Íslensk bókatíðindi - 01.12.1976, Blaðsíða 31

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1976, Blaðsíða 31
HORNSTREND- INGABÓK Aukin og endurskoðuð - að miklu leyti nýtt verk Hornstrendingabók kom út áriS 1943 og vakti þá þegar mikla at- hygli. Greinir þar frá byggða- lögum og náttúru Hornstranda og mannlífi þar um slóðir langan ald- ur, harðri lífsbaráttu fólksins í þessum afskekkta og hrjóstruga landshiuta, en jafnframt sérstæðri menningu þess og einkennilegum háttum. Drjúgur hluti bókarinnar er sagnaþættir og þjóðsögur af Hornströndum, og tekst höfundi að bregða sterku Ijósi á liðnar aldir. Nú hefur Hornstrendingabók verið gefin út á ný í endurskoðaðri og aukinni gerð höfundar og auk- ið i hana fjölda mynda gömlum og nýjum. Er hin nýja útgáfa í þremur bindum og að miklu leyti nýtt verk. Bindin bera heitin, Land og líf, Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. Fjórir nýir kaflar eru í bókunum, þeir eru Hvalveiðar, Mótorbátaútgerð t Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvík- inga og sagnaþátturinn Rauður logi í Rskavík. Heildarendurskoðun höfundarins og hinar nýju svipmiklu rjtsmíð- ar stækka að mun hina sérstæðu mynd af átthögum hans og gera sögu þeirra tilkomumeiri og snjallari. Hlýtur Hornstrend- ingabók að teljast eitt af merki- legustu átthagaritum í íslenskri tungu og frábært rit vsgna fróð- leiks og snilli Þórleifs Bjarnasonar. Þegar bókin kom út 1943 var enn byggð í Sléttuhreppi og á Hornströndum, en níu árum síðar var sveitin komin í eyði. Finnur Jónsson alþingismaður tók allar þær landslagsmyndir sem voru í fyrri útgáfu. Þær birtast allar aftur auk fleiri mynda eftir Finn. Hjálmar R. Bárðarson vann allar myndir Finns upp að nýju. Þá eru tugir mynda eftir Hjálmar sjálfan, en hann fór um Strandir árið 1939 og tók þá fjölda mynda sem nú birtast í fyrsta sinni. Myndir þeirra Finns og Hjálmars eru hinar sögulegustu, enda sýna þær hið horfna mannlif á Strönd- um og eru teknar á síðasta snún- ing áður en byggðin lagðist i eyði. GÓDBÓK ER GULLI BETRI Örn og Örlygur, Vesturgötu 42. Simi: 25722

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.