Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Blaðsíða 21
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 21 Aðferðir: Þýðið samanstóð af blóðgjöfum og sýnum sem höfðu verið send á ónæmisfræðideild til MBL mælinga (N=637). MBL2 og FCN2 arfgerðir voru greindar með rauntíma PCR með þekktri bræðslumarks- greiningu. Niðurstöður: MBL arfgerðir voru flokkaðar tvo hópa. AX/O + O/O arf- gerðir (skortur) (N=106) og A/A + AY/O (ekki skortur – til samanburðar) (N=531). Í skortshópi greindust 6 arfblendnir (G/T) einstaklingar um FCN2 samsætuna, en 106 einstaklingar í samanburðarhópnum (p=0.004). Enginn arfhreinn (T/T) fannst í skortshópi, en 10 voru arf- hreinir í samanburðarhópi (p=0.1551). Ályktun: Fíkólín-2 skortur er sjaldgæfur í MBL skorti sem er hugsanlega vegna uppbætingar í kerfinu. Í framhaldi munum við rannsaka hvaða þýðingu það hefur fyrir heilbrigði mannsins að vera með samsettan PRPs skort. 41 Sérhæfing og virkni CD8+ T-stýrifrumna er háð bólgumyndandi boðefnum Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir1, 2, Björn Rúnar Lúðvíksson1, 2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ unab@lsh.is Inngangur: T-stýrifrumur (Tst) eru mjög mikilvægar í stjórnun á ónæmisviðbrögðum líkamans en þær stilla hárfínt jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari. Ef þetta jafnvægi raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmisjúkdómum. Þar af leiðir hafa Tst mikla meðferðarmögu- leika en frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að auka skilning okkar á virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að meta hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD8+ afleiddra Tst (CD8+ aTst) in vitro og skoða boðefnaseytun þeirra. Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1β og TNFα. Boðefnaseytun var skoðuð með ELISA og luminex. Niðurstöður: TGF-β1 og IL-2 höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu CD8+ aTst (CD8+CD127-CD25hiFoxP3hi, P<0.0001). IL-1β í háum styrk hafði marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu CD8+ Tst (P<0.01). Í viðurvist TNFα minnkaði seytun á IL-10 og TGF-β1 (P<0.01/0.05) CD8+ aTst á meðan IL-1β hafði minnkandi áhrif á IL-10 seytun (P<0.05). Bælivirkni CD8+ Tst, á CD4+ og CD8+ T-verkfrumur (P<0.01), var marktækt hindr- uð þegar bólgumiðlandi boðefnin, IL-1β and TNFα, voru í ræktinni. Frumrannsóknir benda til þess að minnkuð bælivirkni vegna IL-1β er hugsanlega háð IL-10 og IFNg (P<0.01/0.001) á meðan TNFα hafði engin áhrif á seytun þeirra. Sem og að bælivirkni sé ekki snertiháð heldur stjórnist hún af boðefnum sem aTst seyta frá sér. Ályktanir: CD8+ aTst, virkjaðar í gegnum CD3/CD28 viðtakana eru háðar IL-2 og TGF-β1. Einnig hindra IL-1β og TNFα bælivirkni CD8+ aTst sem hugsanlega er IL-10 og IFNg háð en ekki snertiháð. Rannsóknin sýnir því fram á að margir þættir innan ósérhæfða ónæmiskerfisins hafa mikil áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ aTst. 42 NK frumur eru nauðsynlegar fyrir hjöðnun lífhimnubólgu í músum Ósk Anuforo1,2, Ingibjörg Harðardóttir2, Jóna Freysdóttir1,2 1Ónæmisfræðideild og Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala 2, læknadeild, Líf- vísindasetri, Háskóli Íslands jonaf@landspitali.is Inngangur: Hjöðnun bólgu er nauðsynleg til að hindra að bólgan verði krónísk. Krónísk bólga er talin vera ein af orsökum margra algengra hrörnunarsjúkdóma. Náttúrulegar drápsfrumur (NK frumur) gegna hlutverki í hjöðnun ofnæmistengdrar lungnabólgu og fyrri niðurstöður okkar sýna að fiskolía í fæði músa eykur fjölda NK frumna snemma í vakamiðlaðri bólgu og hraðar hjöðnun bólgunnar. Markmið rann- sóknarinnar var að ákvarða hlutverk NK frumna í hjöðnun vakamiðl- aðrar bólgu í músamódeli sem endurspeglar bólgukast í sjálfsofnæmis- sjúkdómum. Efni og aðferðir: mBSA bólusettar mýs voru sprautaðar í æð með mótefni gegn NK frumum (NK skorts hópur) eða með viðmiðunar- mótefni (viðmiðunarhópur). Sólarhring eftir eyðingu NK frumna var lífhimnubólga mynduð með því að sprauta mBSA í kviðarhol þeirra og kviðarholsvökva og frumum safnað á nokkrum tímapunktum. Frumur voru taldar og tjáning sameinda ákvörðuð með frumuflæðisjá. Styrkur boðefna og leysanlegra boðefnaviðtaka var ákvarðaður með ELISA aðferð. Niðurstöður: Sex tímum eftir að lífhimnubólgu var komið af stað hafði fjöldi daufkyrninga í kviðarholi músa í báðum hópum aukist. Í NK skorts hópnum hafði fjöldi daufkyrninga enn aukist 12 tímum eftir að lífhimnubólgu var komið af stað á meðan í viðmiðunarhópnum hafði þeim fækkað og voru helmingi færri. Fjöldi daufkyrninga hélst hár í NK skorts hópum 48 tímum eftir að lífhimnubólgu var mynduð en þá voru engir daufkyrningar lengur í kviðarholi músanna í viðmiðunarhópnum. Fækkun NK frumna hafði lítil áhrif á aðrar frumur en jók styrk og/eða framlengdi hækkuðum styrk bólguboðefna. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að NK frumur séu mikilvægar við að draga úr íferð daufkyrninga á bólgustað og/eða að ýta undir sjálfstýrðan frumudauða og át daufkyrninga og því nauðsynlegar fyrir hjöðnun bólgunnar. 43 Algengi IgA skorturts meðal fyrstu gráðu ættingja IgA skorts einstaklinga Andri Leó Lemarquis1,2, Helga Kristín Einarsdóttir 2, Ingileif Jónsdóttir 1,2,3, Björn Rúnar Lúðvíksson 1,2 1Háskóli Íslands, 2Landspítala, 3Íslenskri erfðagreiningu andrileo@landspitali.is Inngangur: IgA skortur (IgAD) er algengasti mótefnaskortur í mönnum, en algengi hans er talin vera um 1:600 á Íslandi. Tíðni ýmissa sjálfs- ónæmissjúkdóma er margfalt hærri hjá IgA skorts einstaklingum og ættingjum þeirra en sjálfsónæmissjóksómar eru ein helsta ástæða dauða og sjúkdómsbyrði í hinum vestræna heimi. Markmið rannsóknar var að kanna tíðni IgA skorts meðal fyrstu gráðu ættingja IgA skorts ein- staklinga til að vita hvort mótefnaskortur væri algengari meðal þeirra og skoða ættlægni IgA skorts í íslenskum fjölskyldym. Efniviður og aðferðir: 169 fyrstu gráðu ættingjar greindra IgA skorts einstaklinga voru fundnir í gagnagrunni Íslenskrar Erfðagreiningar og IgA mælt hjá þeim með nephelometriu, þeir sem mældust IgA tveim staðalfrávikum undir eða yfir meðaltali voru fremur mældir fyrir IgG og IgM.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.