Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 5
Freyja Jónsdóttir: Alltaf nóg að gera r Rœtt við Valdimar Olafsson fyrrverandi yfirflugumferðarstjóra r g er fæddur 13. ágúst árið 1926 að Mosvöllum í Bjam- ardal í Mosvallahreppi í Önundarfírði. A Mosvöllum var forðum sýslumannssetur og þar bjó eitt sinn sýslumaðurinn Sigurður Skuggi. Systkini mín eru öll yngri en ég, Ingileif Steinunn, f. 1931, bóndi að Bólstað í Bárðardal, móðir tveggja sona og þriggja dætra. Kristján Guðmundur f. 1938 en náði aðeins 25 ára aldri og Gestur, f. 1941, arkitekt og skipulagsfræðingur og á tvo syni og eina dóttur. Eg fæddist og ólst upp í bænum sem Guðmundur móðurafi minn, f. 1877 að Saurbæ í Alftafirði, byggði, en hann var kallaður Gummi Mosi, kenndur við bæinn. Móðuramma mín var Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, fædd að Kirkjubóli, næsta bæ við Mosvelli, 8. janúar 1873. Móðir mín, Ragnheiður, f. 25.10. 1902 á Mosvöllum, var elst af systkinahópnum, næst kom Halldóra Olöf netagerðarkona og formaður Nótar, félags netagerðarfólks. Hún bjó í Reykjavík en vann allmörg ár á Siglufírði á sumrin. Halldóra var mikill skörungur og lét til sín taka á Alþýðusambandsþingum og vann ötullega að bættum hag láglaunafólks. Hún eignaðist aðeins eina dóttur en samt eru afkomendur hennar orðnir margir. Næst var Ingileif Steinunn, það er ættarnafn, því að langamma hét því nafni. Hún var móðir Guðrúnar ömmu okkar. Hún bjó á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfírði. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld og Ólafur Þ. Kristjánsson, lengi skólameistari í Flensborg, voru systkinabörn þeirra því að Mosvallabœrinn. Fimm frœndsystkini, brœður Valdimars, Kristján og Gestur, Guðmundur og Þorvaldur synir Olafs móður- bróður hans og Ebba dóttir Margrétar móðursystur. Guðrún var systir Kristjáns, föður þeirra. Ingileif eignaðist tvær dætur og einn son. Ólafur Eggert var eini bróðirinn, hann eignaðist eina dóttur og ljóra syni. Margrét er yngst systkina mömmu og sú eina þeirra sem enn er á lífi, 94ra ára gömul. Hún bjó lengi á Hóli í Önundarfirði og eignaðist einn son og fimm dætur. Það var dálítið sérstakt með næstu Mosvallahjón á undan Guðmundi afa og Guðrúnu ömmu, þau Gils og Guðmundínu, að þau eignuðust ekki börn íyrstu árin, en vinahjón þeirra í Álftafirði, Bjarni Jónsson og Guðrún Jónsdóttir gáfu þeim son sinn sem Guðmundur hét. En sá drengur dó ungur. Þá gefa þau þeim næsta son sem þau eignuðust. Það er sá Guðmundur sem er afi minn. Hann var borinn yfir heiðar frá Álftafirði yfir í Korpudal í Önundarfirði og þaðan að Mosvöllum. Þegar konan fer að fóstra drenginn og halda honum í fangi sér, verður hún fljótlega ófrísk og eignast dreng sem var skírður Guðmundur og var faðir Gils Guðmundssonar rithöfundar. Einn bræðra Guðrúnar ömmu hafði réttindi í íjórum iðngreinum. Hann var kallaður Gummi skói og bjó lengi á Flateyri. Hann flutti síðan til Hafnartjarðar og á síðustu árum ævi sinnar var hann elsti borgari þar, skorti tvo mánuði til að ná 100 ára aldri. Heima er bezt 293

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.