Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 04.01.1969, Síða 17
Sakamalasaga
í II-moll.
Er ekki spennandi.
Hinn mikli leynilögreglumaCur sat við skrifborð sitt og reykti risa-
stora pípu. Þá hringdi 'síminn, og hinn mikli leynilögreglumaður hentist
upp úr sæti sínu og greip símatólið.
nHaIl6, þetta er hinn mikli leynilögreglumaður P. H. J. Malakoff,
góðan dag."
Rödd í hinum enda sfmans, og sem virtist mjög æst, svaraði:
"Herra P.H. J. Malakoff, þer verðið að koma í hvelli hérna niður á
Bollagötu 26 A, hér hefur sem sé verið framið hið hryllilegast morð."
Að svo mæltu var lagt á hinu megin.
Hinn mikli leynilögreglumaður beið ekki boðanna, heldur stakk í
flyti inn á sig nauðsynlegustu hlutum, svo sem stækkunargleri, skammbyssu,
gummíkylfu o.fl. Því næst hljóp hann út f bfl sinn og var innan stundar
kominn á áfangastað. Líkið var voðalega út leikið, og erfitt fyrir venju-
legan mann að átta sig á, með hverju ódæðið hafði verið framið. En
P.H. J. Malakoff var ekki lengi að átta sig á því.
"Þessi vesalingur hefur verið drepinn með lampaskermi," sagði
hann. Því næst yfirfór hann allt herbergið, og einnig líkið, og fljótlega
fann hann það sem hann leitaði að. Það var blóðugt fingrafar.
Eins og örskot þaut P. H. J. Malakoff í "hatta og skermabúðina" og
spurði^ hvort nokkur hefði keypt þar lampaskerm nýlega. Jú, tveir menn
höfðu komið og keypt lampaskerma, og svo virtist sem að hvorugur hefði
komið við sögu hjá löggunni áður. Það var því ekki annað að gera fyrir
hinn mikla leynilögreglumann en að setjast niður og hugsa. En hann fékk