Muninn - 01.08.2018, Page 65
Kæru samnemendur.
Líkur eru á því að það sé aðeins eitt fyrirbæri sem hefur
átt þátt í góðum námsárangri nemenda Menntaskólans
á Akureyri, allt frá stofnun hans. Fyrirbæri þetta er dökkt
yfirlitum, unaðslegt á bragðið og hefur hressandi áhrif sem
komið hefur mörgum menntskælingnum áfram í streði prófa
og verkefnaskila. Fyrirbærið er drykkur og gengur jafnan undir
nöfnunum hamingja í bolla eða lcaffi. Ljóst er að án þessa
drykkjar hefðu mánudagsmorgnar verið mörgum mikiL mæða,
svo ekki sé minnst á prófatíðina.
Tökum nú fyrir te og framlag þess drykkjar til samféLags
mannanna. Te er gagnslaust með öLLu, hefur smávægiLeg
heilsubætandi áhrif en ekkert sem kaffi hefur ekki einnig fram
að færa. Te dregur úr viLja tiL vöku og góðra verka en hvetur
þess í stað tiL svefns og aLmennrar Leti. Drykkurinn kemur
þannig á beinan hátt í veg fyrir að fólk geti unnið f þágu
samfélagsins með þeim hætti sem möguLegt væri f fjarveru
þess. Það er samfélagsLegt eitur, sambæriLegt við skæðan
smitsjúkdóm eða pLágu.
Kaffi er aftur á móti drifkraftur hvers samféLags og
ýtir undir aLLan dug og þrekvirki. Þegar kaffilykt fylLir vitin að
morgni sprettur fram óviðjafnanLeg tiLfinning sem varla er
hægt að lýsa með orðum. Fyrsti sopi hvers dags er jafnframt
hápunktur hans, segja má að manneskja sé f raun ekki f fulLu
fjöri fyrr en að þeim sopa Loknum. Kæri Lesandi, ef þú stefnir
á að gera eitthvað merkilegt f Lífinu, hafðu það hugfast að
kaffidrykkja mun efia þig alLan og stórauka Lfkur á veLgengni.
63
KaffMA