Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Page 13

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Page 13
13 FRÍMERKJAÞÁTTUR i ! EINN frægasti Svisslendíngur sem sest á frímerki, er vafalaust Jean Henri Dunant, sem frægur er fyrir stofnun sína á hinu alþjóða mannuðarfélagi, "Rauði krossinn". Hann var ungur, áhugasamur | og efnaður bankamaður, þegar hann var ; á ferð á Norður-Ítalíu árið 1859, það sama ár og stríðið milli Austurríkis og j sameinaðs liðs Frakka og Sardiníumanna var háðo Dunant kom að tilviljun til Solferino daginn eftir að óvinirnir höfðu gert áhlaup á austurrísku varnarstöðina. Þetta var eitt ægilegasta blóðbað 19. aldar. Dunant safnaði nokkrum ferða- mönnum saman og yfirleitt öllum sem vinnufærir voru. Einnig safnaði hann saman nokkrum hermönnum til að stofna bráðabirgðasjúkrahus„ Nu var hafizt handa um að hjúkra særðum. Hann sendi neyðarskeyti til nokkura vína sinna og áhrifamikilla kunningja0 Neyðarskeytin birtust einnig í blöðum og vökt;i mjög mikla athyglio Brátt byrjaði hjálpin og gjafirnar að streyma hvaðanæfa að úr heiminum. Allir virtust fúsir til að hjálpa hinum særðu, en orustan hafði kostað 38 þúsund manns lífiðo Allt þetta hafði svo mikil áhrif á Dunant, að hann gekkst nokkrum árum síðar fyrir stofnun félags- skapar, til að hjálpa særðum mönnum í styrjöldum, en þessi félagsskapur heitir eins og að framan greinir "Rauði kross- inn". Flest lönd hafa gefið út Rauða kross frí- merki og næstum all.taf sem góðgerðar- merki með viðbótarupphæð, sem rennur til Rauða krossinso Lítill, rauður ógreinilegur pappírssnep- ill, sem einu sinni hefur verið átthyrndur, en vantar nú öll horn, er dýrmætasta frí- merki í heimi. Árið 1856 eða fyrir réttum hundrað árum, var það keypt af brezkum frímerkjasafnara fyrir 1 cent. Hversu mörg eintök voru prentuð af þessu frí- merki árið 1865 er ekki vitað. Það er að- eins vitað, að ekki voru þau mörg. Núverandi eigandi þess eignaðist það árið 1940 á uppboði úr dánarbúi eftir hinn fræga frímerkjasafnara, Arthur Hind, en hann hafði einnig fengið það á uppboði fyrir $ 32. 500, en það var hæsta verð, sem gefið haiði verið fyrir frímerki fram á þennan dag. Verðið á merkinu árið 1940 er ekki vitað. Þetta RADDIR NEMENDA UM SKÓEANN ÞAÐ er vel skiljanlegt, að nemendur skólans vilji heldur hanga niðri í "sjoppu", heldur en leggja líf og limi í hættu með því að klifra um klungur þau og kletta, sem umhverfis skólann eru. Aðsókn að "sjoppunni" myndi stórlega minnka, ef skólalóðin yrði lagfærð lítilsháttar. Það mætti t. d. til að byrja með, malbika lítinn hluta hennar, þó aðrar framkvæmdir biðu, og hafa þar leiksvæði fyrir nemendur. En það mætti auðvitað ekki stangast á við skipu- lagsuppdráttinn. Einnig er nauðsynlegt að girða lóðina. Sú girðing kæmi þó ekki í veg fyrir hinar mjög svo tíðuferð- ir nemenda niður í Fróða. Til þess þyrfti að minnsta kosti, fimm metra háan múr með þrefaldri gaddavírsgirð- ingu á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir "sjoppuferðir" er að "sjoppan" hypji sig í burtu, en það virðist eiga langt í land ennþá. f fyrra var aðeins ein skíðaferð farin allan veturinn. Það er allt of lítið. Skólinn ætti að gangast fyrir því að fleiri slíkar ferðir væru farnar um helgar, þann tíma árs, þegar snjór er mestur. Einnig fyndist mór það vera sjálfsagt, að bekkir væru þar meira saman, en ekki allur skólinn í hóp. í skólaskýrslunni sé ég, að þeir bekkir, sem þess óskuðu, fengu að halda eina smáskemmtun. Ein er allt of lítið, og það ætti að hvetja bekki til að halda slíkar skemmtanir, því félagslíf er ekki allt of mikið, að minnsta kosti ekki þar sem ég þekki til. Ekki veit ég um tilhögun dans- æfinga núna í vetur, en samkvæmt reynslu minni í fyrra, fyndist mér skemmtiatriði mega vera fjölbreyttari. Og svo eru dans- æfingarnar of fáar og standa of stutt. Það er ekki gott að skrifa um skóla- mál svona í byrjun vetrar, þegar maður veit ekki, hvernig félagslífið verður, og ekkert er hægt að rífast og ekki hægt að setja út á neitt. Lýk ég svo nöldri þessu með ósk um, að "BLYSIÐ" komi oft út í vetur og verði reglulega gott blað. Einar Már II.-B. merki er talið svo verðmætt, að það myndi ekki fást keypt fyrir 1 milljón ísl. króna. A.I.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.