Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 37

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 37
ÍSLENSKAR ÚRVALSBÆKUR FRÁ SKJALDBORG MIÐILSHENDUR EINARS Á EINARSSTÖÐUM Erlingur Davíðsson skráði. í bókinni eru yfir 30 viðtals- þættir við menn, sem leitað hafa sjúkir til miðilsins á Ein- arsstöðum, og eru allar frásagnirnar staðfestar með eigin- handarundirskrift viðmælenda. Myndir eru af þeim öllum og einnig nokkrar myndir teknar á Einarsstöðum. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson ritar stórmerka grein um Einar Einarsson og störf hans. Þetta er í senn sérstæð, lærdóms- rík og skemmtileg bók, sem ber því vitni á tæpitungulaus- an hátt, að tími kraftaverkanna er ekki liðinn á íslandi. ALDNIR HAFA ORÐIÐ, 8. bindi Erlingur Davíðsson skrásetti og bjó til prentunar eins og fyrri bindin. Þessir segja frá: Gunnlaugur Tr. Gunnlaugs- son, Kasthrauni, S.-Þing., Helgi Guðmundsson, Hoffelli, Skaft., Oddný Guðmundsdóttir frá Hóli á Langanesi, Run- ólfur póstur Guðmundsson, Vopnaf., Soffía Sigurðardóttir frá Brattavöllum á Árskógsströnd, Arnfirðingurinn Vagn Þorleifsson, sem nú er nýlátinn, og Þórir Áskelsson, Ake. ÞÓRDÍS Á HRAUNÁ eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði. Rammíslensk og spennandi ástarsaga. SKRÆPÓTTI FUGLINN eftir verðlaunahöfundinn Jerzy Kosinsky í frábærri þýð- ingu Gissurar Á. Erlingssonar. Hrikaleg frásögn frá Aust- ur-Evrópu um vitfirringu síðari heimsstyrjaldarinnar og mannlífið þar. Metsölubók í Bandaríkjunum og verðlauna- bók í Frakklandi, en bönnuð í Austur-Evrópu. GANGVEGIR, Ijóðasafn og lausar vísur Úrval úr kveðskap Rósbergs G. Snædals. PUNKTUR í MYND Ný Ijóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk. Skreytt fjölda litmynda eftir Ágúst Jónsson. Sannkallað listaverk. KVELDSKIN eftir Gunnar S. Sigurjónsson. Dulrænar frásagnir, hug- dettur og Ijóð. KRÓKALEIÐIR ÁSTARINNAR eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur. Scga um ólgandi ástir og ógnþrungin örlög. FJALLABÆJAFÓLK 1. bindi æviminninga Einars Kristjánssonar frá Hermund- arfelli. Hér segir Einar m.a. frá uppvaxtarárum sínum í Þistilfirði og mannlífi á þeim tíma. HALDIÐ TIL HAGA Síðara bindi af minningum Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi. Lýsingar Bjartmars á samtímamönnum sínum bera vitni glöggskyggni hans og sanngirni. STROKUPALLI Ný unglingabók eftir Indriða Úlfsson. Ein allra besta bók Indriða. KÁTA GERIST SKÁTI 9. bókin um Kátu og vini hennar. Hollur og skemmti- legur lestur fyrir yngstu börnin. Skjaldborg hf. Hafnarstræti 67 — Akureyri Safnrit Guömundar Böövarssonar Oll ritverk Guðmundar Böðvarssonar í samstæðri útgáfu. Safnrit I.—VII. Borgfirzk blanda l.-ll. Sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Því gleymi ég aldrei, l.-IV. 75 frásöguþættir af eftirminnilegum atburðum úr lífi þjóðkunnra íslendinga. Skáldkonur fyrri alda l.-ll. Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri skýrir fró hlutdeild kon- unnar í íslenzkum bókmenntum fyrri alda. fslenzkar Ijósmæöur l.-lll. Hér segir fró hetjudóðum og ævikjörum 100 íslenzkra Ijósmæðra. Sveinn Víkingur Myndir daganna, I.—III. og Getið í eyður sögunnar. Refskinna l.-ll. HÖRPUÚTGÁFAN KIRKJUBRAUT 19 - 300 AKRANES

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.