Heimili og skóli - 01.03.1948, Side 26
22
HEIMILI OG SKÓLI
Um starfsemina í hinu Kristna æskulýðs-
félagi er mér síður kunnugt, en ekki efast
ég um, að þar sé vel á málunum haldið.
Einhverjum kann nú að þykja nóg komið
af skólum og fræðslu, þótt ekki sé þar við
bætt, og kann það að vera rétt, þegar um
hina almennu og lögboðnu fræðslu og skóla-
göngu er að ræða. En munu ekki vera ein-
hverjar eyður í alla þessa fræðslu? Mun ekki
vera eitthvað af óuppfylltum þörfum mitt
i öllum þeim allsnægtum bóklegra fræða, sem
biirn vor sitja nú við? „Eins er þér vant“,
mælti meistarinn íorðum við hinn auðuga
og heimselska ungling. Og myndi það ekki
vera svo enn, að oss væri einhvers vant? Skort-
ir oss ef til vill ekki „þetta eina“, sem meist-
arinn talaði um. Þetta, sem ekki verður frá
oss tekið. Þetta, sem stendur stöðugt og fast,
þótt allt annað falli í verði í kauphöllum hins
hverfula lífs? Þökk sé því hverjum, sem þarna
kemur til liðs við heimili og skóla. Því segi
ég: Meira, sterkara og einlægara siðgæðis- og
trúaruppeldi. Það er bjargið, sem byggja
verður á.
Segið börnunum aldrei ósatt.
Flestir kannast við menn, sem fara svo ó-
gætilega með sannleikann, að enginn trúir
þeim, jafnvel ekki, þótt þeir segi satt. Þetta
eru jafnan taldir heldur ómerkilegir menn,
er afla sér hvergi trausts, jafnvel þótt þeir
hafi ýmsa verðleika til þess. Þessir menn hafa
farið á mis við þau verðmætu gæði, að njóta
trausts og virðingar samferðamanna sinna.
Og hafi það verið fyrir vanrækt eða mis-
heppnað siðgæðisuppeldi, getur sú vanræksla
kostað hamingju heillar ævi.
Einn þáttur siðgæðisuppeldisins er uppeldi
til sannsögli, og veltur þar miklu meira á for-
dæmi en fræðslu. Ef foreldrar og aðrir upp-
alendur ástunda ekki íullkomna sannsögli við
börn sin, eru lítil líkindi til, að þau beri
mikla virðingu fyrir þeirri dyggð. Nú er þao
svo, að margir foreldrar fara oft mjög ógæti-
lega með sannleikann í afskiptum sínum af
börnunum, og þá venjulega í einhverjum á
kveðnum tilgangi, svo sem að segja barninu,
að jrað sé ekkert sárt að láta draga úr sér
tönnina, o. s. frv. Þessi ósannindi komast
strax upp og barnið fer brátt að haía lag á
að beita hinu sama við fullorðna fólkið. Yfir-
leitt uppgötva börn fljótt þessi smáósannindi
hinna fullorðnu, og á þeim mjóu þvengjum
læra þau sjálf að segja ósatt.
F.g hef oft orðið þess var, að foreldrar trúa
yfirleitt ekki ósannindum á börn sín. En þ.rð
er staðreynd, sem ekki getur farið fram hjá
okkur kennurunum, að mörg börn berr 6-
trúlega litla virðingu fyrir sannleikanum,
þótt þau að öðru leyti séu sæmilegir sk<!>Ia-
þegnar ,og mætti nefna þess óteljandi dæmi
úr skólalífinu. Stundum virðast bömin naum-
ast vita það sjálf, hvort þau eru að segja satt
eða ósatt, og á það einkum við um yngstu
börnin. Þetta er vafalaust afleiðing af sljórn
siðgæðisvitund, sem getur stafað af þvi, að
egg sannleikans hefur ekki verið brýnd nægi-
lega hvöss í bernsku.
Þessi ósannindi geta verið tvennskonar. í
fyrsta lagi ósannindi til að bæta málstað sinn
á einhvern hátt í sambandi við vanrækt nám,
brot á skólareglum, eða eitthvað annað, eða
þá hreinn og beinn tilbúningur, að því er
virðist tilgangslaus, nema þá helzt til að hafa
eitthvað verulega fréttnæmt á boðstólum. Oft
eldist þessi ósannindahneigð af börnunum,
en ekki skyldi því þó alltaf treyst. Hitt er
sjálfsögð skylda allra uppalenda að hjálpa
börnunum til að segja ætíð satt, láta t. d.
ótta þeirra við refsingar aldrei verða til þess,
að þau segi ósatt. En í þessu efni sem mörg-
um öðrum, verður gott fordæmi giftudrýgst
til áhrifa.
Heimilislífið í stórum skóla er stór og
merkilegur spegill. Þar má kynnast mörgu
fögru, svo miklu af fegurð, sakleysi og barns-
legri göfgi, að unun er að, en þar fáum við
því miður að kynnast ýmsu ljótu og óhreinu,
svo að það er alveg furðulegt, að slíkt skuii
geta búið í jafn ungum sálum. Ekki verður
alltaf séð, hvort þar er um að kenna erfð-
um eða uppeldi, líklega hvoru tveggja. Og
eitt af þessu er ósannindahneigð ýmissa
barna. Hún er illgresi, oft í góðum akri, sem
þarf að uppræta.