Suðri - 04.07.2019, Page 12
12 4. júlí 2019
Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is
Við hjá NormX höfum framleitt heita potta fyrir íslenskar
aðstæður í yfir 30 ár. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu
því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á
verði sem kemur skemmtilega á óvart.
Snorralaug Gvendarlaug Grettislaug Unnarlaug Geirslaug
Við seljum lok á
alla okkar potta.
NormX hitaveitupottar
Það er alltaf rétti
tíminn að eignast
vandaðan heitan
pott á hagstæðu
verði.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLAÍ YFIR 30 ÁR
www.normx.is
Nýr veruleiki í mótun?
Komin er út ný skýrsla um
félagsleg þolmörk íbúa
á Suðurlandi gagnvart
ferðamönnum og ferðaþjónustu en
hún er lokaafurð áhersluverkefnis
Sóknaráætlunar Suðurlands.
Rannsóknin fór af stað haustið 2017
og var unnin af Þorvarði Árnasyni
og Arndísi Láru Kolbrúnardóttur hjá
Rannsóknasetri Háskóla Íslands á
Hornafirði.
Helsta markmið verkefnisins var
að afla upplýsinga um viðhorf íbúa á
Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og
greina þannig þolmörk íbúa gagnvart
ferðamönnum og ferðaþjónustu út
frá hinum ýmsu þáttum í innviðum
samfélagsins. Einnig var markmiðið
með að afla þessara upplýsinga að fá
fram stöðumat og þar með forsendu
til ákvarðanatöku til að bregðast við ef
þurfa þykir.
Könnuð voru viðhorf íbúa til
ýmissa þátta ferðaþjónustunnar, bæði
í landshlutanum í heild en einnig tekin
fyrir sérstaklega uppgangssvæðin
Bláskógabyggð, Mýrdalshreppur og
Sveitarfélagið Hornafjörður. Ýmis
jákvæð og neikvæð viðhorf komu
fram og meðal þeirra jákvæðu voru
efling atvinnulífs, sköpun nýrra starfa,
fjölgun íbúa, bætt lífskjör og aukin
lífsgæði. Það sem helst kom fram
sem neikvæð áhrif voru meiri og
hættulegri umferð á þjóðvegum og
aukið álag á ýmsa grunnþjónustu, svo
sem heilbrigðisþjónustu og löggæslu.
Rannsakendur telja að á heildina
litið megi álykta að áhrif af völdum
ferðaþjónustu – og þá hvort heldur
jákvæð eða neikvæð – þurfi ekki
að birtast með sama hætti í öllum
byggðarlögum, jafnvel þótt umfang
ferðaþjónustunnar sé af sömu
stærðargráðu. Munur á staðbundnum
aðstæðum getur þannig ráðið miklu
um hvort viðhorf til einstakra áhrifa
af völdum ferðaþjónustunnar verði
jákvæð eða neikvæð.
Greining tækifæra og
ávinnings af friðlýsingu
svæða
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra, og
Eva Björk Harðardóttir, formaður
Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga,
skrifuðu í dag undir samning á
Selfossi um greiningu tækifæra og
áhrifa friðlýstra svæða á Suðurlandi.
Verkefnið er ein aðgerða í
Byggðaáætlun 2018-2024 en er einnig
hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar
um sérstakt átak í friðlýsingum.
Verkefnið byggir á greiningu á
hagrænum áhrifum friðlýstra svæða
sem Hagfræðistofnun Háskólans
hefur unnið fyrir umhverfis-
og auðlindaráðuneytið. Veitt
er 7 milljónum til verkefnisins.
Sambærileg verkefni verða unnin í
öðrum landshlutum.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
óskuðu eftir innsendum tillögum
að svæðum frá hagaðilum innan
landshlutans. Út frá þeim tillögum sem
bárust er stefnt að tveimur verkefnum
í landshlutanum. Annars vegar um
verndun jarðvætta (e. geosites) í Kötlu
jarðvangi, einkum þau svæði sem
metin eru alþjóðlega mikilvæg. Hins
vegar um svæði vaðfugla í Skarðsfirði
og á leirum með aðkomu Náttúrustofu
Suðausturlands. Greindar verða
mögulegar sviðsmyndir fyrir svæðin
til að leggja mat á möguleg hagræn
áhrif ef svæðin yrðu friðlýst eða
verndun þeirra aukin. Loks verða
mótaðar hugmyndir um þróun
svæðanna og möguleg tækifæri þeirra.
,,Það gleður mig að sjá
Sunnlendinga nú komna í hóp með
Austfirðingum sem vilja greina
tækifærin sem geta skapast með
friðlýsingu svæða. Nýleg rannsókn
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands,
sem unnin var í tengslum við
átak í friðlýsingum, sýnir glöggt
hvaða efnahags- og samfélagslegi
ávinningurinn af friðlýstum svæðum
getur verið mikill þegar hver króna
sem lögð er til friðlýstra svæða
skilar sér 23 sinnum til baka”, segir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra.
www.sass.is