Heimili og skóli - 01.10.1942, Blaðsíða 12
74
HEIMILI OG SKÓLI
Námstjórafundur
Dagana 24.-27. júní 1942 var hald-
inn fundur í Reykjavík, sem fræðslu-
málastjóri boðaði til með námsstjór-
unum, sem á síðastliðnu hausti voru
ráðnir af fræðslumálastjórninni. Til
starfa þessa voru ráðnir þessir menn:
Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri í
Reykjanesi, fyrir Hnappadalssýslu og
vestur :/g norður að Skagaf jarðarsýslu,
Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akur-
eyri, fyrir Skagafjarðarsýslu og austur
að Rifstanga, Stefán Jónsson, skóla-
stjóri í Stykkishólmi, frá Rifstanga að
V.-Skaftafellssýslu og Bjarni M. Jóns-
son, kennari í Hafnarfirði, fyrir V,-
Skaftafellssýslu að Hnappadalssýslu.
Fund þennan sátu einnig Jakob Krist-
insson, fræðslumálastjóri, Helgi Elías-
son fræðslumálafulltrúi og Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi.
Verkefni námsstjóra voru einkum
þessi:
1) Að athuga, hvort gildandi lögum
og ''yrirmælum træðslumálastjórnar
hefði verið framfylgt, og hvort þau
væru vel við hæfi þeirrar hugsjónar,
sem keppt er eftir með skólahaldinu
og hinna ytri aðstæðna, sem skólarnir
eiga við að búa.
2) Að kynna sér starfsskilyrði kenn-
ara ,aðbúð þeirra og barnanna, að-
stæður til náms og þroska og árangur
kennslu, með það fyrir augum, að
ráðnar yrðu bætur á því, sem áfátt
kynni að reynast.
3) Að kynna sér aga, stjórn og upp-
eldisáhrif skóla og heimila eftir föng-
um og hversu mikið samstarf er þeirra
í milli og hvernig það yrði bætt og
aukið.
4) Að leiðbeina kennurum, skóla-
nefndum og aðstandendum barna um
réttindi þeirra og skyldur og um allt
það, er verða mætti börnunum til
aukins manngildis og bætts árangurs
af skóladvölinni.
5) Að athuga og gera tillögur um
sameining skólahverfa, samstarf
smærri skóla og vinna að hagkvæmum
breytingum á skipun og framkvæmd
skólahalds og menningarstarfsemi frá
sjónarmiði uppeldis, fræðslu og fjár-
mála.
Að þessu sinni beindust athuganh
námsstjóranna einkum að sveita
fræðslunni.
Við samræður námsstjóranna við
kennara, skólanefndir o. fl. má full-
yrða, að skilningur og áhugi hlutað-
eigenda fyrir endurbótum á sviði
fræðslumálanna hafi aukizt.
Bókhald skólanna reyndist mis-
jafnt, á nokkrum stöðum ágætt, en of
víða var því þó ábótavant. Rækilegt
bókhald skólanna, hvort heldur það
varðar börnin sjálf, námið, fjármálin,
eða aðra þætti skólastarfsins, er engu
síður nauðsynlegt en nákvæm bók-
færsla annarra ríkisstofnana eða einka-
fyrirtækja. Verður meira að segja að
stefna að því, að skólarnir séu þar til
fyrirmyndar, enda var leiðbeiningum
námsstjóranna í þessu efni vel tekið,
eins og flestu, sem þeir bentu á að til1
bóta mætti verða.
Aðbúðin við kennsluna er mjög
misjöfn og víða miklu miður en