Vestfirðir - 04.10.2018, Blaðsíða 6
6 4. október 2018
Loftslagsgangan 8. september 2018
Við erum mörg í þessari göngu
því til viðbótar við okkur hér á
Íslandi eru alls eru skráðir 850
viðburðir í 95 löndum. Hundruðir millj-
óna manna um allan heim eru núna í
dag að ganga fyrir loftslagið. Yfirskrift
göngunnar er að við verðum að grípa til
aðgerða strax.
Orð prestsins Martin Niemöller eiga
við ástandið í dag en hann endaði sem
sérstakur fangi Hitlers í Sachenhausen,
og er helst minnst fyrir þessi meitluðu
orð:
"Fyrst komu þeir að ná í kommún-
istana. En ég var ekki kommúnisti, svo
ég sagði ekkert.
Svo komu þeir að sækja verkalýðsleið-
togana, en ég var ekki verkalýðsleiðtogi
og gerði því ekkert.
Svo sóttu þeir gyðingana, en ég var
ekki gyðingur og lét það afskiptalaust.
Og þegar þeir sóttu mig, þá var enginn
eftir sem gat talað máli mínu.“
Við erum síðasta kynslóðin sem get-
ur gripið til aðgerða, það getur enginn
komið á eftir okkur. Við höfum nokkur
ár og gleymum því ekki að þolmarka-
dagur auðlinda jarðarinnar var í ár 1.
ágúst þ.e. auðlindir jarðarinnar eru ekki
sjálfbærar eftir 1. ágúst.
En sem betur fer er verkefnið ekki
flókið en við verðum að vinna saman.
Við verðum öll að bera ábyrgð á okkar
kolefnisspori og til að ná stórum skref-
unum þá verða stjórnvöld að huga að
kerfinu sem unnið er eftir. Það er hægt
að ná miklum árangri hratt ef við hugs-
um dæmið.
En hvað nákvæmlega eigum við að
gera?
1. Við verðum að gera það
ósýnilega sýnilegt. Við verðum
að gera kolefnissporið sýnilegt
og verðleggja það mjög svo
takmarkaða rými sem eftir er í
lofthjúpnum.
Dæmi um það er að merkja alla vör-
ur á einfaldan hátt svo neytendur geti
valið þær vörur sem eru sjálfbærastar
og ábyrgastar. Gerum neytendum valið
auðveldara og að verðið á vörunum sýni
hvað ábyrgast er að velja. Vistvænasti
kosturinn á að njóta þess.
Þannig gætu neytendur séð kolefnis-
sporið af vörum sem búið er að flytja yfir
allan hnöttinn og borið saman við vöru
sem er framleidd innanlands. Því minna
kolefnisspor því ódýrara.
Í Hollandi er hægt að sjá þegar þú
kaupir lestarmiða hversu mikið þú spar-
ar í staðinn fyrir að keyra eða fljúga.
Við eigum að velja íslenskt og styðja
við innlenda vistvæna framleiðslu með
lítið kolefnisspor. Við eigum frekar
að kaupa tómata frá Friðheimum en
frá Frakklandi og gúrkur frá Gufuhlíð
frekar en Grikklandi.
2. Við verðum að setja inn
hvata og gera það létt að velja
rétt
Það er ástæða fyrir því að Norðmenn
hafa hæsta hlutfall af rafbílum; Þeir gera
vel við þá sem velja að kaupa rafbíla.
Frítt í ferjur, jarðgöng, bílastæði o.fl.
Annað dæmi um góðan hvata er
Samgöngusamningar sem vinnustað-
ir hérlendis gera við þá starfsmenn
sína sem koma hjólandi í vinnuna eða
með almenningssamgöngum. Það er
sprenging í þessu og dæmi um góða
breytingu sem hefur mikil áhrif.
Víða erlendis er lægri virðisauki fyrir
viðgerðir á hlutum. Þannig er það gert
hagkvæmar að laga hlutina frekar en að
kaupa nýtt.
Við verðum einnig að styðja við bak-
ið á frumkvæði sem miðar að því vinna
að loftsagsmálum. Dæmi um það er
Viðgerðakaffið á Akureyri og Tólatekið
sem er í vinnslu og þá kaupir þú ekki
verkfæri heldur færð þau lánuð eins og
í bókasafninu. Annað dæmi sem við
verðum að styðja við er kolefnisjöfnun
sauðfjárbænda og kúabænda og ívilnan-
ir á vistvæna ferðaþjónustu.
3. Draga úr sóun á öllum svið-
um og að það kosti að kasta
Ef marka má könnun Landverndar
henda Reykvíkingar 5.800 tonnum af
mat og drykk árlega. Hver einstakling-
ur hendir um 48 kg á ári sem gerir um
150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna
fjölskyldu. Þetta samsvarar a.m.k. 4.5
milljörðum króna.
Í Frakklandi eru komin lög sem
banna stórmörkuðum að henda mat
sem ekki er útrunninn. Þeir verða að
selja hann t.d. í dýrafóður eða gera ódýr-
ari eða gefa.
Það er talið að 30% af heilum mat
sé hent. Sem þýðir að þriðja hvert lamb
sem við kaupum endar í ruslinu, þriðji
hver tómatur, kartafla, epli o.s.frv. Við
verðum að endurskoða neysluna og
neysluhagkerfið sem við búið við. Við
höfum ekki efni á svona vitleysu.
