Vestfirðir - 04.10.2018, Blaðsíða 12

Vestfirðir - 04.10.2018, Blaðsíða 12
12 4. október 2018 volundarhus.is · Sími 864-2400 Vel valið fyrir húsið þittVH /1 8- 01 GLÆSILEGT ÚRVAL AF GARÐHÚSUM á frábærum verðum Sérframleidd fyrir íslenskar aðstæður. Sérvalin hægvaxta fura, bjálkinn er 28 - 44 mm með tvöfaldri nót. Sjá nánar á heimasíðunni okkar volundarhus.is http://www.volundarhus.is/Husin-okkar/Gardhus/ www.volundarhus.is Ný bók: Á mörkum mennskunnar Út er komin bókin Á mörkum mennskunnar. Viðhorf til förufólks í sögnum og sam- félagi, eftir Jón Jónsson þjóðfræðing. Af þessu tilefni var haldin kynning á bókinni og útgáfufögnuður í Háskóla Íslands þar sem Jón flutti erindi um efnið þann 11. september. Mæting var með miklum ágætum og fjörugar um- ræður urðu að framsögunni lokinni. Bókin kemur út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og er númer 23 í þeirri ritröð. Í kynningu á bókarkápu segir: Sögur af sérkenni- legu fólki hafa lengi heillað Íslendinga. Þar á meðal eru fjölbreyttar sagnir um fátækt förufólk sem flakkaði um landið fyrr á öldum. Hér er fjallað um þessar frásagnir og stöðu flakkara í samfélaginu fram á 20. öldina. Þeir voru umtalaður hópur, rækilega jaðar- settur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum í sögunum. Hörmulegt atlæti Stuttu-Siggu í æsku, skringi- leg skemmtiatriði Halldórs Hómers, rifin klæði Jóhanns bera og uppreisn- arseggurinn Sölvi Helgason koma öll við sögu. Jón Jónsson er þjóð- fræðingur sem býr og starfar norður á Ströndum, hann hefur unnið að margvíslegum nýsköpunar- og mið- lunarverkefnum á sviði þjóðfræði og starfar nú hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu sem hefur aðsetur á Hólmavík. Hann var áður menningarfulltrúi Vestfjarða og rak fyrirtækið Sögusmiðjuna. Myndir: Háskóli Íslands.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.