Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Blaðsíða 16
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 16 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 25 Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist þrefalt á síðustu áratugum Ástríður Pétursdóttir1, Björn Már Friðriksson1, Jóhanna M. Sigurðardóttir2, Helgi J. Ísaksson3, Steinn Jónsson1,4, Tómas Guðbjartsson1,5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðdeild Västerås sjúkrahússins í Svíþjóð, 3rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði,4lungnadeild og 5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala astridurp@gmail.com Inngangur: Krabbalíkisæxli (carcinoids) í lungum eru sjaldgæf tegund lungnakrabbameina sem oftast eru bundin við lungu en geta mein- verpst. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og árangur þessara æxla í vel skilgreindu þýði á 60 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra krabba- líkisæxla í lungum sem greindust á Íslandi árin 1955-2014. Vefjasýni voru endurskoðuð og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð skv. 6. útgáfu TNM-stigakerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og miðast lifun við 1. janúar 2015. Meðaleftirfylgd voru 186 mánuðir. Niðurstöður: Alls greindust 93 sjúklingar (62 konur, meðalaldur 52 ár) á tímabilinu. Nýgengi jókst úr 0,2/100.000/ári 1955-1964 í 0,7 2005-2014. Alls greindust 26 sjúklingar af 85 (31%) án einkenna og jókst hlutfall tilviljanagreindra úr 17% fyrri 30 árin í 33% þau síðari. Algeng einkenni voru hósti (56%), lungnabólga (28%) og takverkur (11%). Meðalstærð æxlanna var 2,7 cm (bil: 0,3-6,3 cm) en 71(84%) sjúklingur var með dæmi- gerða(typical) vefjagerð og 14 (16%) ódæmigerða (atypical). Alls gengust 77 sjúklingar undir skurðaðgerð, oftast blaðnám (84%). Einn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð (0,1%). Flestir, eða 67 sjúklingar greindust á stigi I (79%) og 4 á stigi II (5%). Fjórir aðrir sjúklingar greindust með meinvörp í miðmætiseitlum (stig III), allir með dæmigerða vefjagerð. Sex sjúklingar (7%) höfðu fjarmeinvörp við greiningu (stig IV); 2 með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit höfðu 5 sjúklingar (6%) látist úr sjúk- dómnum en 5 ára lífshorfur alls hópsins voru 87% og 92% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefjagerð. Ályktanir: Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist þrefalt síðustu 6 áratugina, aðallega vegna aukningar í tilviljanagreiningum. Langflestir (>84%) greinast með sjúkdóm bundinn við lungað en þá eru horfur mjög góðar. 26 Bráð ósæðarflysjun á Íslandi - nýgengi og dánartíðni Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Sigrún Helga Lund1, Bjarni A. Agnarsson1,2, Tómas Gudbjartsson1,3, Arnar Geirsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2meinafræðideild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala ihm4@hi.is Inngangur: Bráð ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem skjót greining getur skipt sköpum varðandi lifun og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Upplýsingar um nýgengi og árangur meðferðar við ósæðarf- lysjun vantar bæði hér á landi og erlendis. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindir voru með bráða ósæðarflysjun á Íslandi frá 1992–2013. Upplýsingar um fyrra heilsufar, áhættuþætti og klínísk einkenni voru skráðar úr sjúkra- skrám og krufningarskýrslum. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað út frá gögnum Hagstofu Íslands og lifun metin með Cox lifunargreiningu og logrank prófum. Niðurstöður: Alls greindust 148 einstaklingar með ósæðarflysjun, 97 með gerð A og 47 með gerð B og var aldurstaðlað nýgengi 2,55/100.000/ ári. Ekki sáust marktækar breytingar á nýgengi á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur sjúklinga var 66±13 ár og 62% voru karlmenn. Alls létust 24 sjúklingar (16%) utan spítala en af þeim 124 sem náðu lifandi inn á sjúkrahús létust 29% <24 klst og 48% innan 30 daga. Fimm og tíu ára heildarlifun fyrir allan hópinn var 43,6% og 37,6%. Á rannsóknar- tímabilinu sást ekki marktæk lækkun á dánartíðni <24 klst en 30 daga dánartíðni lækkaði marktækt (0,96/ár, 95% CI: 0.923- 0.996, p= 0,03) og 10 ára lifun batnaði úr 25,4% á fyrri 12 árunum í 49,1% þau síðari (p=0,02). Ályktanir: Nýgengi bráðrar ósæðarflysjunar reyndist 2,55/100.000 íbúa á ári sem er aðeins lægra en í flestum erlendum rannsóknum, en engin þeirra rannsókn nær þó til heillar þjóðar líkt og þessi rannsókn. Ekki hefur orðið aukning í nýgengi og dánartíðni sjúkdómsins er há. Árangur meðferðar hefur batnað þar sem 30 daga dánartíðni hefur lækkað og langtíma lifun aukist. 27 Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi 2001-2013: Tíðni, forspárþættir og afdrif sjúklinga Steinþór Árni Marteinsson1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Sveinn Guðmundsson2, Arnar Geirsson3, Kári Hreinsson4, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítala sam18@hi.is Inngangur: Eftir kransæðahjáveituaðgerð getur þurft að grípa til endur- aðgerðar til að stöðva blæðingu. Langtíma afdrif þessar sjúklinga eru lítið rannsökuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tíðni enduraðgerða vegna blæðinga eftir hjáveituaðgerð á Íslandi, skilgreina áhættuþætti og kanna langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn á öllum sjúklingum (n=1755) sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Sjúklingar sem gengust undir enduraðgerð voru bornir saman við þá sem ekki þurftu enduraðgerð. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og forspárþættir endurað- gerða metnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 74 mánuðir og miðaðist eftirfylgd við 1. júlí 2014. Niðurstöður: Alls gengust 121 sjúklingar (6,9%) undir enduraðgerð. Í enduraðgerðarhópi voru 52,2% sjúklinga á aspiríni fyrir aðgerð en 38,0% í viðmiðunarhópi (p=0,004). Aðgerðatengdir þættir, m.a. aðgerðartími, voru sambærilegir í báðum hópum. Meðalblæðing á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð var rúmlega þrefalt meiri í enduraðgerðarhópi (2660 sbr. 859 ml, p<0,001), legutími 3 dögum lengri og dánartíðni <30 daga marktækt hærri (9,1 sbr 1,9%, p<0,001). Fimm ára lifun var marktækt lægri í endur- aðgerðarhópi, eða 78,6% borið saman við 90,3% (p=0,002). Sjálfstæðir for- spárþættir fyrir aukinni tíðni enduraðgerðar voru skert nýrnastarfsemi fyrir aðgerð og notkun clopidogrels. Verndandi þættir voru kvenkyn, hærri líkamsþyngdarstuðull og aðgerð á sláandi hjarta. Ályktanir: Tíðni enduraðgerða (6,9%) er í hærra lagi hér á landi án þess að skýringin sé ljós. Tíðni fylgikvilla, legutími og dánartíðni <30 daga þessara sjúklinga er talsvert hærri, og langtímalifun lakari en í við- miðunarhópi. Því er mikilvægt að þekkja forspárþætti enduraðgerða til að hægt sé að fækka þeim.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.