Góðan daginn - 09.06.1944, Blaðsíða 2
2
GÖÐAN DAGINN
NÝ HÚSALEIGUNEFND
hefir verið skipuð hér í bænum, og var ekki
vanþörf á slíkri framtakssemi. Hannes og Jón
voru heldur slappir í framkvæmdum, en nú er
Andrés orðinn formaður, röskur maður og ráð-
snjall. Aðrir, sem nefndina skipa, eru þeir
Gunnlaugur Sigurðsson og Trausti Reykdal.
Nefndin er því í raun og veru ekki ný nema að
einum þriðja, en sá þriðjungur er traustur.
Trausti Reykdal er umbótamaður, sbr. draum-
vísa á öðrum stað hér í blaðinu. Vera má, að
stundum kunni að „rjúka í dalnum“ þegar þeir
fara að vinna saman, Andrés og hann. en þá
mun Gunnlaugur sá friðarins maður, kæfa þenn-
an reyk.
Vér óskum hinni ný-gömlu húsaleigunefnd til
hamingju með starfið og óskum henni góðrar
samvinnu við bæjarstjóra, bæjarstjórn og sam-
borgara.
ÚTBRUNNAK STJÖRNUR
Hún skein mér um kvöld svo hýr og hlý,
fékk hundrað prósent á sál minni völd,
en svo birgði hana eitt skítugt ský,
ég skeytti ei um hana meir það kvöld.
Hún birtist mér síðar sem blys, er skín,
sem blossandi eldur, svo skír og hreinn,
en mikið skelfing ég skammaðist mín,
er ég skildi, að sá eldur var fölskvi einn.
Já, vandræði ljót þetta virðast mér,
en því ver og miður, þá er það satt.
að á himni sem jörðu ótal er
af útbrunnum stjörnum, er skína glatt.
Frá himneskum stjörnum geisla glóð
enft í geimnum lifir, ég skil og finn.
þær jarðnesku engan þann eiga sjóð,
sem oftast í búðinni hjá Gesti fá ljóma sinn.
s. m.
Lýðveldiskosningarnar.
Framhald af 1. síðu.
Páll strengdi heit, að heimta sérhvern mann,
er hefði rétt að kjósa, það hann efndi,
og slíkum voða hamförum fór hann,
að Hertervig víst fimmtán sinnum stefndi
Lýðveldiskosningarnar eru gengnar um garð.
Lýðveldið verður stofnað, stjórnarskráin sam-
þykkt, forseti verður kosinn. Ný tíð rennur upp.
Sátt og samlyndi, friður og eining, ríkjadeilu-
mál hverfa. Ofstoparnir brjóta odd af oflæti
sínu. Þeir, er hafa sofið, vakna. Kórónan hverf-
ur úr skjaldarmerkinu.
Draumvísa.
Ritstjóra þessa blaðs dreymdi nýlega, að
Trausti Reykdal kom að rúmi hans og mælti
fram þessa vísu:
Til umbóta á okkar jörð,
ég hefi kraft minn lánað.
Síðan ég kom í Sigluf jörð,
solítið hefir ’ann skánað.'
HROSSANÁLIN
Ólafur hét rnaður og bjó í Rauðhúsum í Eyjar-
firði. Hann kunni frá mörgu að segja. Eitt sinn
sagði hann þessa sögu af sjálfum sér:
Einu sinni sló ég mikið af hrossanál. Svo
kom sunnan rok og öll hrossanálin fauk. Eg
fann hana síðan alla saman, hún hafði stungizt
niður á mjórri endann.
Eg sló hana aftur og það var miklu betra
að slá hana í seinna sinn.
Ennþa nýjar bækur:
Hótel Berlín
Reg;nboginn
Meyjarskemman
Robinson Crúsóe
Garðyrkjuritið 1944
Æfintýrabókin
Litli svarti Sambo
HANNES JÓNASSON
Heilsurækt og mannamein.
Nokkur eintök í bandi
HANNES JÓNASSON