Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 45
- Nei. í dag er algjör hvíld. Best að hún reyni að sofna. Haukur og Ragnhildur ganga hljóðlega út úr lækningastofunni. Anna er ein, og ömurlegar hugsanir vakna í sál hennar, hinn hræðilegi sannleikur er henni augljós, að hún elskar lækninn, mann, sem er heitbundinn annarri stúlku. Hvað getur hún gert? Ekkert nema forðast hann, forðast hann eins og skæðasta óvin. Hjarta hennar titrar af kvöl, og sársauki þess brýst út í glitrandi tárperlum. Hreinar og svalandi falla þær niður vanga hennar á hvítan svæfilinn. Hún veit ekki hvað lengi. Hurðin opnast hljóðlega, læknirinn kemur inn í stofuna og staðnæmist við legubekkinn. Hann horfir blíðlega á Önnu og segir: - Líður þér illa í höfðinu? Anna svarar því engu. Augu hennar lokast aftur, tárin verður hún að hylja, síst af öllu má hann sjá þau. En það er of seint. Haukur hefur séð hinar glitrandi perlur augna hennar, og í augum hans eru tár þessarar saklausu stúlku fegurri en gimsteinar. Þau snerta dýpra en nokkuð annað það helgasta i sál hans. A þessu augnabliki beitir hann öllu sínu stælta viljaþreki til þess að fá stjómað ástheitum tilfinningum hjarta síns. Og honum tekst það. Hann endurtekur spurningu sína: - Líður þér illa í höfðinu? -Nei, mér líður ágætlega, ég hef aðeins smávegis verk í höfðinu. Anna svarar án þess að opna augun. Haukur gengur frá legubekknum og nær í höfuðverkjapillur. - Nú skaltu taka inn þessi lyf og reyna svo að sofna, vina mín, segir hann. Anna hlýðir. Ekkert er betra en fá að sofna og gleyma. Haukur gengur hljóðlega út úr stofunni aftur. Friður og ró færist yfir Önnu. Hinn kaldi veruleiki ijarlægist smám saman og svefninn sigrar. A ganginum fyrir framan dyrnar á lækningastofunni gengur Haukur Snær fram og aftur og nemur hvergi staðar. Fyrir innan stofuþilið hvílir stúlkan, sem hann þráir, sú fyrsta á ævinni. En nú er hann læknirinn hennar og má ekki gera henni ónæði, því hún er þreytt og þarfnast svefns. I húsinu ríkir djúp kyrrð, fólkið er enn úti á túni í heyvinnu. Best að fara út og hjálpa til við samantektina, hugsar Haukur. En fyrst verður hann að vita, hvort Anna hefur sofnað. Hann nemur staðar við stofudyrnar og opnar hurðina hljóðlega. Engilfrítt, sofandi stúlkuandlit birtist honum á hvítum svæflinum. Voldugt, seiðandi afl dregur Hauk að legubekknum til Önnu, og óstjórnleg löngun vaknar í sál hans til þess að þrýsta kossi á hið bjarta sviphreina enni hennar, stúlkunnar, sent hann elskar. En hann hefur ekki leyfí til þess, og því lögmáli hlýðir hann. - Guð geymi þig, yndislega, saklausa stúlka, hvíslar ungi læknirinn hljótt og blítt, og hann gengur hljóðlátlega út úr stofunni á ný. Sólin hnígur að vestrinu í skaut hins kveðjandi dags, auðug af gullnu aftanskini. Fólkið á Sólvangi hefur lokið við að ýta öllu heyinu heim að hlöðudyrunum. Agnes leggur frá sér hrífuna og gengur heim. Hún mætir Hauki í forstofunni, og þau nema bæði staðar. - Eruð þið hætt að vinna í heyinu, spyr hann. - Eg að minnsta kosti. Haukur brosir. - Ertu orðin uppgefin, Agnes? - Já, fyrir löngu. Hvernig líður stelpunni? - Hverri? - Henni Önnu. Eða er um annan sjúkling að ræða? - Eg vona að henni líði vel, hún sefur. - Þetta hafa verið smávegis meiðsli? - Já, sem betur fer. Eg vona, að þau jafni sig fljótt. - Heldur þú, að hún geti ekki byrjað aftur að vinna á morgun? - Það get ég ekkert um sagt. Hún þarf að jafna sig vel eftir höfuðhöggið. - Auðvitað gerir hún það. Agnes lítur á Hauk, og ljómandi bros, þrungið draumblíðri þrá, speglast í augum hennar. - Haukur, viltu koma með mér fram að Armúla í kvöld, veðrið er svo guðdómlegt. - Það get ég ekki, Agnes. - Nú. Er ekki nóg, að mamma líti til stelpunnar? Haukur lítur fast á Agnesi, og svipur hans þyngist. Því getur hún ekki kallað Önnu sínu skímarheiti, orðið „stelpa“ hljómar sem lítilsvirðing í eyram hans og særir viðkvæmustu tilfínningar hans. Hann segir fast og ákveðið: - Eg treysti móður þinni fullkomlega fyrir Önnu. En í kvöld verð ég heima. Haukur ætlar ekki að ræða það mál frekar og gengur hvatlega út án þess að veita svipbrigðum á andliti Agnesar hina minnstu eftirtekt. Agnes stendur kyrr og horfír á eftir Hauki, og hjarta hennar titrar af reiði og afbrýðisemi. Þetta er í fyrsta sinn, sem læknirinn neitar henni um að aka bílnum, - og það vegna Önnu. Lengi hefur henni verið illa við þá stelpu, en aldrei eins og nú. Sem betur fer er heyskapnum senn að verða lokið, og þá fer þessi óvelkomna kaupakona burtu af heimilinu fyrir fullt og allt. *** + Heiðbjartur sumarmorgunn rís í tign sinni og veldi yfír sveitina. Nýslegnir, sefgrænir töðuflekkir breiðast um túnið á Sólvangi og kalla verkafólkið til starfa. Hinn brosfagri, hækkandi dagur gefur öruggt fyrirheit um góðan þerri. Anna vaknar af löngum svefni, og hinn kaldsári veruleiki mætir henni á ný. Verkimir em horfnir úr höfði hennar með öllu, en þreyta og máttleysi lamar hverja hennar taug. Minningamar frá síðastliðnum degi streyma um sál hennar skýrar og harmljúfar, og mynd unga læknisins skín í gegnum hverja endurminningu, björt og heillandi. Sárt andvarp líður frá hjarta Önnu út í hina djúpu þögn morgunsins, hún verður að leyna eftir megni vanlíðan sinni til þess að losna sem fyrst Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.