunni, taldi hann alla hólpna og tók að huga að inn búinu. Húsið stóð nú í björtu báli og kona hans meinaði honum inn­ göngu. Hann hafði gefið upp vonina um að bjarga nokkru af eigum þeirra þegar hann heyrði kallað ofan af loftinu: „Ég sé ekkert, getur ein hver opnað gluggann, ég er að kafna úr hita hérna uppi!“ Í fátinu höfðu þau gleymt systur dóttur hans sem þau höfðu ætt leitt tveimur árum áður og lá á sóttar sæng í risinu. Af ópum hennar að dæma virtist hún ný vöknuð og ekki gera sér grein fyrir hvað gengi á.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.