Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.06.2007, Blaðsíða 33
Stefán Jónsson, frv. námsstjóri: Jökuldalur og Jökulsá í Dal Allir þekkja söguna um Árna Oddsson, Einarssonar biskups. Þjóðsagan um ferð Áma Oddssonar frá Danmörku til Vopnaijarðar og þaðan öræfaleið til Þingvalla, er í Þjóðsögum Jóns Ámasonar, II. bindi, bls. 122. Árni er í Danmörku í málastappi fyrir föður sinn, Odd Einarsson biskup, en hann átti í miklum og hörðum málaferlum við höfuðsmann Dana hér á landi, Herluf Daa, sem almennt var af íslendingum kallaður Herleg dáð. Herluf Daa var samtímis Áma í Kaupmannahöfn, en þegar hann fréttir, að Árni muni hafa fengið uppreisn í málum föður síns hjá konungi, þá setur höfuðsmaður farbann á Árna til íslandsferðar, en danskir kaupmenn réðu þá öllum farkosti milli Danmerkur og íslands. Er sagt, að Árni hafi verið mjög hugsjúkur um afdrif mála föður síns, ef hann kæmist ekki til Islands, áður en dómar færa fram á Alþingi, því að öll skjöl, er snertu málið, voru í hans höndum. Segir þjóðsagan, að Árni hafi komist yfir hafíð á mjög dularfullum farkosti og tekið land í Vopnafirði austur skömmu áður en dómar áttu að fara fram á Alþingi. — Frá Vopnafirði er löng leið til Þingvalla við Öxará, ef farin er venjuleg þjóðleið um byggðir, en Árni tók þann kostinn, að fara nær beint af augum um öræfí, hraun og eyðisanda, en um þá ferð Áma er þjóðsagan. Pálmi heitinn Hannesson, rektor, hefur í útvarpserindi sumarið 1943 fært rök fyrir því, að frásögn þjóðsögunnar geti staðist. En hann var sem kunnugt er mikill hestamaður og aðdáandi hesta, þaulvanur ferðamaður og ágætlega kunnugur þeirri leið, er Árni Oddsson hefur væntanlega farið. Þjóðsaga þessi er öllum íslendingum hugstæð. Þetta afrek hests og manns, sem þjóðsagan greinir frá, á sér margar hliðstæður í íslensku þjóðlífi. Á hættustund, þegar bráð veikindi eða slys bar að höndum í strjálum byggðum Islands, var það oft hinn göfugi þjónn íslenskra bænda, hinn fótfrái, þróttmikli gæðingur, sem bjargaði lífí sjúklingsins með óbilandi hlaupaþreki og frábæra fjöri. í þjóðsögunni er það gæðingurinn frá Hákonarstöðum á Jökuldal, „mjór, sem þvengur og sívalur“, sem barg heiðri biskups með harðfengi sínu og þoli. — Nú á dögum er það [flugvélar], sem oft og tíðum ræk[ja] hlutverk gæðingsins, en sá er munurinn, að flugvélin flytur sjúklinginn til læknisins, en gæðingurinn flutti lækninn til sjúklingsins. Ekki era allir á sama máli uni það, hvaða leið Ámi Oddsson muni hafa farið frá Vopnaljarðarkaupstað suður til jökla, en talið er, að hann muni hafa farið svonefnda „Biskupaleið“ vestur á Sprengisandsleið og beinustu leið sunnan jökla til Þingvalla. Til er gamalt kvæði, sem talið er að Jóh. Magnús Bjamason skáld sé höfundur að. Kvæði þetta hefur einu sinni verið prentað, en það hefur lifað á vörum fólks á Austurlandi og gengið manna á milli í uppskriftum. Kvæðið er 56 erindi það afrit, sem ég hef í höndum, en líklega era erindin enn fleiri. Þetta kvæði segir nákvæmar en þjóðsagan frá ferð Árna suður um öræfi, og hefur höfundur kvæðisins farið þar eftir gömlum sögnum. Fyrstu þrjú erindi kvæðisins eru þannig: Arni ríðurþá löngu leið, sem liggur að Jökuldal. Frá Vopnajjarðar verslunarbúð vakur bar fákur þann hal. Hann heldur frá búð um hádegismund, en svo hörð var og mikil hans reið, að jóreykinn greina þeir glöggt á Dal, þá gengur að miðaftansskeið. Reynd voru lungu Rauðs til fulls, þó rétt sé hann hestaval. Hann hnígur niður við hlaðvarpann á Hákonarstöðum á Dal. Brúin á Jökulsá á Dal hjá Fossvöllum. Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.