Heimili og skóli - 01.03.1948, Blaðsíða 12
8
HEIMILI OG SKÓL)
ÓLAFUR GUNNARSSON:
Skólamál Kaupmannahafnar
Barnaframfærsla og barnaverndun.
Meira ríður á að koma í veg fyrir
myndun meina en lækna þau, enda er
það mun auðveldara. Þess vegna hafa
allar menningarþjóðir tvenns konar
framfærslu: verndandi, þ. e. a. s. þá,
sem hindrar myndun meina, og eigin-
lega framfærslu.
Til verndandi framfærslu má telja
stofnanir sem vöggustofur, barna-
garða, dagheimili, frístundaheimili og
aðrar áþekkar stofnanir. í Danmörku
eru margar slíkar stofnanir einstakl-
ingaeign, aðrar eru starfræktar af ein-
staklingum með styrk bæjarsjóða, og í
Kaupmannahöfn og fleiri borgum hef-
ur bærinn komið á fót nokkrum slík-
um stofnunum.
Verndandi framfærsla hefst í raun og
veru um leið og barnið er getið, þar eð
þungaðar konur, sem úr litlu hafa að
afnota á samkomum og ekki heldur
Jieimavistirnar.
Böðin eru öðru hvoru opin fyrir al-
mennings-afnot og hefur það verið vel
þegið af mörgum.
Yfirleitt hygg ég, að menn séu sæmi-
lega ánægðir með þessa lausn á hús-
næðisvandamáli fyrir skólahald og
samkomur sveitarinnar, og þó að
löngum hafi verið skiptar skoðanir um
heimavistarfyrirkomulagið, þá verður
ekki annað séð en að mönnum geðjist
það sæmilega. A. m .k. eru dvalarskil-
yrðin töluvert notuð og fer tala heima-
vistarbarna vaxandi með hverju ári,
sem líður.
spila, eiga heimtingu á hjálp bæjar-
félagsins. T. d. getur fátæk, þunguð
kona fengið ókeypis mjólk.
Ólánið er, að verndandi framfærslu-
stofnanir eru of fáar.
Hin eiginlega framfærsla ræður yfir
fjölda mismunandi heimila og stofn-
ana. Ekkert barn getur komið á slíkt
Jieimili, nema fyrir atbeina barna-
nefndarinnar. Starfsemi nefndarinnar
er vandlega skipulögð. Þannig er
Kaupmannahöfn skipt í 16 hverfi og
starfa 3 meðlimir barnanefndar og 3
varamenn í hverju hverfi. í öllum
hverfunum eru því 48 meðlimir, auk
varamannanna, en sem eins konar yf-
irnefnd starfar umsýslunarnefndin. í
umsýslunarnefnd eiga sæti 6 menn,
auk formanns og varaformanns. For-
maður er sjálfkjörinn sá borgarstjóri
Kaupmannahafnar, sem hefur barna-
framfærsluna undir sinni umsjá. Um-
sýslunarnefndin getur, ásamt meðlim-
um þess hverfis, sem barnið býr í,
ákveðið að taka barn frá heimili sínu.
Svo róttækum aðgerðum er þó aldrei
beitt, fyrr en allt hefur verið gert, sem
unnt er, til þess að Iijálpa og leiðbeina
foreldrunum í uppeldisstarfinu. Reyn-
ist allar slíkar tilraunir árangurslaus-
ar, lendir barnið aftur undir hina op-
inberu framfærslu.
Aður en endanleg ákvörðun er tek-
in, er barnið oftast sent á eins konar
samsafnsheimili, þar getur það dvalið
í mesta lagi í 9 mánuði. Að þessum 9
mánuðum liðnum gerir forstöðumað-