4. Stjórnvöld verða að setja
skýr stefnumótandi mörk
Við þurfum ekki að finna upp hjól-
ið og getum leitað í reynslu annarra
þjóða. Frakkar hafa tilkynnt að þeir
ætli að banna sölu á nýjum bílum sem
aka á jarðefnaeldsneyti árið 2025, sem
og Hollendingar. Við gætum gert það
sama.
Öllum borgum í Svíþjóðar er leyft til
að banna bíla sem brenna jarðefnaelds-
neyti frá og með 2020. Eingöngu bif-
reiðar sem aka á vistvænni orku verða
leyfðar á ákveðnum svæðum í Stokk-
hólmi.
Portúgal ákvað að leggja áherslu á
að styðja við græn störf og nú er Portú-
gal meðal þeirra landa sem horft er til
á því sviði.
Við gætum sett eftirfarandi línur
strax:
a. Að banna brennslu á svartolíu
strax innan lögsögunnar
b. Öll skip skuli komin á vistvænt
eldsneyti innan 10 ára
c. Gefið út yfirlýsingu um að aldrei,
aldrei verði farið í að nýta þá olíu sem
hugsanlega er að finna í íslenskri lög-
sögu.
d. Banna sölu á nýjum bifreiðum
sem brenna jarðefnaeldsneyti árið 2025
líkt og Frakkar og Hollendingar hafa
gert.
5. Draga úr kjötneyslu
og fylgja þeirri þróun sem er að verða
í heiminum þar sem fleiri og fleiri velja
eingöngu matvæli úr jurtaríkinu. Víða
erlendis er kjötlaus mánudagur. Fram-
leiðsla á kjöti er með mikið kolefnisspor.
6. Rækta skóga og ná gróð-
urþekju á illa farið land til að
binda CO2
Við þurfum að fá bændur meira inn í
loftslagsbaráttuna til að rækta landið og
ná gróðurþekju á illa förnu landi. Rækta
skóg og endurheimta votlendið. Miklir
möguleikar eru á Íslandi til að ná mikl-
um árangri með lítilli fyrirhöfn.
7. Endurheimta votlendið
Tveir þriðju af þekktri losun gróð-
urhúsalofttegunda kemur úr röskuðu
eða framræstu votlendi. Einfaldasta,
ódýrasta og stórvirkasta aðgerðin sem
við Íslendingar getum farið í er að
endurheimta votlendið og stöðva þá
gríðarlega miklu losun sem þar er. Um
leið og vatnið er komið aftur á mýrina
og súrefnið farið þá stöðvast rotnunin á
jurtaleifunum.
Landeigendur sem eiga framræst
land verða að upplifa ábyrgð sína þar.
Almenningur og fyrirtæki geta lagt sitt
af mörkum í gegnum Votlendissjóðinn
sem styður við bakið á þeim landeigend-
um sem vilja taka á sínum málum. Það
er margt spennandi að gerast:
n Í Fjarðabyggð er unnið að endur-
heimt votlendis en Fjarðabyggð var
fyrsta sveitarfélagið til að taka skrefið.
n Verktakafyrirtækið Suðurverk geng-
ur fram fyrir skjöldu og mun á eigin
kostnað loka skurðum og endurheimta
votlendi í Arnarfirði og stöðva þannig
rúmlega þúsund tonn af CO2.
n IKEA, Faxaflóahafnir, Johan Rönn-
ing og Fosshótel hafa gengið fram fyrir
skjöldu og sett stórar upphæðir í endur-
heimt votlendis.
n Bergþóra og Sigurbjörn á Kiðafelli
í Kjós gáfu sjálfum sér í afmælisgjöf
að endurheimta allt ónýtt framræst
votlendi á eigin jörð. Það byrjar strax í
næstu viku.
n Hjónin Þorfinnur og Jófríður á Hofi
í Norðfirði og nágranni þeirra Marvin á
Svarthömrum munu endurheimta allt
framræst votlendi á sínum jörðum strax
í haust til að sýna ábyrgð. Með þessu búa
þau til paradís fyrir votlendisfugla sem á
eftir að laða að fuglaáhugafólk og stöðva
í leiðinni árlega losun á yfir 500 tonnum
af koltvísýringi.
n Í vinnslu er mögulegt samstarf
Votlendissjóðsins, sveitarfélaga og land-
eigenda á Snæfellsnesi til að fara skipu-
lega í að endurheimta ónýtt framræst og
raskað votlendi þar. Verkefnið er ekki í
höfn en þar er hægt að ná gríðarlegum
árangri.
Við þurfum öll að vera fyrirmyndir.
Öll berum við ábyrgð. Enginn getur allt
en allir geta eitthvað. Ef allir Íslendingar
myndu byrja í dag að draga úr losun um
1% væri það stór árangur. Brettum upp
ermar og girðum í brók.
eyþór eðvarðsson stjórnarformaður Votlendissjóðsins
Myndir Ingrid Kuhlman.
• Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm
• Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm
• Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir
• U listar á ull eða plasteinangrun
• Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm
• Mótarör og kónar 10–50 mm
• Öryggishlífar á kambstál,
listar og sveppir
Járnabakkar
Járnabindingavörur
Erum með á lager
allar helstu gerðir af járnabökkum
Vír og lykkjur ehf
www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is
772-3200/692-8027