Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 13

Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI 75 skyldi. Sum skólahúsin þurfa gagn- gerðra endurbóta við. í mörgum far- skólahverfum eru of margir kennslu- staðir og allvíða er ekki kennt á þeim bæjum, sem hentust liafa húsakynni. Stafar þetta að töluverðu leyti af fólks- fæð heimilanna. Skólahúsgögn — borð og bekkir — eru yfirleitt ófullnægj andi, úr sér gengin eða sums staðar ekki til, svo að teljandi sé. Víða eru litlar eða engar veggtöflur og kennslu- áhöld mjög svo úr sér gengin. All- miklir erfiðleikar eru á því að bæta úr þessu öllu eins og sakir standa, en margir hreppar hafa þegar lagt fé til hliðar til þessara hluta — og það svo um munar í sumum þeirra. Voru hlutaðeigendur þakklátir námsstjór- unum fyrir ráð og leiðbeiningar um þau mál. Aldrei verður of mikil áherzla lögð á nám og kennslu barna í móðurmáli, skrift og reikningi. Enda þótt allvíða verði náð góðum árangri í þeim grein- um, þá er hitt miklu algengara, að leggja þurfi enn meiri áherzlu á þær en gert hefur verið. Er þar mest um vert, að auka samstarf skóla og heim- ila.einkum til þess að tryggja það, að öll börn séu orðin vel læs 10 ára göm- ul. — Þar sem námsbækur barna eru að miklu leyti ráðandi um meðferð námsefnisins í skólunum, þá var all- mikið rætt um þær á fundinum og lögð áherzla á, að þær væru að efnis- meðferð og stærð í sem beztu sam- ræmi við þann tíma, sem hverri náms- grein væri ætlaður til námsins, en á því væri nú nokkur misbrestur, sem þyrfti að bæta úr. í skólum, þar sem aðeins er 1 kenn- ari, er víða áfátt kennslu í sérgreinun- um, handavinnu, söng og leikfimi, þar eð tiltölulega fáir kennarar telja sig nógu fjölhæfa til þess. Enda þótt kennarar hafi ekki allir sérstakt kenn- arapróf í geinum þessum, þá munu margir þeirra hafa vantreyst sér um of. Handavinna og söngur eru nú skyldunámsgreinar í kennaraskólan- um og leikfimi verður það sennilega í haust. Koma þarf á námskeiðum sem víðast fyrir þá kennara, sem ekki hafa fengið sæmilegan undirbúning tíl þess að geta leiðbeint börnunum í umræddum sérgreinum, því að enda þótt ekki sé við því að búast, að kenn- arar geti fengið fullnægjandi sér- menntun á námsskeiðum, þá vekja þau skilning og áhuga. Komi þar til viðbótar góður vilji, þá má miklu á- orka í þessu efni. Þá var og minnzt á möguleika á því, að koma á umferða- kennslu í handavinnu, söng og leik- fimi, bæði þar sem kennarar gætu ekki kennt þessar greinar og eins til þess að leiðbeina öðrum kennurum. Einnig var bent á, að athugandi væri, hvort ekki væri hægt að kenna stúlk- um matreiðslu a. m. k. í föstum skól- um — með svonefndum umferðaeld- húsum, þar sem matreiðslukennslu- kona færi milli skólanna með þau á- höld, sem með þarf til kennslunnar. Kennarar voru yfirleitt mjög á- nægðir með komu námsstjóranna. Fannst þeirn víst flestum dvöl þeirra of stutt á hverjum stað. Umræður og leiðbeiningar námsstjóranna um kennslu og skólastarf, viðurkenning þeirra um það, sem vel er gert, og hvatningar og uppörvun þar sem það átti við, hafa þegar haft góð áhrif.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.