Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 39

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 39
Isaac Bashevis Singer TÖFRAMAÐURINN FRÁ LÚBLÍN Töframanninum frá Lúblin, Jasía Mazúr, virt- ist flest til lista lagt. Hann átti góða konu og gott heimili og á sýningarferðalögum sínum naut hann vaxandi frægðar og fór ekki var- hluta af hylli kvenna. En hann var ástríðu- fullur maður og mikið vill alltaf meira. Dag einn verður honum Ijóst að líf hans er komið í hnút og úr vöndu að ráða. Og maðurinn lifir í senn í samfélagi og undir lögmáli guðs. í Töframanninum frá Lúblín er at- burðarásin hröð og dramatísk og mannlýs- ingar lifandi. Jafnframt er bókin dæmisaga, full af lifsvisku, fegurð og mannúð, eftir höf- und sem kann til hlítar þá list að segja sögu. Margir telja Isaac Bashevis Singer eitt snjall- asta sagnaskáld sem nú er uppi. Honum voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrrahaust. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri þýddi „Töfra- manninn“, en bókin er 240 blaðsíður. Setberg ALMANAK GRIKKLAND HIÐ FORNA I eftir Will Durant í HINS ÍSLENZKA ÞJÓÐVINAFÉLAGS 1980. þýð. dr. Jónasar Kristjánssonar (2. prentun). ANDVARI, 104. árgangur, ritstjóri dr. Finn- bogi Guðmundsson. ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS: TÓNMENNTIR II eftir dr. Hallgrím Helgason. SAGNA-DANSAR. Vésteinn Ólason lektor bjó til prentunar (islensk rit V.). SOVÉTRÍKIN eftir Kjartan Ólafsson (Lönd og lýðir XII. 22. bók). KÍNAÆVINTÝR eftir dr. Björn Þorsteinsson. KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á ÍSLANDI 1921—1934 eftir Þór Whitehead. Sagnfræði- rannsóknir. (Studia historica 5). FLÓAMANNASAGA, GAULVERJABÆR and HAUKR ERLENDSSON eftir Richard Perkins (Studia Islandica 36). FYRSTA SAGAN eftir dr. Bjarna Guðnason (Studia Islandica 37). VIRKISVETUR eftir Björn Th. Björnsson (2. útgáfa myndskreytt of Kjartani Guðjónssyni). GRIKKLAND HIÐ FORNA II eftir Will Durant ÍSLENSK ORÐABÓK, ritstjóri Árni Böðvars- í þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. son (6. prentun). BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.