Heimili og skóli - 01.10.1942, Side 18

Heimili og skóli - 01.10.1942, Side 18
80 HEIMILI OG SKÓLI málunum má til gagns verða. Kosin var 5 manna bráðabirgðastjórn. Var henni falið að boða til framhaldsstofnfundar næsta sumar, og verður þá endanlega gengið frá skipulagi þessara samtaka. Sigurður Gunnarsson, skólastjóri í Húsa- vík, hefur haft forystuna í þessu máli, fyrir hönd Kennarafélags Suður-Þingeyinga. Þetta er merkilegt spor, sem kennarar hafa þarna stigið, og er vonandi, að með því verði náð þeim höfuðtilgangi samtak- anna, að auka menningu og starfshæfni stéttarinnar, og treysta samvinnuna sín á milli um hvers konar umbætur á sviði upp- eldis- og kennslumála í Norðlendingafjórð- ungi. Það skal enn tekið fram, að Heimili og skóla væru kærkomnar stuttar greinar frá lesendunum, og þá ekki sxzt foreldrunum, um þeirra sjónarmið í uppeldis- og skóla- málum vorum. Ennfremur þætti mér mikils um vert, að fá álit lesendanna á ritinu, og óskir þeirra um efnisval o. fl. — Þakka ég nú þegar hin mörgu hlýlegu ummæli um ritið, sem mér hafa borizt. Ritstjórinn. Það er vandi að velja sér maka. Það er einkum tvennt, sem miklu ræður um hamingju manna og getur mótað líf þeirra um framtíð alla, það er arfgengi og uppeldi. Þegar ungur piltur eða ung stúlka eru að velja sér maka, munu þau, því miður, ekki hugsa svo langt inn í framtíðina, að haga því vali með staðreyndir arfgengisins í huga. Væri vel, ef allar ungar stúlkur hefðu metnað heimasæt- unnar húnvetnsku, er mælti þessi orð: „Ég hefi þann metnað að vilja eiga hinn bezta manninn og með honum hinn göfugasta soninn, er á íslandi mun fæðast." Eftirfarandi dæmi sýnir á átakanlegan hátt hvernig misstigin spor i þessu efni geta haft ör- „jþigaríkar afleiðingar: , rrirWfb'í?át:Jý aþ i ka k er maður nefndur, amerxskur Hann kynntist ei*t -;«BIfecfííífufek<wq fiTOtí Aig son HEIMILI OG SKÓLI — Tímarit um uppeldismál. — Útéefandi Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 16 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 5,00, er greiðist fyrir 1. júlx. Útgáfustjórn: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, kennari. Afgreiðslu og innheimtu annast: Eiríkur Sigurðsson kennari, Hrafna- gilsstræti 12. Akureyri. Sími 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems götu 20, Akureyri. Sxmi 174. Prentverk Odds Björnssonar. saman. Kona þessi var fábjáni. Sonur þeirra var ekki fábjáni, en hafði því miður erft flesta hina verstu eiginleika móðurinnar. Árið 1912 þekktu menn 480 beina afkomend- ur þessa sonar þeirra. Af þeim voru: 36 afbrotamenn, 33 siðlausir saurlifnaðarmenn, 24 forhertir drykkjumenn, 8 veittu illræmdum knæpum forstöðu, 143 voru fábjánar, og margir þeirta á mjög lágu andlegu menningarstigi. Aðeins 46 af þessum ættbálki gátu talizt sæmi- legir menn. Skömmu eftir að Martin eignaðist son þenn- an, kvæntist hann stúlku af góðum ættum. Nú þekkjast 496 beinir afkomendur þeirra. Af þeim voru: 0 (enginn) afbrotamaður, 1 sem talizt gat lauslátur, 2 drykkjumenn og enginn fábjáni. Flestir af þessari ættkvísl voru læknar, mál- færslumenn, dómarar, kennarar, verzlunarmenn eða bændur. Syndir feðranna koma oftast niður á börnun- urn, og sú syndin er ekki minnst, að velja börn- um sínum lélega feður eða mæður. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.