Góðan daginn - 04.08.1944, Blaðsíða 2

Góðan daginn - 04.08.1944, Blaðsíða 2
2 GÖÐAN DAGINN Grundvöllur hjónabandsins. Heiðblá augun og hárið ljóst, * hvelfdur rassinn og þrýstin brjóst, mjaðmir þetta um meðallag. Eg mætt’ henni og sagði: Góðan dag! Eg heyrði, að í ’enni hnussaði Hvað viltu? sagð ’ún og fussaði. Eg nær henni vitund mér vatt til hlés: Heyrðu, viltu koma upp á Siglunes ? Með ókunnugum það ei ég fer, óðar hún sagði og gekk frá mér, en ég sá þó aðeins að örlítið hún annað brosti út í munnvikið. Það bros, það kveikti í mér kærleikann, ég fékk kitlandi titring í líkamann. Eg fann að hvasst móti ei byrinn blés og ég bauð henni á ný upp á Siglunes. Þá leit hún til mín svo ljúft og hlýtt og lygndi augunum sætt og blítt. Það er bezt, að ég þyggi boðið þitt, þú býsna er sætur, krúttið mitt. Það þarf svo ekki að orðlengja, við alla dönsuðum nóttina, við stigum hvort ofan á annars tær, í ásthita fléttuðum saman laar. Við mikið kysstumst, það man ég víst, og mögum og brjóstum var saman þrýst. Svo þegar morgnaði, það veit guð, þá vorum við orðin trúlofuð. Og svo giftumst við. Lífið er garg og pex og grenjandi rollingar, bráðum sex. Þá eldheitu bæn ég hvern aftan les: Ó, andskotinn hafi þig Siglunes. s.m. Undralögurinn 17 hreistrin frá sér gulrauðum eldingum og á sama augnabliki og hann kom í löginn stirðn- aði hann og sökk til botns. Svo kom mjólkur- lita froðan, hin dásamlegu tilbrigði sáust á yfirborðinu, og svo kom, eins og úr ómælan- legu djúpi, hinn bjarti, lireini ljósgeisli. Boris tók upp úr þrónni ofurlítinn, falleg- an marmarafisk, blárauðan, róslitaðan og - glitrandi af dropum, sem ljósið skein á. ,,Barnaleikur!“ tautaði hann og leit á mig. Eins og ég gæti nokkuð um það sagt! En nú kom Jack Scott og kastaði sér með ákafa inn í ,,leikinn“ eins og hann kallaði það. Hann vildi endilega, að við strax gerðum tilraun með hvítu kanínuna. Eg vildi gjaman, að Boris hefði eitthvað það fyrir stafni, er dreyfði hugsunum hans, en mér fannst það viðbjóðslegt, að sjá lífið allt í einu stirðna upp og hverfa, úr heitri, lifandi skepnu. Eg neitaði að vera viðstaddur og gekk inn í vinnustofuna. Nokkrum mínút- um síðar komu þeir Jack og Boris með marm- arakanínu. I þessu bili var hringt uppi á loftinu og óp heyrðist frú sjúkraherberginu. Boris hvarf eins og elding, en rétt' um leið kallaði hann: Undralögurinn 18 „Jack, hlauptu til læknisins og biddu hann að koma strax. Alec, komdu hingað.“ Eg gerði sem Boris bað, en staðnæmdist í dyrunum að herbergi Önnu. Ótta sleginn kvenmaður þaut að sækja eitt eða annað meðal, Anna sat uppi í rúminu, rauð í kinn- um og með glansandi augu. Hún rausaöi án afláts. Tilraunir Boris til að sefa hana voru árangurslausar. Hann kallaði á mig að hjálpa sér. Þegar ég snerti við henni hneig hún aftur á bak, lokaði augunum, og meðan við stóð- uin þarna hálfbognir yfir henni opnaði hún þau aftur, hrofði framan í Boris — vesalings óráðsjúka stúlkan — og ljóstraði upp leynd- armáli sínu. Á því augnabliki skildu leiðir með okkur. Það band brast, er hafði bundið okkur saman og annað var lagt á okkur í þess stað, því hún hafði nefnt nafn mitt og í óráðinu útjós hún allri sorg hjarta síns. Orðlaus af undrun drap ég höfði, en mér fannst andlit mitt loga og blauðið þaut og söng fyrir eyrum mínum. Án þess að geta hreyft legg eða lið hlustaði ég með sorg og angist á óráðshjal hennar. Eg gat ekki fengið hana til þess að liætta, og ég þorði ekki að líta framan í Boris. Svo fann ég, að hönd var lögð á öxl

x

Góðan daginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.